

Bakgarðshlaup meistaranna stendur nú yfir í þýska smábænum Rettert, skammt utan við Frankfurt. Þau Mari Järsk og Þorleifur Þorleifsson, sem unnu bakgarsðhlaupið á Íslandi í október eru á meðal 35 keppenda í hlaupinu í Þýskalandi.
Sigmundur Stefánsson segir lækna hafa sagt sig kolruglaðan eftir að hann ákvað að hlaupa ítrekað maraþon í kjölfar hjartaáfalls og krabbameins.
Útivistar- og íþróttaverslun Hlaupár í Fákafeni sérhæfir sig í fatnaði og búnaði fyrir hlaupara, göngufólk og annað útivistarfólk.
„Ég skammaðist mín smá þegar ég kom í mark. Í gifsi og öll úti í blóði. Hvað er að þessari konu, að vera svona mikill hrakfallabálkur?“ segir Andrea Kolbeinsdóttir létt í bragði, eftir að hafa unnið The Puffin Run í Vestmannaeyjum um helgina þrátt fyrir að slasast þegar tveir kílómetrar voru eftir.
Björgunarfélag Vestmannaeyja var kallað út í dag til að hjálpa hlaupara sem virðist hafa dottið á hlaupum. Hlauparinn var að taka þátt í Puffin Run sem fram fór í Vestmannaeyjum í dag. Hlauparinn var fluttur til aðhlynningar.
Systkinin Nína Kristín, Áslaug Arna og Magnús Sigurbjörnsbörn hafa boðið öllum sem vilja að hlaupa, ganga eða rúlla með þeim fimm kílómetra í miðbæ Reykjavíkur á morgun, 1. maí. Hlaupið verður til styrktar Einstökum börnum og til heiðurs móður þeirra, sem átti afmæli 1. maí og lést fyrir ellefu árum.
Ofurhlaupakonan Mari Järsk stefnir á að hætta að reykja með aðstoð Tómasar Guðbjartssonar hjarta- og lungnaskurðlæknis en hún hefur reykt síðan á unglingsaldri.
Laugardagurinn tók nokkuð óvænta stefnu hjá íþróttakonunni fjölhæfu, Andreu Kolbeinsdóttur. Hún ætlaði að skella sér á hlaupaæfingu en endaði á því að verða Íslandsmeistari í skíðagöngu og slá 29 ára gamalt Íslandsmet í fimm þúsund metra hlaupi innanhúss.
Þrír vinir ætla að hjóla, skíða og róa 350 kílómetra í Grafarholtinu næstu 24 tímana. Einn þeirra segir þá félagana ekki ætla að hætta nema eitthvað klikki, þó sé þunn lína á milli þrjósku og heimsku. Hann óttast mest hvað gerist við gripin á höndunum. Hægt verður að fylgjast með þeim félögum í beinni útsendingu á Stöð 2 Vísi.
Berta Þórhalladóttir, Gréta Rut Bjarnadóttir og Hildur Grímsdóttir eru þrjár öflugar konur sem deila þeirri lífsreynslu að hafa misst barn. Nú í mars standa þær fyrir áskorun þar sem þær hvetja fólk til þess að hreyfa sig til styrktar samtökunum Gleym Mér Ei sem hafa reynst syrgjandi foreldrum dýrmæt á erfiðustu tímum lífsins.
Hæstiréttur hefur samþykkt beiðni um áfrýjunarleyfi í máli þar sem deilt er um hvort að hlaupaleið starfsmanns Reykjavíkurborgar hafi verið „eðlileg“ á leið hans heim úr vinnunni þegar hann ekið var á hann þar sem hann fór yfir Ánanaust í vesturbæ Reykjavíkur og slasaðist.
Sjötugur hlaupari á Selfossi fagnaði í dag afmælisdeginum með því að hlaupa fimmtíu kílómetra, einu og hálfu ári eftir opna hjartaaðgerð og krabbameinsmeðferð. Hann er vonsvikinn að hafa ekki náð sjötíu kílómetra markmiðinu en færð, veður og krampar settu strik í reikninginn. Við hittum afmælisbarnið á hlaupum.
Hlaupakonan Mari Järsk segir vinkonur sínar hafa miklar áhyggjur af því að nýlegt ástarævintýri hennar spilli hlaupaferli hennar.
Sæbraut verður lokuð frá kl. 11:00-13:30 vegna Gamlárshlaups ÍR.
Geðheilbrigðismál á Íslandi eru í ólestri samkvæmt hlauparanum og hnefaleikakappanum Davíð Rúnari Bjarnasyni, sem hefur beðið í tæp þrjú ár eftir viðtali hjá sálfræðingi. Hann hyggst hlaupa 200 kílómetra á rúmum sólarhring til að styrkja Píeta-samtökin.
Það reynir mikið á lungun að hlaupa heilt maraþonhlaup og góð byrjun í að undirbúa sig fyrir slík hlaup er að reykja ekki. Það er þó einn maður sem hlustar ekkert á svoleiðis ráð.
Í kvöld fer fram alþjóðlega góðgerðarhlaupið Run in the dark í Reykjavík. Myrkrahlaupið gæti viðburðurinn kallast á íslensku, sem er viðeigandi nú þegar svartasta skammdegið er að skella á hér á landi.
Hlaupakonan Andrea Kolbeinsdóttir náði frábærum árangri í 40 km hlaupi á heimsmeistaramótinu í utanvegahlaupi. Hún varð í 19.sæti og hljóp í mark með íslenska fánann á herðunum.
Mari Järsk er nafn sem flestir landsmenn kannast við en hún hefur svo sannarlega skarað fram úr í hinum ýmsu hlaupum og er ein öflugasta hlaupakona landsins. Hún elskar tilveruna, lifir í augnablikinu, er móttækileg fyrir margbreytileika lífsins og segir fólkið sitt það dýrmætasta sem hún á. Mari Järsk er viðmælandi vikunnar í Innblæstrinum.
Belgarnir Merijn Geerts og Ivo Steyaert eru enn að hlaupa í heimsmeistarakeppni landsliða í bakgarðshlaupum og hafa nú klárað hundrað hringi.
Mari Järsk varð í þrettánda sæti í kvennaflokki á heimsmeistaramóti landsliða í bakgarðshlaupum en síðasta konan til að hætta keppni gerði það eftir 55 hringi.
Þorleifur Þorleifsson, Íslandsmeistari í bakgarðshlaupum, hefði viljað hlaupa í tvo sólarhringa á Íslandsmótinu sem fór fram um helgina og kláraðist um miðnætti aðfaranótt mánudagsins.
„Mér líður bara fínt, ótrúlegt en satt. Mér líður bara mjög vel miðað við aldur og fyrri störf,“ sagði ofurhlaupakonan Mari Järsk þegar hún ræddi við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Mari Järsk var ein af fimmtán íslenskum keppendum sem tóku þátt í heimsmeistaramóti landsliða í bakgarðshlaupum. Endaði hún í öðru sæti, rétt á eftir Þorleifi Þorleifssyni en þau hlaupi bæði nærri 250 kílómetra.
„Maður var alveg að bugast [eftir að hafa hlaupið í þrettán klukkutíma í myrkri] en maður veit að sólin kemur upp,“ sagði Þorleifur Þorleifsson, nýkrýndur Íslandsmeistari í bakgarðshlaupi.
Ofurhlaupakonan Mari Järsk varð að sætta sig við við annað sæti í bakgarðshlaupi í Elliðaárdal um helgina. Í boði var að vinna sér þátttökurétt á heimsmeistaramóti einstaklinga í bakgarðshlaupum í Tennessee í Bandaríkjunum í október á næsta ári.
Þorleifur Þorleifsson stóð uppi sem sigurvegari í bakgarðshlaupi í Elliðaárdal. Hann hafði betur í baráttu við Marí Järsk í lokahluta keppninnar.
Það eru tíu keppendur eftir í íslenska landsliðinu sem keppir í bakgarðshlaupinu í Elliðaárdal en fimm keppendur heltust úr lestinni eftir nóttina og nú í morgunsárið.
Diana Kipyokei frá Kenía kom sá og sigraði í Boston maraþoninu á síðasta ári. Hún hefur nú verið dæmd í keppnisbann eftir að falla á lyfjaprófi. Sömu sögu er að segja af Betty Wilson Lempus, einnig frá Kenía.
Fimmtán ofurhlauparar hlaupa fyrir Íslands hönd í bakgarðshlaupi í Elliðaárdal. Undir er heimsmeistaratitill en hlaupið er á sama tíma í þrjátíu og sjö löndum. Tæplega sjö kílómetra hringur er farinn aftur og aftur þar til aðeins einn hlaupari stendur eftir.
Heimsmeistaramót landsliða í bakgarðshlaupum hefst í hádeginu á morgun. Mari Järsk, ein fremsta hlaupakona landsins, hyggst hlaupa í rúma tvo sólarhringa. Svava Kristín Gretarsdottir hitti á hana í dag.