Bandaríkin

Fréttamynd

Vildi að dómsmálaráðherrann hreinsaði sig af sök

Eftir að Hvíta húsið birti minnisblað um umdeilt símtal Trump við Úkraínuforseta vildi forsetinn að dómsmálaráðherrann héldi blaðamannafund þar sem hann segði ekkert ólöglegt hafa átt sér stað í símtalinu.

Erlent
Fréttamynd

Demó­kratar fögnuðu sigri

Demókratar í Bandaríkjunum fögnuðu sigri í kosningum sem fram fóru í gær en kosið var um ríkisstjóra og þingmenn á nokkrum ríkisþingum landsins.

Erlent
Fréttamynd

Vilja að starfsmannastjóri Trump beri vitni

Þingmenn fulltrúadeildar Bandaríkjaþings hafa beðið Mick Mulvaney, fyrrverandi þingmann og starfandi starfsmannastjóra Hvíta hússins, um að mæta á fund þingmanna. Hann ætlar ekki að verða við beiðninni.

Erlent
Fréttamynd

Lykilvitni breytir framburði sínum

Gordon Sondland, sendiherra Bandaríkjanna gagnvart Evrópusambandinu, hefur viðurkennt að hafa tilkynnt aðstoðarmanni forseta Úkraínu að hernaðaraðstoð yrði ekki afhent fyrr en Úkraínumenn hefðu rannsóknir sem Trump hafði krafið Volodymr Zelensky, forseta Úkraínu, um og lýstu því yfir opinberlega.

Erlent
Fréttamynd

Klóna hunda og ketti í hundraðatali í Texas

Mörg hundruð manns hafa tekið á það ráð að láta klóna gæludýrin sín líkt og Dorrit Moussai­eff, fyrrverandi forsetafrú. Lauren Aston, hjá ViaGEn Pets, segir eftirspurn eftir klónun gæludýra vera að aukast.

Erlent
Fréttamynd

Gagnrýna „söguleg mistök“ Evrópusambandsins

Bandaríkjastjórn er ósátt við þá afstöðu Evrópusambandsins að opna ekki aðildarviðræður við Norður-Makedóníu og Albaníu. Búist var við því að aðildarviðræður yrðu opnaðar en leiðtogaráð ESB tók afstöðu gegn því á fundi sínum í október.

Erlent
Fréttamynd

Kim sagður vilja funda aftur með Trump

Svo virðist sem einræðisherra Norður-Kóreu vilji funda með Donald Trump Bandaríkjaforseta í desember. Þetta sagði starfsfólk leyniþjónustu Suður-Kóreu við þarlenda þingnefnd í dag.

Erlent
Fréttamynd

Ferðast aftur í tímann með Tortímandanum

Terminator bálkurinn er hugarfóstur kvikmyndagerðarmannsins James Cameron, en hann bæði leikstýrði og skrifaði handritið að fyrstu tveimur myndunum. Kveikjan að sögunni kom þegar hann var staddur í Róm að leikstýra sinni fyrstu kvikmynd Piranha II: The Spawning, ódýrri hryllingsmynd fyrir költmyndaframleiðandann Roger Corman.

Bíó og sjónvarp