
Sund

Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum
Framkvæmdastjóri heilbrigðiseftirlits Suðurlands segir það vera áhætturekstur að reka óklóraða sundlaug eða baðlón þar sem heilsuspillandi bakteríur laumist með óböðuðum ferðamönnum víða í sundlaugum landsins.

Lengja opnunartímann aftur
Menningar- og íþróttaráð Reykjavíkurborgar hefur samþykkt tillögu um að lengja opnunartíma sundlauga borgarinnar um helgar um eina klukkastund í sumar. Kostnaður af því væri um sjö milljónir króna en talið er að auknar tekjur myndi vega upp á móti kostnaði.

Fékk síðasta bikarinn á ferlinum mörgum mánuðum eftir að hann hætti
Íslenski sundmaðurinn Anton Sveinn McKee setti sundhettuna upp á hillu í lok síðasta árs en hann var þó ekki búinn að taka við síðasta bikarnum á ferlinum

Birnir Freyr bætti nítján ára Íslandsmet Arnar Arnarsonar
Sundmaðurinn Birnir Freyr Hálfdánarson bætti í kvöld nítján ára gamalt Íslandsmet og karlasveit SH í 4x200 metra skriðsundi bætti ellefu ára gamalt met Fjölnissveitar.

Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð
Sundmaðurinn fyrrverandi Anthony James, sem keppti fyrir hönd Bretlands á Ólympíuleikunum á heimavelli 2012, hefur verið dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn börnum.

Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa
Karlmaður hefur verið dæmdur í þriggja mánaða fangelsi, skilorðsbundið til tveggja ára, í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir kynferðislega áreitni gagnvart barni í sturtuklefa sundlaugar í Reykjavík.

Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir
Reykjavíkurborg stefnir á að bjóða út framkvæmdir vegna endurbóta á sánuklefum í Vesturbæjarlaug og aðgengi fyrir hreyfihamlaða. Framkvæmdin felur í sér að gera endurbætur á núverandi sánuklefum og rýmum tengdum þeim. Einnig á að bæta aðgengi fyrir hreyfihamlaða með nýrri lyftu og skábraut. Niðurrif í Vesturbæjarlaug er þegar hafið.

Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum
Bandaríski sundmaðurinn Gary Hall Jr. átti flottan feril og safnaði að sér verðlaunum á Ólympíuleikunum. Hann missti þó þau öll á einu bretti.

Járnkona sundsins kveður
Þrefaldi Ólympíumeistarinn Katinka Hosszu frá Ungverjalandi hefur ákveðið að setja sundhettuna upp á hillu og hætta að keppa í sundíþróttinni.

Anton kveður sem sundmaður ársins og Snæfríður best fimmta árið í röð
Snæfríður Sól Jórunnardóttir og Anton Sveinn McKee eru sundfólk ársins 2024, en þetta tilkynnti Sundsamband Íslands í dag.

Íslandsmet hjá strákunum en Snæfríður missti af sæti í úrslitum
Fremsta sundkona landsins, Snæfríður Sól Jórunnardóttir, var nokkuð frá Íslandsmeti sínu í dag þegar hún lauk keppni á HM í 25 metra laug með sinni aðalgrein, 200 metra skriðsundi.

Settu Íslandsmet í nýrri grein á HM
Boðsundssveit Íslands endurtók leikinn frá því í gær og setti nýtt Íslandsmet í dag, á næstsíðasta degi heimsmeistaramótsins í sundi í 25 metra laug, sem fram fer í Búdapest. Það var þó í raun óhjákvæmilegt að setja met í dag.

Syntu samanlagt næstum því 24 hringi í kringum Ísland
Íþróttasamband Íslands hefur gert upp landsátakið Syndum sem lauk 30. nóvember síðastliðinn en fjallað er um það á heimasíðu sambandsins.

Sveit Íslands sló átta ára gamalt met
Nýtt Íslandsmet var sett í 4x50 metra skriðsundi í dag á heimsmeistaramótinu í 25 metra laug sem nú stendur yfir í Búdapest.

Sonja skaraði fram úr: „Mestu máli skiptir að hafa trú á sjálfum sér“
Sundfólkið Sonja Sigurðardóttir og Róbert Ísak Jónsson voru í dag útnefnd íþróttakona og íþróttamaður ársins hjá Íþróttasambandi fatlaðra. Sonja er ein af okkar reynslumestu sundkonum og hún er hvergi nærri hætt og segir mestu máli skipta að hafa trú á sjálfri sér.

Snæfríður sló nokkurra klukkutíma gamalt Íslandsmet sitt
Íslenska sundkonan Snæfríður Sól Jórunnardóttir bætti glænýtt Íslandsmet sitt í 100 metra skriðsundi í kvöld þegar hún synti í undanúrslitum á heimsmeistaramótinu í 25 metra laug í Búdapest í Ungverjalandi.

Sonja og Róbert íþróttafólk fatlaðra 2024
Sundfólkið Sonja Sigurðardóttir og Róbert Ísak Jónsson voru í dag útnefnd Íþróttafólk fatlaðra 2024.

Snæfríður hóf HM á Íslandsmeti
Ólympíufarinn Snæfríður Sól Jórunnardóttir synti sig af öryggi inn í undanúrslit í 100 metra skriðsundi á heimsmeistaramótinu í 25 metra laug, í Búdapest í morgun.

Guðmundur bætti tuttugu og fimm ára gamalt met Arnar
Sundkappinn Guðmundur Leó Rafnsson úr ÍRB gerði sér lítið fyrir og bætti 25 ára gamalt unglingamet Arnar Arnarssonar á fyrsta keppnisdegi HM í tuttugu og fimm metra laug í Búdapest í morgun.

Allt íþróttafólkið sem vill atkvæði á morgun
Fjöldi íþróttafólks er á framboðslistum fyrir alþingiskosningarnar sem fara fram á morgun. Í hópnum eru meðal annars Ólympíufarar, landsliðsfólk, ofurhlauparar og forkólfar íþróttasérsambanda.

SSÍ: Vantar sem fyrst innisundlaugar á Akranesi og Akureyri
Sundsamband Íslands hefur sent frá sér niðurstöður úr skýrslu um sundlaugarmannvirki á Íslandi. Margfaldur Ólympíufari stýrði vinnunni.

Ellefu Íslandsmet og ekki svona margir á HM síðan 2016
Alls féllu ellefu Íslands- og unglingameistarmótinu í sundi í 25 metra laug um helgina. Ásamt Íslandsmetunum ellefu litu níu unglingamet og eitt aldursflokkamet dagsins ljós.

Fiskikóngurinn kominn í gufuna
Kristján Berg, sem jafnan gegnir nafninu Fiskikóngurinn og hefur mokað út heitum pottum af öllum stærðum og gerðum, hefur nú fært sig yfir í gufubaðið.

Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember
Metin héldu áfram að falla í Ásvallalaug í Hafnarfirði á öðrum degi Íslands- og unglingameistaramótsins í 25 metra laug. Mikið af flottum sundum og góðar bætingar hjá sundfólkinu sem greinilega er í miklum ham um helgina.

Fimm Íslandsmet og jafn mörg HM lágmörk litu dagsins ljós í Hafnafirði
Íslands- og unglingameistaramótið í sundi hófst í morgun í Ásvallalaug í Hafnarfirði. Mótið hófst með látum þar sem fimm Íslandsmet, tvö unglingamet og fimm lágmörk fyrir komandi heimsmeistaramót litu dagsins ljós. HM25 fer fram í Búdapest þann 10. til 15 desember næstkomandi.

Anton Sveinn er hættur
Sundkappinn og fjórfaldi Ólympíufarinn Anton Sveinn McKee hefur ákveðið að láta gott heita og mun ekki keppa á fleiri mótum á sínum glæsta ferli.

Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum
Skortur á armböndum í Laugardalslaug veldur rekstrartruflunum. Nú er það í skoðun að selja sundlaugargestum armböndin. Forstöðumaður laugarinnar biðlar til fólks að skila þeim.

Fjórtán ára stúlka í langt bann fyrir að dópa
Fjórtán ára rússnesk sundstelpa hefur verið dæmd í langt bann eftir að hafa orðið uppvís að notkun anabólískra stera.

Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi
Sigurgeir Svanbergsson, sundkappi, syndir nú frá Reyðarfirði til Eskifjarðar til styrktar góðu málefni. Í eftirdragi verður eiginkonan hans á kayak.

„Það var ekkert eftir nema dauðinn sem kom á ógnarhraða“
Anton Sveinn McKee segir dauða föður síns hafa gjörbreytt lífi sínu og sýn sinni á tilveruna. Anton, sem er gestur í nýjasta þætti podcasts Sölva Tryggvasonar, segist hafa þurft að kafa djúpt til að finna aftur vonarneistann, en hann er sannfærður um að það sé undir okkur sjálfum komið að finna fegurðina í tilverunnni, sama hvað bjátar á.