Landslið karla í körfubolta

Bræður á stóra sviðinu: Ósammála um hvor sé betri
Bræðurnir Styrmir Snær og Tómas Valur Þrastarsynir eru í landsliðshópi karla í körfubolta sem hefur nýja undankeppni í vikunni. Þeir njóta sín vel saman með landsliðinu en eru ósammála um hvor þeirra sé betri.

Bíður eftir símtalinu frá IKEA
Martin Hermannsson sér fram á að spila sinn fyrsta landsleik í tvö ár á fimmtudagskvöldið. Martin hefur átt í nógu að snúast innan sem utan vallar og er kominn með nóg af IKEA-ferðum í bili.

Martin aftur með íslenska landsliðinu og bræður í hópnum
Martin Hermannsson snýr aftur í íslenska körfuboltalandsliðið eftir langa fjarveru þegar liðið spilar tvo leiki í undankeppni EM í næstu viku.

Sara og Elvar áfram best á þessu ári
Sara Rún Hinriksdóttir er körfuboltakona ársins, fjórða árið í röð, og Elvar Már Friðriksson er körfuboltakarl ársins, þriðja árið í röð.

Öll landsliðin í hæstu hæðum
Landslið Íslands í körfubolta hafa hvert og eitt aldrei verið eins ofarlega á styrkleikalista, heims og Evrópu, og skiptir þá ekki máli hvort horft er til karla, kvenna eða yngri landsliða.

Nýr landsliðsbúningur frumsýndur
Ísland leikur í fyrsta sinn í nýjum landsliðsbúningi þegar kvennalandsliðið í körfubolta mætir Rúmeníu ytra á fimmtudaginn.

Orri Steinn: Blendnar tilfinningar eftir þennan leik
Orri Steinn Óskarsson opnaði markareikning sinn fyrir íslenska karlalandsliðið í fótbolta þegar hann skoraði mark liðsins í 1-1 jafntefli gegn Lúxemborg í leik liðanna í undankeppni EM 2024 á Laugardalsvellinum í kvöld.

Gylfi Þór: Yndislegt að snúa aftur á Laugardalsvöll
Gylfi Þór Sigurðsson spilaði sinn fyrsta landsleik í tæp þrjú ár þegar íslenska karlalandsliðið í fótbolta gerði jafntefli gegn Lúxemborg í undankeppni EM 2024 á Laugardalsvellinum í kvöld. Gylfi Þór sagði tilfinninguna að spila aftur á Laugardalsvellinum yndislega.

Umræða um landsleikinn á Twitter | Orri Steinn er nýr Kolbeinn Sigþórs
Íslenskir fótboltaáhugamenn eru að ræða frammistöðu íslenska karlalandsliðsins í fótbolta á samfélagsmiðlinum X-inu, áður Twitter.

Vonast til að stofna landslið í götubolta
Framkvæmdastjóri KKÍ segir götukörfubolta eða streetball hafa verið mikið til umræðu á nýafstöðnu ársþingi alþjóðakörfuknattleikssambandsins FIBA. Hann útilokar ekki að stofna landslið í greininni.

Andri Lucas: Við Ísak Andri strax farnir að tengja vel saman
Andri Lucas Gujohnsen opnaði markareikning sinn í undankeppni EM 2025 skipuðu leikmönnum U-21 árs og yngri þegar liðið hafði betur gegn Tékklandi í Fossvoginum í kvöld.

Andri Fannar: Fannst ég skulda liðinu þetta
Andri Fannar Baldursson skoraði sigurmark af dýrari gerðinni þegar íslenska U-21 árs landsliðið í fótbolta karla bar sigurorð af því tékkneska í undankeppni EM 2025 á Víkingsvellinum í dag.

Hannes: Grátlegt að margir Íslendingar skilja ekki árangur okkar eigin landsliða
Hannes S. Jónsson, framkvæmdastjóri KKÍ, fyrrum formaður KKÍ og varaformaður FIBA Europe, gleðst yfir flottum árangri yngri landsliða kvenna í sumar en það lítur úr fyrir að Ísland sé að fá flotta kynslóð upp í kvennakörfunni.

Íslensku strákarnir frábærir í lokaleiknum og rúlluðu upp Búlgörum
Íslenska karlalandsliðið í körfubolta vann sannfærandi sautján stiga sigur á Búlgörum, 93-76, í lokaleik forkeppni Ólympíuleikana sem fór fram í Istanbul í Tyrklandi.

Sterk byrjun dugði skammt gegn Úkraínu
Ísland beið lægri hlut fyrir Úkraínu í forkeppni Ólympíuleikanna í dag en leikið er í Istanbúl í Tyrklandi. Ísland byrjaði leikinn af krafti og leiddi 18-17 eftir fyrsta leikhluta en náðu ekki að fylgja góðri byrjun eftir.

Stórtap í Tyrklandi
Íslenska karlalandsliðið í körfubolta átti ekki roð í það tyrkneska í fyrsta leik liðsins í forkeppni fyrir Ólympíuleikana í Istanbúl í dag. Tyrkir unnu 17 stiga sigur.

„Ég að vera skynsamur í fyrsta skipti á mínum ferli“
Martin Hermannsson, atvinnu- og landsliðsmaður í körfubolta er hungraður í að snúa aftur inn á völlinn eftir erfið hnémeiðsli, sanna fyrir öllum að sami gamli Martin sé mættur aftur.

Lengsta sumarfríið sem Tryggvi hefur fengið í atvinnumennskunni
Tryggvi Snær Hlinason er spenntur fyrir nýju verkefni í spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta en hann færði sig um set á Spáni í sumar.

Martin ekki með í Tyrklandi
Craig Pedersen, landsliðsþjálfari karla í körfubolta, hefur valið tólf manna hóp sem keppir í forkeppni Ólympíuleikanna, í Tyrklandi.

Ísland í riðli með kunnuglegum andstæðingum
Íslenska karlalandsliðið í körfubolta leikur í erfiðum riðli í næstu undankeppni Evrópumótsins en þarf að eiga við andstæðinga sem liðið þekkir eða mun þekkja vel.

Ísland náði ekki að stela sigrinum gegn Ungverjalandi
Ísland lék sinn annan vináttuleik á tveimur dögum þegar liðið atti kappi við Ungverjaland í Kecskemét í Ungverjalandi. Lokatölur leiksins urðu 73-69 heimamönnum í vil.

Ísland með tveggja stiga sigur á Ísrael í spennuleik
Íslenska landsliðið í körfubolta vann góðan sigur á Ísrael í æfingaleik í dag, lokatölur 79-81. Leikurinn varð æsispennandi í lokin þar sem liðin skiptust á að skora en Íslendingar reyndust seigari í blálokin.

Hilmar Smári Henningsson til Þýskalands
Landsliðsmaðurinn Hilmar Smári Henningsson hefur fært sig yfir á meginland Evrópu til að spila körfuknattleik. Hann er búinn að semja við Eisbären Bremerhaven í þýsku Pro A deildinni um að leika með liðinu á næsta tímabili. Hilmar var einn af betri leikmönnum Subway deildar karla á síðasta tímabili þar sem hann stýrði Haukum í þriðja sæti deildarinnar.

„Ég var með einhverja Súperman-stæla“
Körfuboltamaðurinn Martin Hermannsson sleit krossband í hné í fyrra og hefur eytt síðasta árinu í endurhæfingu. Hann segir allt vera á réttri leið, hefur lagt blóð, svita, tár og eigin peninga í endurhæfinguna og vonast til að taka þátt í komandi landsliðsverkefni Íslands.

Hjalti lætur af störfum í landsliðinu og Pavel tekur við
Breytingar hafa verið gerðar á þjálfarateymi íslenska landsliðsins í körfubolta. Hjalti Þór Vilhjálmsson hefur látið af störfum sem einn aðstoðarþjálfari liðsins. Pavel Ermolinskij kemur í hans stað.

Hópurinn klár fyrir undankeppni Ólympíuleikanna
Landsliðshópur íslenska karlalandsliðsins í körfubolta er klár fyrir verkefni sumarsins. Um er að ræða tvo vináttuleiki í Ungverjalandi og svo undankeppni Ólympíuleikanna í Tyrklandi.

Skelfilegur þriðji leikhluti varð Íslandi að falli
Ísland er úr leik á Evrópumóti karla skipað leikmönnum 20 ára og yngri í körfubolta Liðið beið lægri hlut gegn heimamönnum í Grikklandi í 16-liða úrslitum, lokatölur 83-75.

Frakkar fóru illa með íslenska liðið
Frakkland sýndi Íslandi í tvo heimana þegar liðin mættust í riðlakeppni Evrópumótsins í körfubolta karla skipuðu leikmönnum 20 ára og yngri á Krít í Grikklandi í dag.

Dæmið snerist við hjá strákunum
Íslenska landsliðið í körfubolta skipað leikmönnum 20 ára og yngri tapaði í dag með tveimur stigum gegn Þýskalandi í A-deild Evrópumótsins sem fram fer á Krít.

Frábær byrjun hjá U20-ára landsliðinu
Íslenska U20-ára landsliðið í körfubolta vann góðan sigur á Slóveníu í fyrsta leik liðsins í A-deild Evrópumótsins. Lokatölur 70-68 eftir æsispennandi leik.