Bandaríkin Minnst níutíu Afganar hafa farist og ISIS lýsir yfir ábyrgð Minnst níutíu hafa farist í sprengjuárás sem framin var af hryðjuverkasamtökunum sem kenna sig við íslamskt ríki (ISIS) á alþjóðaflugvellinum í Kabúl í dag. Þá fórust tólf bandarískir hermenn í árásinni. Erlent 26.8.2021 20:11 Íslensk hryllingsmynd frumsýnd á virtri kvikmyndahátíð í Bandaríkjunum Kvikmyndin It Hatched í leikstjórn Elvars Gunnarssonar, verður heimsfrumsýnd á hinni virtu Austin Film Festival í október næstkomandi. Bíó og sjónvarp 26.8.2021 15:16 Lögmönnum sem reyndu að snúa við kosningaúrslitunum refsað Alríkisdómari í Michigan í Bandaríkjunum fyrirskipaði að hópi lögmanna sem höfðuðu mál til að reyna að snúa við úrslitum forsetakosninganna í nóvember til stuðnings Donalds Trump verði refsað. Taldi hann lögmennina hafa misnotað réttarkerfið. Erlent 26.8.2021 11:20 Fangelsisdómur yfir einum þeirra sem ætlaði að ræna ríkisstjóra Dómstóll í Michigan dæmdi karlmann á þrítugsaldri í rúmlega sex ára fangelsi fyrir aðild sína að ráðabruggi um að ræna Gretchen Whitmer, ríkisstjóra Michigan, í fyrra. Samsærismennirnir voru ósáttir við takmarkanir sem Whitmer setti á vegna kórónuveirufaraldursins. Erlent 26.8.2021 09:08 Dynasty-leikari fallinn frá Bandaríski leikarinn Michael Nader, sem þekktastur er fyrir hlutverk sitt í sápuóperunni Dynasty, er látinn, 76 ára að aldri. Lífið 26.8.2021 07:34 Lögreglumaðurinn sem banaði innrásarkonu stígur fram Lögreglumaðurinn sem skaut konu, sem tók þátt í innrásinni í bandaríska þinghúsið, til bana mun á morgun stíga fram og segja sögu sína í sjónvarpsviðtali. Fyrst þá verður nafn lögreglumannsins þekkt en aðeins tveir dagar eru liðnir frá því að tilkynnt var að lögreglumaðurinn muni ekki sæta viðurlögum fyrir manndrápið. Erlent 25.8.2021 23:00 Nýi ríkisstjórinn leiðréttir tölu látinna í faraldrinum Raunverulegur fjöldi látinna í kórónuveirufaraldrinum í New York-ríki er um tólf þúsund manns hærri en opinberar tölur sögðu til um. Nýr ríkisstjóri greindi frá þessu eftir að hann tók við embættinu. Erlent 25.8.2021 16:57 Kanye vill verða Ye Bandaríski rapparinn og tónskáldið Kanye West hefur sótt um að fá nafni sínu opinberlega breytt í Ye. West hefur gengið undir viðurnefninu til fjölda ára og virðist nú vilja ganga enn lengra og heita Ye samkvæmt lögum. Lífið 25.8.2021 11:30 Komust ekki að niðurstöðu um uppruna veirunnar Bandarísku leyniþjónustunni tókst ekki að komast til botns í því hvernig nýtt afbrigði kórónurveirunnar barst fyrst í menn. Í skýrslu sem hún skilaði Joe Biden Bandaríkjaforseta er engin afgerandi niðurstaða um hvort að veiran hafi borist náttúrulega úr dýrum í menn eða hvort hún hafi sloppið af rannsóknastofu. Erlent 25.8.2021 10:41 Nakta barnið á Nevermind vill tugi milljóna frá Nirvana Bandaríkjamaðurinn Spencer Eden, sem helst er þekktur fyrir að vera nakta barnið á plötuumslagi meistarastykkis hljómsveitarinnar Nirvana, Nevermind, hefur krafið hljómsveitina um háar fjárhæðir. Hann segir myndina jafngilda barnaklámi. Tónlist 25.8.2021 10:34 Biður fólk um að koma vinsamlegast ekki til Havaí Ólíkt stjórnvöldum á Íslandi og víðsvegar annars staðar í heiminum hefur ríkisstjóri Havaí biðlað til ferðamanna um að koma vinsamlegast ekki til eyjanna eins og sakir standa. Erlent 25.8.2021 08:29 Talíbanar verða dæmdir af gjörðum sínum Joe Biden, forseti Bandaríkjann,a segir að því fyrr sem bandarískar hersveitir verði farnar frá Afganistan því betra. Allt miðaðist við að standa við samkomulag Bandaríkjastjórnar og Talibana um að brottflutningi verði lokið hinn 31. ágúst. Erlent 25.8.2021 06:30 Ferð Harris tafðist vegna gruns um „Havana-heilkennið“ Ferð Kamölu Harris, varaforseta Bandaríkjanna, til Víetnam var frestað um nokkra klukkutíma vegna gruns um að upp sé komið tilfelli í höfuðborg landsins af hinu dularfulla „Havana-heilkenni“. Erlent 24.8.2021 22:52 Skæðustu sprengjuþotur heims við æfingar á Íslandi næstu daga Þrjár bandarískar sprengjuþotur af gerðinni Northrop B-2 Spirit lentu í Keflavík í gærkvöldi og verða þær við æfingar hér við land næstu daga. Þoturnar eru þær dýrustu í flugsögunni og taldar einhver skæðustu árásarvopn sem mannkyn hefur smíðað. Innlent 24.8.2021 22:31 Mun ekki fresta brottför frá Afganistan Joe Biden Bandaríkjaforseti segist ekki ætla að fresta endanlegri brottför Bandaríkjahers frá Afganistan þrátt fyrir þrýsting frá leiðtogum sjö helstu iðnríkja heims, G-7. Þann 31. ágúst muni herinn þá hafa lokið störfum sínum í landinu og yfirgefið Afganistan. Erlent 24.8.2021 21:40 Yfirmaður CIA fundar með leiðtoga Talibana William Burns, yfirmaður Leyniþjónustu Bandaríkjanna, fundaði með pólitískum leiðtoga Talibana, Abdul Ghani Baradar, í gær. Erlent 24.8.2021 13:18 Segir Kelly hafa smitað sig af herpes og neytt sig til að gangast undir þungunarrof Tónlistarmaðurinn R. Kelly nauðgaði 17 ára stúlku, skipaði henni að gangast undir þungunarrof og smitaði hana af herpes, vitandi að hann var sjálfur smitaður. Þetta kom fram við réttarhöld yfir söngvaranum í gær. Erlent 24.8.2021 11:48 Fresta geimgöngu vegna veikinda annars geimfarans Geimferðastofnun Bandaríkjanna (NASA) hefur frestað geimgöngu tveggja geimfara um borð í Alþjóðlegu geimstöðinni vegna veikinda annars þeirra. Veikindin eru þó ekki sögð alvarleg. Erlent 24.8.2021 10:25 Kathy Hochul ríkisstjóri New York fyrst kvenna Kathy Hochul sór embættiseið í nótt og varð þar með fyrst kvenna til að verða ríkisstjóri New York. Hún tekur við af Andrew Cuomo, sem sagði af sér í kjölfar fjölda ásakana um kynferðisbrot. Erlent 24.8.2021 08:33 Leiðtogi Proud Boys í fimm mánaða fangelsi Leiðtogi bandaríska hægriöfgahópsins Proud Boys var í gær dæmdur í rúmlega fimm mánaða fangelsi fyrir að ólöglegan vopnaburð og að brenna Black Lives Matter fána sem liðsmenn hópsins höfðu stolið. Erlent 24.8.2021 07:20 Þrýst á Biden að fresta brottför þrátt fyrir hótanir Talíbana Leiðtogar sjö helstu iðnríkjaheims, G-7, funda í dag. Joe Biden forseti Bandaríkjanna er undir miklum þrýstingi frá Bretum, Frökkum og Þjóðverjum að seinka brottför hersveita sinna frá flugvellinum í Kabúl, höfuðborg Afganistans, til að hægt verði að koma fleirum út úr landinu. Erlent 24.8.2021 06:37 Bandaríski flugherinn æfir við Ísland næstu daga Þrjár bandarískar herflugvélar af gerðinni Northrop B-2 Spirit komu til landsins í kvöld og verða hér við æfingar næstu daga. Innlent 23.8.2021 23:16 Ísland enn í hæsta áhættuflokki hjá CDC Sóttvarnarstofnun Bandaríkjanna, CDC, uppfærði lista á ferðaráðssíðu sinni í dag. Ísland er enn í hæsta áhættuflokki og er Bandaríkjamönnum því áfram alfarið ráðið frá ferðalögum til landsins. Innlent 23.8.2021 22:31 Hæsti maður Bandaríkjanna er látinn Igor Vovkovinskiy, hávaxnasti maður Bandaríkjanna lést í Minnesota á föstudag. Hann var 38 ára gamall og 234,5 sentímetrar á hæð. Erlent 23.8.2021 19:25 Fyrst svartra kvenna til að bera Tiffany demantinn Beyoncé er fyrst svartra kvenna til að fá að bera hinn víðfræga 128,54 karata Tiffany demant. Tónlistarkonan ber demantinn um hálsinn í nýrri auglýsingaherferð Tiffany & Co skartgripaverslunarinnar, þar sem hún situr fyrir ásamt eiginmanni sínum Jay-Z. Lífið 23.8.2021 16:16 Talibanar voru komnir til Kabúl mánuðum áður en borgin féll „Í byrjun júlí hitti ég einn herforingja Talibana. Ég spurði hvenær hermenn hans myndu koma til Kabúl. Hann svaraði: Þeir eru hérna nú þegar.“ Erlent 23.8.2021 14:43 Bóluefni Pfizer fær fullt markaðsleyfi í Bandaríkjunum Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna (FDA) hefur samþykkt alfarið notkun bóluefnis Pfizer og BioNTech við kórónuveirunni í Bandaríkjunum. Hingað til hefur bóluefnið verið notað í skjóli neyðarleyfis. Talið er að ákvörðunin gæti hvatt fleiri Bandaríkjamenn til að láta bólusetja sig. Erlent 23.8.2021 14:11 Telja ekki að árásin á þinghúsið hafi verið þaulskipulögð Fulltrúar bandarísku alríkislögreglunnar segjast hafa fundið fáar vísbendingar um að árás hóps stuðningsmanna Donalds Trump á bandaríska þinghúsið í janúar hafi verið skipulögð til þess að snúa við úrslitum forsetakosninganna í nóvember. Erlent 23.8.2021 10:45 Talíbanar segja ekki koma til greina að fresta brottför erlendra hersveita Talibanar segja ekki koma til greina að framlengja þann frest sem allt herlið NATO þjóða hefur að vera hverfa á brott frá Afganistan, það er til 31. ágúst, eða á þriðjudag í næstu viku. Erlent 23.8.2021 09:49 Don Everly er fallinn frá Bandaríski tónlistarmaðurinn Don Everly, annar Everly-bræðranna, er látinn, 84 ára að aldri. Talsmaður fjölskyldu Everly staðfesti í samtali við bandaríska fjölmiðla um helgina að hann hafi andast í Nashville á laugardaginn, en gaf ekki upp um dánarorsök. Lífið 23.8.2021 08:54 « ‹ 169 170 171 172 173 174 175 176 177 … 334 ›
Minnst níutíu Afganar hafa farist og ISIS lýsir yfir ábyrgð Minnst níutíu hafa farist í sprengjuárás sem framin var af hryðjuverkasamtökunum sem kenna sig við íslamskt ríki (ISIS) á alþjóðaflugvellinum í Kabúl í dag. Þá fórust tólf bandarískir hermenn í árásinni. Erlent 26.8.2021 20:11
Íslensk hryllingsmynd frumsýnd á virtri kvikmyndahátíð í Bandaríkjunum Kvikmyndin It Hatched í leikstjórn Elvars Gunnarssonar, verður heimsfrumsýnd á hinni virtu Austin Film Festival í október næstkomandi. Bíó og sjónvarp 26.8.2021 15:16
Lögmönnum sem reyndu að snúa við kosningaúrslitunum refsað Alríkisdómari í Michigan í Bandaríkjunum fyrirskipaði að hópi lögmanna sem höfðuðu mál til að reyna að snúa við úrslitum forsetakosninganna í nóvember til stuðnings Donalds Trump verði refsað. Taldi hann lögmennina hafa misnotað réttarkerfið. Erlent 26.8.2021 11:20
Fangelsisdómur yfir einum þeirra sem ætlaði að ræna ríkisstjóra Dómstóll í Michigan dæmdi karlmann á þrítugsaldri í rúmlega sex ára fangelsi fyrir aðild sína að ráðabruggi um að ræna Gretchen Whitmer, ríkisstjóra Michigan, í fyrra. Samsærismennirnir voru ósáttir við takmarkanir sem Whitmer setti á vegna kórónuveirufaraldursins. Erlent 26.8.2021 09:08
Dynasty-leikari fallinn frá Bandaríski leikarinn Michael Nader, sem þekktastur er fyrir hlutverk sitt í sápuóperunni Dynasty, er látinn, 76 ára að aldri. Lífið 26.8.2021 07:34
Lögreglumaðurinn sem banaði innrásarkonu stígur fram Lögreglumaðurinn sem skaut konu, sem tók þátt í innrásinni í bandaríska þinghúsið, til bana mun á morgun stíga fram og segja sögu sína í sjónvarpsviðtali. Fyrst þá verður nafn lögreglumannsins þekkt en aðeins tveir dagar eru liðnir frá því að tilkynnt var að lögreglumaðurinn muni ekki sæta viðurlögum fyrir manndrápið. Erlent 25.8.2021 23:00
Nýi ríkisstjórinn leiðréttir tölu látinna í faraldrinum Raunverulegur fjöldi látinna í kórónuveirufaraldrinum í New York-ríki er um tólf þúsund manns hærri en opinberar tölur sögðu til um. Nýr ríkisstjóri greindi frá þessu eftir að hann tók við embættinu. Erlent 25.8.2021 16:57
Kanye vill verða Ye Bandaríski rapparinn og tónskáldið Kanye West hefur sótt um að fá nafni sínu opinberlega breytt í Ye. West hefur gengið undir viðurnefninu til fjölda ára og virðist nú vilja ganga enn lengra og heita Ye samkvæmt lögum. Lífið 25.8.2021 11:30
Komust ekki að niðurstöðu um uppruna veirunnar Bandarísku leyniþjónustunni tókst ekki að komast til botns í því hvernig nýtt afbrigði kórónurveirunnar barst fyrst í menn. Í skýrslu sem hún skilaði Joe Biden Bandaríkjaforseta er engin afgerandi niðurstaða um hvort að veiran hafi borist náttúrulega úr dýrum í menn eða hvort hún hafi sloppið af rannsóknastofu. Erlent 25.8.2021 10:41
Nakta barnið á Nevermind vill tugi milljóna frá Nirvana Bandaríkjamaðurinn Spencer Eden, sem helst er þekktur fyrir að vera nakta barnið á plötuumslagi meistarastykkis hljómsveitarinnar Nirvana, Nevermind, hefur krafið hljómsveitina um háar fjárhæðir. Hann segir myndina jafngilda barnaklámi. Tónlist 25.8.2021 10:34
Biður fólk um að koma vinsamlegast ekki til Havaí Ólíkt stjórnvöldum á Íslandi og víðsvegar annars staðar í heiminum hefur ríkisstjóri Havaí biðlað til ferðamanna um að koma vinsamlegast ekki til eyjanna eins og sakir standa. Erlent 25.8.2021 08:29
Talíbanar verða dæmdir af gjörðum sínum Joe Biden, forseti Bandaríkjann,a segir að því fyrr sem bandarískar hersveitir verði farnar frá Afganistan því betra. Allt miðaðist við að standa við samkomulag Bandaríkjastjórnar og Talibana um að brottflutningi verði lokið hinn 31. ágúst. Erlent 25.8.2021 06:30
Ferð Harris tafðist vegna gruns um „Havana-heilkennið“ Ferð Kamölu Harris, varaforseta Bandaríkjanna, til Víetnam var frestað um nokkra klukkutíma vegna gruns um að upp sé komið tilfelli í höfuðborg landsins af hinu dularfulla „Havana-heilkenni“. Erlent 24.8.2021 22:52
Skæðustu sprengjuþotur heims við æfingar á Íslandi næstu daga Þrjár bandarískar sprengjuþotur af gerðinni Northrop B-2 Spirit lentu í Keflavík í gærkvöldi og verða þær við æfingar hér við land næstu daga. Þoturnar eru þær dýrustu í flugsögunni og taldar einhver skæðustu árásarvopn sem mannkyn hefur smíðað. Innlent 24.8.2021 22:31
Mun ekki fresta brottför frá Afganistan Joe Biden Bandaríkjaforseti segist ekki ætla að fresta endanlegri brottför Bandaríkjahers frá Afganistan þrátt fyrir þrýsting frá leiðtogum sjö helstu iðnríkja heims, G-7. Þann 31. ágúst muni herinn þá hafa lokið störfum sínum í landinu og yfirgefið Afganistan. Erlent 24.8.2021 21:40
Yfirmaður CIA fundar með leiðtoga Talibana William Burns, yfirmaður Leyniþjónustu Bandaríkjanna, fundaði með pólitískum leiðtoga Talibana, Abdul Ghani Baradar, í gær. Erlent 24.8.2021 13:18
Segir Kelly hafa smitað sig af herpes og neytt sig til að gangast undir þungunarrof Tónlistarmaðurinn R. Kelly nauðgaði 17 ára stúlku, skipaði henni að gangast undir þungunarrof og smitaði hana af herpes, vitandi að hann var sjálfur smitaður. Þetta kom fram við réttarhöld yfir söngvaranum í gær. Erlent 24.8.2021 11:48
Fresta geimgöngu vegna veikinda annars geimfarans Geimferðastofnun Bandaríkjanna (NASA) hefur frestað geimgöngu tveggja geimfara um borð í Alþjóðlegu geimstöðinni vegna veikinda annars þeirra. Veikindin eru þó ekki sögð alvarleg. Erlent 24.8.2021 10:25
Kathy Hochul ríkisstjóri New York fyrst kvenna Kathy Hochul sór embættiseið í nótt og varð þar með fyrst kvenna til að verða ríkisstjóri New York. Hún tekur við af Andrew Cuomo, sem sagði af sér í kjölfar fjölda ásakana um kynferðisbrot. Erlent 24.8.2021 08:33
Leiðtogi Proud Boys í fimm mánaða fangelsi Leiðtogi bandaríska hægriöfgahópsins Proud Boys var í gær dæmdur í rúmlega fimm mánaða fangelsi fyrir að ólöglegan vopnaburð og að brenna Black Lives Matter fána sem liðsmenn hópsins höfðu stolið. Erlent 24.8.2021 07:20
Þrýst á Biden að fresta brottför þrátt fyrir hótanir Talíbana Leiðtogar sjö helstu iðnríkjaheims, G-7, funda í dag. Joe Biden forseti Bandaríkjanna er undir miklum þrýstingi frá Bretum, Frökkum og Þjóðverjum að seinka brottför hersveita sinna frá flugvellinum í Kabúl, höfuðborg Afganistans, til að hægt verði að koma fleirum út úr landinu. Erlent 24.8.2021 06:37
Bandaríski flugherinn æfir við Ísland næstu daga Þrjár bandarískar herflugvélar af gerðinni Northrop B-2 Spirit komu til landsins í kvöld og verða hér við æfingar næstu daga. Innlent 23.8.2021 23:16
Ísland enn í hæsta áhættuflokki hjá CDC Sóttvarnarstofnun Bandaríkjanna, CDC, uppfærði lista á ferðaráðssíðu sinni í dag. Ísland er enn í hæsta áhættuflokki og er Bandaríkjamönnum því áfram alfarið ráðið frá ferðalögum til landsins. Innlent 23.8.2021 22:31
Hæsti maður Bandaríkjanna er látinn Igor Vovkovinskiy, hávaxnasti maður Bandaríkjanna lést í Minnesota á föstudag. Hann var 38 ára gamall og 234,5 sentímetrar á hæð. Erlent 23.8.2021 19:25
Fyrst svartra kvenna til að bera Tiffany demantinn Beyoncé er fyrst svartra kvenna til að fá að bera hinn víðfræga 128,54 karata Tiffany demant. Tónlistarkonan ber demantinn um hálsinn í nýrri auglýsingaherferð Tiffany & Co skartgripaverslunarinnar, þar sem hún situr fyrir ásamt eiginmanni sínum Jay-Z. Lífið 23.8.2021 16:16
Talibanar voru komnir til Kabúl mánuðum áður en borgin féll „Í byrjun júlí hitti ég einn herforingja Talibana. Ég spurði hvenær hermenn hans myndu koma til Kabúl. Hann svaraði: Þeir eru hérna nú þegar.“ Erlent 23.8.2021 14:43
Bóluefni Pfizer fær fullt markaðsleyfi í Bandaríkjunum Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna (FDA) hefur samþykkt alfarið notkun bóluefnis Pfizer og BioNTech við kórónuveirunni í Bandaríkjunum. Hingað til hefur bóluefnið verið notað í skjóli neyðarleyfis. Talið er að ákvörðunin gæti hvatt fleiri Bandaríkjamenn til að láta bólusetja sig. Erlent 23.8.2021 14:11
Telja ekki að árásin á þinghúsið hafi verið þaulskipulögð Fulltrúar bandarísku alríkislögreglunnar segjast hafa fundið fáar vísbendingar um að árás hóps stuðningsmanna Donalds Trump á bandaríska þinghúsið í janúar hafi verið skipulögð til þess að snúa við úrslitum forsetakosninganna í nóvember. Erlent 23.8.2021 10:45
Talíbanar segja ekki koma til greina að fresta brottför erlendra hersveita Talibanar segja ekki koma til greina að framlengja þann frest sem allt herlið NATO þjóða hefur að vera hverfa á brott frá Afganistan, það er til 31. ágúst, eða á þriðjudag í næstu viku. Erlent 23.8.2021 09:49
Don Everly er fallinn frá Bandaríski tónlistarmaðurinn Don Everly, annar Everly-bræðranna, er látinn, 84 ára að aldri. Talsmaður fjölskyldu Everly staðfesti í samtali við bandaríska fjölmiðla um helgina að hann hafi andast í Nashville á laugardaginn, en gaf ekki upp um dánarorsök. Lífið 23.8.2021 08:54