

New York Times hefur eftir heimildarmönnum að Lara Trump, tengdadóttir Donald Trump, sé að velta því fyrir sér að bjóða sig fram til öldungadeildarinnar í Norður-Karólínu.
Tveir öldungadeildarþingmenn úr Repúblikanaflokki Donalds Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseta, gagnrýna harðlega „ólýðræðislegar“ tilraunir hans til þess að snúa við úrslitum forsetakosninganna sem hann tapaði.
Joe Biden, verðandi forseti Bandaríkjanna, fór með sigur af hólmi í Georgíu í forsetakosningunum sem fram fóru fyrr í mánuðinum. Þetta var staðfest eftir að endurtalningu atkvæða lauk í nótt.
Joe Biden, verðandi forseti Bandaríkjanna, fór með sigur af hólmi í Georgíu í forsetakosningunum sem fram fóru fyrr í mánuðinum.
Rudy Giuliani, einkalögmaður Donald Trumps, forseta Bandaríkjanna, og aðrir lögmenn framboðs Trumps, vörpuðu á blaðamannafundi í kvöld fram ýmsum samsæriskenningum varðandi forsetakosningarnar í Bandaríkjunum.
Kjörnir fulltrúar sem annast kosningar og starfsmenn kjörstjórna í nokkrum ríkjum í Bandaríkjunum hafa fengið hótanir um ofbeldi á meðan Donald Trump, fráfarandi forseti, og margir repúblikanar halda uppi órökstuddum ásökunum um stórfelld kosningasvik.
Bandaríska dómsmálaráðuneytið hefur fellt niður ákærur á hendur fyrrverandi varnarmálaráðherra Mexíkó um stórfellt fíkniefnasmygl og peningaþvætti og ætlar að framselja hann til heimalandsins. Framsalið er með skilyrði um að mexíkósk yfirvöld rannsaki hann og sæki til saka eftir atvikum.
Repúblikanar og demókratar í fjölmennustu sýslu Michigan-ríkis náðu samkomulagi um að staðfesta úrslit forsetakosninganna þar nánast í sömu andrá og Donald Trump, fráfarandi forseti, fagnaði því að úrslitin yrðu ekki staðfest.
Fyrir rétt rúmlega hálfum mánuði fóru fram sögulegar forsetakosningar í Bandaríkjunum. Forsetaefni Demókrataflokksins, Joe Biden, bar sigur úr býtum gegn sitjandi forseta Bandaríkjanna, Donald Trump.
Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur nú rekið Chris Krebs, manninn sem fór fyrir CISA, sem er undirstofnun innan heimavarnaráðuneytis Bandaríkjanna og fylgist með því að kosningar fari fram með réttum hætti.
Forstjórar Facebook og Twitter höfðu í vök að verjast á fundi dómsmálanefndar öldungadeildar Bandaríkjaþings í dag.
Rudolph W. Giuliani, sem hefur leitt tilraunir Donald Trump Bandaríkjaforseta til að fá úrslitum forsetakosninganna snúið, fór fram á að fá greitt fyrir sem samsvarar 2,7 milljónum króna á dag.
Tveimur vísindamönnum sem hafna vísindalegum skilningi á loftslagsbreytingum hefur verið falið að stýra umfangsmestu loftslagsskýrslu bandarísku alríkisstjórnarinnar á lokamánuðum ríkisstjórnar Donalds Trump forseta.
Brad Raffensperger, innanríkisráðherra Georgíu í Bandaríkjunum, segir að aðrir Repúblikanar hafi beitt hann miklum þrýstingi að undanförnu. Markmiðið sé að láta hann finna leiðir til að útiloka lögleg atkvæði frá talningu með því markmiði að snúa við naumu tapi Donald Trumps, forseta, í ríkinu.
Dómsmál sem framboð Donalds Trump Bandaríkjaforseta rekur vegna kosningaúrslitanna í Pennsylvaníu getur ekki hugsanlega hnikað úrslitunum til eftir að framboðið lét stærstan hluta ásakana sinna um meint kosningasvik niður falla.
Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur farið mikinn á Twitter undanfarna daga í kjölfar kosninganna vestanhafs.
Þúsundir stuðningsmanna Donald Trump Bandaríkjaforseta söfnuðust saman í höfuðborginni Washington í gær til þess að lýsa yfir stuðningi við hann.
„[Forsetinn] var svo hræðilegur og ól á svo mikilli sundrung varðandi New York; sagði að borgin væri „martröð“ og að hún væri „tóm“ og búin að vera. Engin hérna mun gleyma því. Að snúa aftur eftir allt sem hann hefur sagt, það á ekki eftir að ganga.“
Donald Trump Bandaríkjaforseti yfirgaf Hvíta húsið í morgun við lófatak, fagnaðaróp og flaut en hundruð stuðningsmanna hans söfnuðust saman í Washington í dag til að mótmæla meintum „stuldi“ á forsetakosningunum.
Samstöðufundir hægriöfgahópa og annarra stuðningsmanna Donalds Trump Bandaríkjaforseta með ásökunum hans um víðtæk kosningasvik eru áformaðir í Washington-borg á laugardag.
Langsóttar tilraunir Donalds Trump Bandaríkjaforseta og framboðs hans til þess að tefja endaleg úrslit forsetakosninganna urðu fyrir röð áfalla í dag.
Repúblikanar hafa ítrekað kallað eftir því að Donald Trump, forseti, hjálpi þeim í kosningabaráttunni fyrir aukakosningarnar til öldungadeildarinnar í Georgíu. Hann hefur þó hvorki tjáð sig um kosningarnar né stefnir hann á að fara til Georgíu og taka þátt í baráttunni.
Joe Biden var í nótt lýstur sigurvegari í Arizona sem skilar honum ellefu kjörmönnum og hefur hann nú náð 290 kjörmönnum en 270 þarf til að tryggja sér embættið.
Opinber eftirlitsnefnd með kosningum í Bandaríkjunum segir að forsetakosningarnar sem fram fóru þar á dögunum hafi verið „þær öruggustu í sögu Bandaríkjanna“.
Þegar nýr Bandaríkjaforseti sver embættiseið þann 20. janúar næstkomandi mun bandaríska þjóðin sömuleiðis eignast nýja forsetafrú – Jill Biden. Þar fer kona sem brennur fyrir kennslu, hagsmunum fjölskyldna hermanna og baráttu gegn brjóstakrabbameini.
Enn eitt metið yfir fjölda nýrra kórónuveirusmita var slegið í Bandaríkjunum í dag. Á sama tíma er Donald Trump forseti sagður hafa hætt afskiptum af viðbrögðum ríkisstjórnarinnar við faraldrinum og hann velti sér þess í stað upp úr ósigri sínum í forsetakosningunum í síðustu viku.
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur sagt vinum sínum að hann langi að stofna eigin fréttastofu og gera út netmiðil með því markmiði að ná höggi á Fox News og grafa undan miðlinum.
Framboð Donald Trumps hefur á undanförnum dögum sent fjölda skilaboða til stuðningsmanna forsetans, þar sem þeir eru hvattir til að styðja framboðið fjárhagslega í lagabaráttu þess vegna forsetakosninganna í síðustu viku. Svo virðist sem lítið sem ekkert af því fé sem fólk leggur til framboðsins fari raunverulega í lögfræðikostnað.
Innanríkisráðherra Georgíu í Bandaríkjunum tilkynnti nú fyrir skömmu að öll atkvæði í forsetakosningunum í síðustu viku yrðu talin aftur. Það yrði gert án talningavéla.
New York Times hringdi á mánudag og þriðjudag í kosningayfirvöld í hverju einasta ríki Bandaríkjanna til að grennslast fyrir um möguleg kosningasvik. Svörin voru alls staðar á þá leið að ekkert hefði komið upp á sem hefði áhrif á niðurstöður forsetakosninganna.