Bandaríkin

Fréttamynd

Lára skilur eftir sig skemmdir og sex dauðsföll

Leifar fellibylsins Láru eru nú á leið austur yfir Bandaríkin. Fellibylurinn skilur eftir sig gífurlegar skemmdir í Louisiana eftir að hann náði langt inn á landi með tilheyrandi vindi, rigningu, sjávarflóðum og jafnvel hvirfilbyljum.

Erlent
Fréttamynd

„Flóðbylgja ósanninda“ í langri ræðu Trump

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, flutti lokaræðu landsfundar Repúblikanaflokksins í nótt þar sem hann tók formlega við tilnefningu flokksins. Í rúman klukkutíma gagnrýndi hann Joe Biden harðlega, fegraði eigin viðbrögð við faraldri Covid-19 og lofaði bóluefni fyrir lok þessa árs.

Erlent
Fréttamynd

Segja fanga hafa ráðist á R. Kelly

Tónlistarmaðurinn R. Kelly, sem á yfir höfði sér lífstíðardóm vegna ótal ásakana um kynferðisbrot, er sagður hafa orðið fyrir árás samfanga síns á þriðjudag.

Erlent
Fréttamynd

„Það er eins og eitt þúsund skýstrókar hafi farið hér í gegn“

Minnst sex eru látnir og gríðarlegt eignatjón hefir orðið í Louisiana-ríki Bandaríkjanna eftir að fellibylurinn Lára, einn sá kraftmesti sem skollið hefur á ströndum Bandaríkjanna, reið þar yfir. Ríkisstjórinn segir eyðilegginguna mikla, en þó minni en talið var líklegt að gæti orðið.

Erlent
Fréttamynd

Útskýringar lögreglu í Kenosha þykja þunnur þrettándi

Eftir þriggja daga þögn lögregluyfirvalda og gríðarleg mótmæli í Kenosha í Wisconsin-ríki Bandaríkjanna hefur lögreglan loks gefið út sína hlið á því hvernig það atvikaðist að Jacob Blake var skotinn sjö sinnum í bakið af lögreglumanni.

Erlent
Fréttamynd

Skutu eldflaugum í Suður-Kínahaf

Her Kína skaut í gær eldflaugum í Suður-Kínahaf, degi eftir að Bandaríkin flugu njósnaflugvél yfir svæðið, þar sem flotaæfingar Kínverja fara nú fram. Meðal eldflauganna sem skotið var á loft voru eldflaugar sem eru hannaðar til að granda flugmóðurskipum í allt að fjögur þúsund kílómetra fjarlægð.

Erlent
Fréttamynd

Fjórtán ára stúlka dó er tré féll á hana

Fellibylurinn Lára hefur valdið minnst einu dauðsfalli og miklum skemmdum eftir að hann náði landi í Louisiana í Bandaríkjunum. Lára var fjórða stigs fellibylur þegar hann náði landi en hefur nú verið lækkaður niður í fyrstastigs fellibyl.

Erlent
Fréttamynd

Fellibylurinn Lára sækir í sig veðrið

Fellibylurinn Lára sem stefnir hraðbyri að ströndum Bandarísku ríkjanna Texas og Louisiana hefur sótt í sig veðrið í dag og flokkast nú sem fjórða stigs fellibylur. Þá hafa veðurfræðingar varað við því að flætt gæti vegna flóðsins og vatnsyfirborðið náð allt að sex metra hæð og segja nær ómögulegt að lifa slíkt flóð af.

Erlent
Fréttamynd

Hermenn slasaðir eftir samskipti við Rússa

Minnst fjórir bandarískir hermenn slösuðust lítillega eftir deilur milli þeirra og rússneskra hermanna í Sýrlandi. Myndbönd af atvikinu hafa verið í dreifingu á Twitter og sýna meðal annars rússneska hermenn keyra á bandarískan brynvarin bíl og rússneskri þyrlu flogið mjög lágt yfir hermenn.

Erlent
Fréttamynd

Spenn­an stig­magn­ast í Ta­í­vans­und­i

Undanfarnar þrjár vikur hafa yfirvöld í Kína tilkynnt fjórar nýjar heræfingar við strendur landsins. Æfingarnar, og aðrar, eru sagðar vera til komnar vegna „öryggisástandsins hinum megin við Taívansund“.

Erlent
Fréttamynd

„Fínpússaður“ Trump til sýnis

Fínpússuð útgáfa af Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, var til sýnis á öðru kvöldi landsfundar Repúblikanaflokksins. Með því vilja Trump-liðar ná til kjósenda sem eru ekki sáttir við framferði forsetans.

Erlent