Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024)

Fréttamynd

Erfitt að setja tölu á hve margir vilji stjórnar­slit

Fjölmargir tóku til máls þegar rætt var um ríkisstjórnarsamstarfið á Landsfundi VG sem nú fer fram. Á morgun verður tillaga um stjórnarslit afgreidd en þingflokksformaðurinn segir erfitt að segja til um hversu margir séu fylgjandi tillögunni.

Innlent
Fréttamynd

Þor­gerður Katrín: Enginn ráðskonurass undir fólki í Við­reisn

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar er keppniskona með mikla reynslu af stjórnmálum og er kominn í hlaupaskóna fyrir næstu alþingiskosningar. Hún segir engann „ráðskonurass undir fólki í Viðreisn," sem taki almannahagsmuni fram yfir sérhagsmuni.   Þegar Benedikt Jóhannesson, aðalhvatamaður að stofnun Viðreisnar og fyrsti formaður flokksins, sagði af sér formennskunni aðeins sautján dögum fyrir kosningarnar 2017, stökk Þorgerður Katrín upp í brú á þessu nýsjósetta skipi í ólgusjó íslenskra stjórnmála og kom því í höfn.

Innlent
Fréttamynd

Mannekla bindur hendur héraðssaksóknara í samráðsmáli

Embætti héraðssaksóknara hefur ekki mannafla til þess að halda úti rannsókn á ólöglegu samráði Eimskipa og Samskipa á sama tíma og möguleg brot nálgast það að fyrnast. Sex starfsmönnum embættisins var sagt upp í fyrra vegna niðurskurðarkröfu stjórnvalda.

Innlent
Fréttamynd

Loksins mega hommar gefa blóð

Samkynhneigðir karlmenn fá að gefa blóð hér á landi frá og með júlí á næsta ári. Heilbrigðisráðherra segir mikið ánægjuefni að þetta skref sé loks tekið

Innlent
Fréttamynd

Loks opnað fyrir um­sóknir um hlutdeildarlán

Opnað hefur verið að nýju fyrir umsóknir um hlutdeildarlán hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun. Hlutdeildarlán eru veitt til kaupa á nýjum íbúðum og standa til boða fyrir fyrstu kaupendur og þau sem ekki hafa átt íbúð síðastliðin fimm ár og eru undir tilteknum tekjumörkum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Þóra Jóhanna nýr yfir­dýra­læknir

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra hefur tekið ákvörðun um að skipa Þóru Jóhönnu Jónasdóttur í embætti yfirdýralæknis. Hún tekur við af Sigurborgu Daðadóttur, sem var skipuð yfirdýralæknir árið 2013, fyrst kvenna.

Innlent
Fréttamynd

Kona tveggja flokka í Sam­talinu

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar mætir í Samtalið með Heimi Má í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Vísi klukkan 14. Hún var vonarstjarna Sjálfstæðisflokksins og varaformaður flokksins um tíma en tók þátt í stofnun Viðreisnar sem hún hefur verið í forystu fyrir í sjö ár.

Innlent
Fréttamynd

Höfum ekki efni á svona stór­karla­legri Ölfus­ár­brú

Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi samgönguráðherra, segir nýja Ölfusárbrú allt of dýra í þeirri mynd sem hún er áformuð og fullyrðir að hægt sé að smíða einfaldari brú á mun skemmri tíma fyrir þriðjung af kostnaðinum.

Innlent
Fréttamynd

„Það vill enginn vera eins og Stein­grímur J.“

Eigandi netverslunar með áfengi segir ljóst af lestri draga að frumvarpi um innlenda netverslun með áfengi að með þeim sé gengið langt til þess að þóknast „hugarburði þeirra sem aðhyllast ríkisforsjárhyggju“ um vandamál sem séu ekki til staðar.

Innlent
Fréttamynd

Minnkandi losun en um­­­fram út­hlutanir Ís­lands

Losun gróðurhúsalofttegunda var líklega umfram úthlutanir Íslands í fyrra þrátt fyrir að hún drægist saman um þrjú prósent á milli ára. Stjórnvöld hafa þó nægjanlegan sveigjanleika til þess að standast alþjóðlegar skuldbindingar sínar.

Innlent
Fréttamynd

Fylgi Sjálf­stæðis­flokksins aldrei mælst minna

Samfylkingin mælist með 26 prósenta fylgi í nýjum Þjóðarpúlsi Gallúps og þá heldur fylgi Sjálfstæðisflokks áfram að minnka og hefur flokkurinn þar aldrei mælst minni. Fylgi Miðflokksins heldur áfram að aukast.

Innlent
Fréttamynd

Ekkert á­fengi á sunnu­dögum og seint á kvöldin

Dómsmálaráðherra hefur birt drög að frumvarpi til laga um breytingu á áfengislögum í samráðsgátt. Samkvæmt drögunum verður innlend netverslun með áfengi heimiluð, að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Til að mynda yrði ekki heimilt að afhenda áfengi á helgidögum, þar á meðal sunnudögum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Flug­völlur í Hvassahrauni alls ekki úr myndinni

Niðurstöður starfshóps um byggingu flugvallar í Hvassahrauni eru þær helstar að ólíklegt sé að náttúruvá hafi áhrif á flugvöll á svæðinu, engin veðurskilyrði mæli gegn valinu og líklega verði ekki mikil langtímaáhrif á eftirspurn í innanlandsflugi ef af flutningi þess verður í Hvassahraun.

Innlent
Fréttamynd

Kristjana frá Rúv til Ás­mundar Einars

Kristjana Arnarsdóttir hefur verið ráðin aðstoðarmaður Ásmundar Einars Daðasonar, mennta- og barnamálaráðherra. Hún hefur undanfarin ár getið sér gott orð á íþróttafréttadeild Ríkisútvarpsins og sem stjórnandi Gettu betur.

Innlent
Fréttamynd

Hljómar kunnug­lega ekki satt?

Mjög langur vegur er frá því að helztu lögspekingar landsins séu einróma í þeirri afstöðu að rétt sé að frumvarp Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, utanríkisráðherra og varaformanns Sjálfstæðisflokksins, sem kennt hefur verið við bókun 35 við EES-samninginn, verði að lögum þrátt fyrir fullyrðingar stjórnvalda um annað.

Skoðun
Fréttamynd

Gríðar­lega um­fangs­mikið mats­kerfi á leið inn í skóla­kerfið

Það er neyðarástand í skólakerfinu vegna þess að hætt var að nota samræmd próf sem viðmiðun fyrir fimmtán árum. Þetta er mat Viðskiptaráðs sem vill taka upp samræmd próf á ný. Menntamálaráðherra segir að nýtt matskerfi verði tekið upp næsta skólaár. Kennarasambandið styður nýja kerfið heilshugar.

Innlent
Fréttamynd

Vita ekki hvernig Rússar skil­greina gildi sín

Utanríkisráðuneytið segir íslensk stjórnvöld ekki hafa neina leið til þess að greina hvernig rússnesk stjórnvöld kjósa að skilgreina siðferðisleg og andleg gildi þjóðar sinnar. Ísland er á lista ríkja sem Rússar telja að hafi viðhorf sem stangist á við gildi sín.

Innlent
Fréttamynd

Mjúkt vald Ís­lands út um allan heim

Hundrað og fjörutíu ræðismenn Íslands í sjötíu og einu landi eru nú staddir í Reykjavík til skrafs og ráðagerða. Utanríkisráðherra segir ómetanlegt fyrir fámennt ríki eins og Ísland að eiga ræðismennina að.

Innlent
Fréttamynd

Kennarasambandið hlynnt nýjum matsferli

Magnús Þór Jónsson formaður Kennarasambands Íslands segir sambandið styðja nýjan matsferil stjórnvalda heilshugar. Það sé mikil þörf á bæta bæði innra og ytra mat skólakerfisins. Námsmatið verði að vera byggt á námsskrá og endurspegla að skólinn er án aðgreiningar, og fyrir alla.

Innlent
Fréttamynd

Segir komið í veg fyrir að einkabíll fái eðli­legt pláss í Reykja­vík

Ásgeir Sveinsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Mosfellsbæ, segir áríðandi að farið verði strax í framkvæmdir nýs samgöngusáttmála. Ekki hafi verið farið í neinar stórar framkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu síðan 2011. Það sé farið að hafa áhrif. Ásgeir fór yfir stöðuna í Bítinu á Bylgjunni í morgun. 

Innlent