Bandaríkin

Fréttamynd

„Þetta er ansi yfirþyrmandi ástand“

Formaður Íslendingafélagsins í Norður- Kaliforníu segir skógareldana á svæðinu hafa haft gríðarlega eyðileggingu í för með sér. Tuga er saknað í Oregon- ríki vegna skógar- og gróðureldanna sem loga þar og tugir þúsunda hafa þurft að yfirgefa heimili sín.

Innlent
Fréttamynd

Friðar­við­ræður Afgan­istan og Talí­bana hafnar

Friðarviðræður milli Afganistan og Talíbana hófust í morgun í Katar eftir margra mánaða bið. Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir viðræðurnar sögulegar en hann er nú á leið til Doha í Katar til að vera viðstaddur opnunarhátíðar viðræðnanna.

Erlent
Fréttamynd

Tuga saknað vegna eldanna í Oregon

Yfirvöld í Oregon-ríki í Bandaríkjunum segja að tuga fólks sé saknað vegna skógar- og gróðureldanna sem loga glatt í ríkinu. Eldar loga einnig í fleiri ríkjum, en hvað mest í Kaliforníu og Washington.

Erlent
Fréttamynd

Kenna hver öðrum um dauða Floyd

Lögregluþjónarnir fyrrverandi, sem hafa verið ákærðir í vegna morðs George Floyd, virðast hafa snúist gegn hver öðrum. Þeim ber ekki saman um hvað gerðist þann dag og kenna hvor öðrum um dauða Floyd.

Erlent
Fréttamynd

Stór hluti bæjar brann til kaldra kola

Íbúar bæjarins Phoenix í Oregon í Bandaríkjunum eru agndofa eftir að stór hluti bæjarins brann til kaldra kola í einum þeirra fjölmörgu gróðurelda sem loga á Vesturströnd Bandaríkjanna.

Erlent
Fréttamynd

Skipað að sitja á upplýsingum um Rússa vegna Trump

Háttsettur embættismaður í Heimavarnaráðuneyti Bandaríkjanna segir að sér hafi verið skipað að hætta að veita upplýsingar um afskipti Rússa af kosningum. Meðal annars vegna þess að það hafi látið Donald Trump, forseta, líta illa út.

Erlent
Fréttamynd

Geitur éta illgresi í New York

Borgaryfirvöld í New York í Bandaríkjunum hafa ráðið til sín nokkuð óvenjulegt starfslið til að eyða illgresi í einum af almenningsgörðum borgarinnar.

Erlent
Fréttamynd

„Og já, við munum ræða það“

Bandaríski spjallþáttastjórnandinn Ellen DeGeneres segist vera reiðubúin að ræða hið „eitraða starfsumhverfi“ við framleiðslu þáttanna þegar þættirnir snúa aftur síðar í þessum mánuði.

Lífið
Fréttamynd

Assange skipað að hafa sig hægan í dómsal

Dómari í London varaði Julian Assange, stofnanda Wikileaks við því að hann yrði fjarlægður úr dómsal og réttað yrði yfir honum fjarstöddum ef hann héldi áfram að trufla réttarhöldin í dag.

Erlent