
Tennis

Rak þjálfarann eftir tvær vikur
Breska tenniskonan Emma Radacanu er búin að losa sig við enn einn þjálfarann. Samstarf þeirra Vladimirs Platenik entist í tvær vikur.

„Er annað hvort sögð vera vélmenni eða móðursjúk“
Pólska tenniskonan Iga Swiatek furðar sig á umfjölluninni um sig eftir atvik á Indian Wells mótinu. Hún segist annað hvort vera sögð vélræn eða móðursjúk.

Sá ekki boltann fyrir tárum þegar eltihrellirinn mætti á svæðið
Tenniskonan Emma Raducanu segir að hún hafi ekki séð boltann fyrir tárum þegar eltihrellir hennar mætti á leik hjá henni á dögunum.

Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins
Bandaríska tennisgoðsögnin Serena Williams er alls ekki hætt að skipta sér af íþróttum þó að spaðinn sé kominn á hilluna. Hún er nú orðin einn af eigendum nýs körfuboltafélags.

Sú yngsta í sögunni til að vinna: „Var rosalega stressuð“
Hin sautján ára gamla Mirra Andreeva er nú sú yngsta í sögunni til að vinna WTA 1000 tennismót á alþjóðlegu atvinnumannamótaröðinni.

Eltihrellirinn birtist í stúkunni og tennisstjarnan fór að gráta í miðjum leik
Enska tennisstjarnan Emma Raducanu brotnaði niður í miðjum leik þegar ákveðinn maður birtist í stúkunni á leik hennar í Dúbaí.

„Eins og að setja fótboltamann í bann að sumri til“
Breski tenniskappinn Liam Broady segir keppnisbann Jannik Sinner hafa verið útfært þannig að það hefði sem minnst áhrif á feril hans, og líkir því við að setja leikmann í ensku úrvalsdeildinni í bann að sumri til. Broady er svekktur með niðurstöðu dómstóla og veltir því fyrir sér hvort hann hefði fengið sömu meðferð.

Sætti sig við þriggja mánaða bann eftir nuddið
Ítalinn Jannik Sinner, efsti maður heimslistans í tennis, hefur komist að samkomulagi við WADA, alþjóða lyfjaeftirlitið, um að taka út þriggja mánaða bann vegna tveggja jákvæðra lyfjaprófa á síðasta ári.

Þjálfari í bann fyrir illa meðferð á einni bestu tenniskonu heims en hún er ósátt
Yfirmenn atvinnumótaraðar kvenna í tennis hafa tekið á slæmri framkomu tennisþjálfara við skjólstæðing sinn sem er tenniskona í fremstu röð. Hún sjálf segist þó vera vonsvikin með niðurstöðuna.

Í klandri eftir að hafa þóst míga á bikar
Tenniskonan Aryna Sabalenka og þjálfarateymi hennar kom sér í klandur með því að þykjast pissa á bikarinn sem hún fékk fyrir að lenda í 2. sæti á Opna ástralska meistaramótinu.

Baulað á Djokovic sem hætti keppni í undanúrslitaleiknum
Novak Djokovic vinnur ekki sinn 25. risatitil sinn á Opna ástralska meistaramótinu eftir að hann varð að hætta keppni í undanúrslitaleiknum i nótt.

Lofar því að fá sér kengúru húðflúr
Spænski tenniskappinn Carlos Alcaraz er bara sigri á einu móti frá því að vinna öll risamótin í tennis. Hann getur bætt úr því í þessum mánuði.

„Er í sjöunda himni með að hafa hann í mínu horni“
Novak Djokovic er mættur í aðra umferð Opna ástralska meistaramótsins í tennis. Serbinn gæti ekki verið ánægðari með að hinn skoski Andy Murray sé þjálfari hans sem stendur.

Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer
Bestu tennisspilarar heims eru á fullu í undirbúningi fyrir Opna ástralska meistaramótið sem hefst í dag en mótið er eitt af fjórum risamótum ársins. Frakkinn Gael Monfils mætir heitur til leiks eftir sigur á móti í Auckland í dag.

Djovokic segir að það hafi verið eitrað fyrir sér
Serbneski tenniskappinn Novak Djokovic segir að það hafi verið eitrað fyrir sér þegar honum var haldið á hótelherbergi í Melbourne fyrir þremur árum.

Kastaði óvart spaða í áhorfanda
Tenniskappinn Cameron Norrie hefur beðist afsökunar á að hafa kastað spaða sínum óvart í áhorfanda á móti á ATP mótaröðinni í Auckland, Nýja-Sjálandi.

Barðist við brjóstakrabbamein allt tímabilið en lét það ekki stoppa sig
Gabriela Dabrowski vann til verðlauna á Ólympíuleikunum og þrjú risamót í tvíliðaleik. Hún endaði árið á gullmedalíu á WTA lokamótinu og greindi svo frá því að hún hefði glímt við brjóstakrabbamein allt keppnistímabilið 2024.

Egill og Garima tennisfólk ársins
Jólabikarmeistaramótið, síðasta tennismót ársins, fór fram í gær. Emilía Eyva Thygesen og Egill Sigurðsson stóðu uppi sem sigurvegarar einliða í meistaraflokki. Sá síðarnefndi var einnig útnefndur tennismaður ársins á lokahófi Tennissambands Íslands. Garima N. Kalugade var tenniskona ársins.

Sagði frá eigin lyfjamisnotkun og er kominn í bann
Ástralski tenniskappinn Max Purcell, sem tvívegis hefur unnið risamót í tvíliðaleik, er kominn í ótímabundið bann eftir að hafa sjálfur látið vita af broti á lyfjareglum.

Sigursælasti tenniskappi Suður-Kóreu þarf að fara í herinn
Kwon Soon-woo, tenniskappi frá Suður-Kóreu, þarf að gera hlé á ferli sínum þar sem hann þarf að gegna herþjónustu.

Sættir sig við viku í viðbót í banni þrátt fyrir litla sem enga sök
Hin pólska Iga Swiatek getur nú farið að einbeita sér að því að endurheimta efsta sæti heimslistans í tennis eftir að niðurstaða fékkst í máli gegn henni vegna ólöglegrar lyfjanotkunar.

Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi
Tennisparið Paula Badosa og Stefano Tsitsipas er statt hér á landi. Þau litu meðal annars við í tennishöllina í Kópavogi, þar sem þeim var vel tekið.

Andy Murray þjálfar erkióvininn
Þau óvæntu tíðindi bárust úr tennisheiminum í dag að Andy Murray muni þjálfa Novak Djokovic fyrir Opna ástralska meistaramótið í janúar en þeir félagar elduðu saman grátt silfur um árabil á tennisvellinum.

Tárvotur Nadal kvaddi: „Góð manneskja frá litlum bæ“
Spænska tennisgoðsögnin Rafa Nadal kvaddi með tár á hvarmi, og sömuleiðis mátti sjá tár í augum áhorfenda, eftir að hann spilaði sinn síðasta leik í gærkvöld.

Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar
Barbora Krejcikova, sem vann Wimbledon-mótið í tennis í ár, hefur gagnrýnt blaðamann vegna ummæla hans um útlit hennar.

Fyrrverandi framherji Man. Utd atvinnumaður í tennis
Úrúgvæinn Diego Forlán, fyrrverandi sóknarmaður Manchester United, mun í næsta mánuði keppa á sínu fyrsta atvinnumannamóti í tennis.

Græddi fimmtíu þúsund krónur á sekúndu þrátt fyrir að skíttapa
Þátttaka rússneska tennisspilarans Daniil Medvedev á móti í Sádí Arabíu komst í fréttirnar. Alls ekki þó fyrir frammistöðu kappans sem var ekki merkileg.

Þykkildi fjarlægt af hálsi Serenu
Tenniskonan sigursæla, Serena Williams, lét fjarlægja þykkildi á stærð við lítið greipaldin af hálsi sínum. Hún segist vera við góða heilsu.

Nadal leggur spaðann á hilluna: Síðustu tvö ár verið sérstaklega erfið
Spænska tennisgoðsögnin Rafael Nadal hefur ákveðið að leggja spaðann á hilluna í lok þessa keppnistímabils. Hann hefur unnið 22 risamót á ferlinum.

Skipta dómurum út fyrir gervigreind á sögufræga mótinu
Eitt af því sem forráðamenn Wimbledon mótsins í tennis eru þekktir fyrir er að halda vel í hefðirnar. Nú stendur hins vegar til að nýta sér gervigreind þegar mótið fer fram á næsta ári.