Bandaríkin

Fréttamynd

Mesta íhaldssveifla í hæstaréttinum í áratugi

Hugmyndafræði Hæstaréttar Bandaríkjanna er líklegt til að taka skarpa hægribeygju til næstu áratuganna eftir að Donald Trump forseti tilnefndi Amy Coney Barrett, íhaldssaman áfrýjunardómara, til að taka sæti Ruth Bader Ginsburg í gær.

Erlent
Fréttamynd

Á spítala eftir atvik í beinni

Ron Paul, fyrrverandi þingmaður á Bandaríkjaþingi og fyrrverandi forsetaframbjóðandi, var lagður inn á sjúkrahús í dag eftir að atvik sem átti sér stað í beinni útsendingu.

Erlent
Fréttamynd

Heilbrigðisstarfsmenn mæta áreiti og rasisma

Faraldur nýju kórónuveirunnar virðist nú herja á strjálbýl miðríki Bandaríkjanna af miklum krafti. Íbúar þessara ríkja eru margir hverjir andsnúnir sóttvörnum eins og grímum en á sama tíma er álag á sjúkrahús, skóla og aðrar stofnanir að aukast til muna.

Erlent
Fréttamynd

Ginsburg fyrsta konan á viðhafnarbörum í þinghúsinu

Opinber minningarathöfn um Ruth Bader Ginsburg, bandaríska hæstaréttardómaranna sem andaðist á föstudag, fer fram í Washington-borg í dag. Ginsburg er fyrsta konan og fyrsti gyðingurinn til að liggja á viðhafnarbörum í bandaríska þinghúsinu.

Erlent
Fréttamynd

Áfram mótmælt í Louisville

Mótmæli á götum Louisville í Kentucky héldu áfram í nótt en fólk er afar ósátt við þá ákvörðun yfirvalda að ákæra lögreglumenn sem skutu Breonnu Taylor til bana, ekki fyrir morð.

Erlent
Fréttamynd

Segja Rittenhouse hetju og föðurlandsvin

Samkvæmt lögmönnum Kyle Rittenhouse var hann ekki hræddur táningur sem skaut tvo til bana í sjálfsvörn í Kenosha í Bandaríkjunum í síðasta mánuði. Hann var föðurlandsvinur. Hann var verjandi frelsis síns og réttinda sinna til að bera vopn inn um óeirðir á götum borgarinnar.

Erlent
Fréttamynd

Leiðtogi repúblikana segir að valdaskiptin fari fram „skipulega“

Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikanaflokksins í öldungadeild Bandaríkjaþings, fullyrðir að valdaskipti eftir kosningar í nóvember fari fram á „skipulegan“ hátt þrátt fyrir að Donald Trump forseti hafi sagt að hann gæti ekki lofað að þau færu friðsamlega fram í gær.

Erlent
Fréttamynd

Netanjahú sagður með óhreinan þvott í pokahorninu

Ferðatöskur Benjamíns Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, og einkonu hans eru iðulega sagðar fullar af óhreinum þvotti þegar þau koma í opinberar heimsóknir til Bandaríkjanna. Þar eru hjónin sögð láta gestgjafa sína þvo fyrir sig þvottinn ókeypis.

Erlent
Fréttamynd

Trump neitar að lofa friðsömum valdaskiptum

Áhyggjur af því að hörð átök verði um úrslit forsetakosninga í Bandaríkjunum í vetur jukust í gær þegar Donald Trump forseti vildi ekki skuldbinda sig til þess að valdaskipti verði friðsöm sama hver úrslitin verða.

Erlent
Fréttamynd

Telur að úrslit kosninganna fari fyrir Hæstarétt

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði í dag að hann teldi að Hæstiréttur Bandaríkjanna þyrfti að skera út um úrslit forsetakosninganna í nóvember. Þessa vegna segir hann mikilvægt að skipa nýjan dómara í sæti Ruth Bader Ginsburg eins hratt og auðið sé.

Erlent
Fréttamynd

Lögregluþjónn ákærður vegna dauða Breonna Taylor

Fyrrverandi lögregluþjónninn Brett Hankison hefur verið ákærður vegna dauða Breonna Taylor. Hún var skotin til bana af lögregluþjónum í Louisville í Kentucky í mars. Engir aðrir lögregluþjónar sem að málinu koma verða ákærðir.

Erlent
Fréttamynd

200 þúsund dánir í Bandaríkjunum

Fjöldi látinna í Bandaríkjunum vegna Covid-19 er kominn yfir 200 þúsund. Hvergi hafa fleiri dáið né smitast vegna kórónuveirunnar, svo vitað sé. Sérfræðingar segja þó að líklega sé raunverulegur fjöldi látinna mun hærri.

Erlent
Fréttamynd

Varaði við köldu stríði Kína og Bandaríkjanna

Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, varaði við hættunni á að nýtt kalt stríð brytist út á milli Bandaríkjanna og Kína í ávarpi sínu á fyrsta allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna sem fer fram í fjarfundi.

Erlent
Fréttamynd

Rom­n­ey tryggir meiri­hluta repúblikana fyrir dómara­efni Trump

Repúblikanar í öldungadeild Bandaríkjaþings virðast nú hafa tryggt sér atkvæði nógu margra þingmanna sinna til þess að geta staðfest dómaraefni Donalds Trump forseta til Hæstaréttar eftir að Mitt Romney, öldungadeildarþingmaður frá Utah, sagði ætla að greiða atkvæði með því.

Erlent