
Lífið

Bátaskýlinu fylgir risastórt einbýlishús
„Hef fengið í einkasölu 28 fermetra steypt bátaskýli sem stendur á einstaklega vel staðsettri sjávarlóð,“ skrifar hnyttni fasteignasalinn Vilhjálmur Bjarnason í fasteignaauglýsingu á fasteignavef Vísis þar sem hann tekur fram að með bátaskýlinu fylgi 356,2 fermetra einbýlishús á tveimur hæðum.

Þurfi að stappa stálinu í unga karla en ekki tala þá niður
Bergsveinn Ólafsson segist hafa verið óttasleginn og einmana fyrst þegar hann flutti til Bandaríkjanna. Beggi Ólafs segir í podcasti Sölva Tryggvasonar, að hann hafi komið sér vel fyrir á Íslandi, með háar tekjur í stjórnendaþjálfun, fyrirlestrum og hlaðvarpsgerð. Hann ákvað upphaflega að halda sér innan þægindarammans, en fljótlega var eitthvað innra með honum sem fann að hann yrði að láta vaða.

Helga og Arnar gáfu syninum nafn
Arnar Þór Ólafsson, fjármálaverkfræðingur og þáttastjórnandi, og Helga Kristín Ingólfsdóttir, mannauðsráðgjafi og hlaðvarpstjórnandi, gáfu syni sínum nafn við fallega athöfn í Dómkirkjunni í Reykjavík um helgina. Drengurinn fékk nafnið Ingólfur, í höfuðið á móðurafa sínum.

Ætlar í stríð við Kim leyfi hún North ekki að rappa á lagi með Diddy
Kanye West gaf út lag með dóttur sinni North og Sean „Diddy“ Combs um helgina en rapp North á laginu virðist vera í óþökk Kim Kardashian, fyrrverandi eiginkonu West. Búið er að eyða laginu en fyrir útgáfuna sagðist West ætla í stríð við Kim ef hún kæmi í veg fyrir útgáfuna.

Stjörnulífið: Árshátíðir, stórafmæli og Peaky Blinders
Liðin vika var umvafin veisluhöldum, sólríkum ferðalögum og öðrum herlegheitum hjá stjörnum landsins. Tónlistarmaðurinn Aron Can hljóp maraþon í Los Angeles á meðan Valdimar Guðmundsson naut sólarinnar á Tenerife. Aðrir klæddu sig í sitt fínasta og slettu úr klaufunum á árshátíðum stórfyrirtækja og við hátíðlega athöfn Íslensku tónlistarverðlaunanna.

Tom Cruise og Ana de Armas á ferð og flugi
Leikarararnir Tom Cruise og Ana de Armas skelltu sér í þyrluferð saman yfir London borg í gær. Erlendir slúðurmiðla hafa birt myndir af þeim saman á flugvellinum þar sem þau virðast vera í stuði. Þrálátur orðrómur er um að rómantík sé í loftinu.

„Aldrei liðið eins og týpískri girly-girl“
Ég tel mig vera góða fyrirmynd. Ég er jákvæð, dugleg og legg mig alla fram í öllu sem ég tek mér fyrir hendur. Ég ber mikla umhyggju fyrir öðrum og hef alltaf langað að láta gott af mér leiða en ekki haft tækifæri, tengingarnar eða aðstöðu til þess, segir Halldóra Hlíf Þorvaldsdóttir, aðspurð hvers vegna hún sækist eftir því að verða næsta Ungfrú Ísland.

Belgísk verðlaunaleikkona látin
Belgíska leikkonan Émilie Dequenne er látin, 43 ára að aldri. Umboðsmaður Dequenne segir hana hafa andast á sjúkrahúsi í úthverfi frönsku höfuðborgarinnar París í gærkvöldi.

Leitar enn að fallegasta stað í heimi
„Dansinn hefur alltaf átt hug minn og síðustu sex ár hefur hann spilað stærra hlutverk í mínu lífi. Ég fór að vinna töluvert meira í greininni, bæði með því að koma fram sjálf en einnig sem danshöfundur,“ segir listakonan og flugfreyjan Aníta Rós Þorsteinsdóttir sem stofnaði nýverið viðburðarfyrirtækið Uppklapp.

Fanney og Teitur eiga von á barni
Fanney Ingvarsdóttir, stafrænn markarðssérfræðingur hjá Bioeffect, og Teitur Páll Reynisson, viðskiptastjóri hjá Landsbankanum, eiga von á sínu þriðja barni.

Kvikmyndaverðlaunin veitt án kynjaaðgreiningar
Bodilprisen, dönsku kvikmyndaverðlaunin, voru veitt við hátíðlega athöfn í gær en í fyrsta sinn án sérflokka fyrir karl- og kvenleikara. Verðlaun voru veitt fyrir besta leik í aðalhlutverki og besta leik í aukahlutverki án kynjaaðgreiningar.

„Þessir menn eiga mikið pláss í hjarta manns“
„Þetta var dálítið hrikalegt, það verður segjast alveg eins og er,“ segir Óskar Pétur Friðriksson, einn úr áhöfninni á Sæbjörgu VE 56 frá Vestmannaeyjum sem árið 1984 varð vélarvana í haugasjó skammt frá Höfn í Hornafirði. Óskar og hinir úr áhöfninni komust í stórkostlega lífshættu þegar bátinn rak hratt að briminu og stórgrýtinu við klettana við Stokksnes en þennan dag unnu björgunarsveitarmenn mikið afrek.

Krakkatían: Harry Potter, orkudrykkir og reikniaðgerðir
Hversu vel fylgdist þú með fréttum í vikunni sem líður? Spreyttu þig á Krakkatíunni!

Breytti tuðinu í grín sem hefur slegið í gegn
Árni Árnason mannauðsstjóri hjá Elju hefur slegið í gegn á Facebook með allskyns ádeilugrínmyndböndum þar sem hann hefur hinar ýmsu stofnanir og stjórnmálamenn að háði og spotti. Þar má nefna Isavia og skipulagssvið Reykjavíkurborgar svo fátt eitt sé nefnt. Vinsældirnar eru orðnar svo miklar að búið er að bóka Árna í uppistand.

Sinfónía í sundi slegin af borðinu vegna kjötsúpu
Sveitarstjórn Rangárþings eystra þakkar Sinfóníuhljómsveit Íslands fyrir frumkvæði að viðburðinum „Sinfó í sundi“. Hins vegar fer fram kjötsúpurölt í sveitarfélaginu á sama tíma og sér sveitarstjórnin sér því ekki fært að taka þátt.

Björn heill heilsu eftir heilaskurðagerð
Evrópski brúnbjörninn Boki, sem gekkst undir heilaskurðaðgerð nýlega, er vaknaður úr dvala heill heilsu. Boki hafði glímt við regluleg flog og sjóntruflanir vegna uppsafnaðs vökva, sem setti þrýsting á heilann.

Fyrsti Íslandsmeistarinn í fjórtán ár
Íslandsmeistaramótið í Ólsen ólsen fór fram í fyrsta sinn í fjórtán ár í dag. 32 keppendur voru skráðir til leiks og stóðu sig misvel að sögn mótshaldara. Það sé ekki nóg að vera heppinn.

Ari Eldjárn er bæjarlistamaður Seltjarnarnes
Ari Eldjárn var útnefndur bæjarlistamaður Seltjarnarness 2025 við hátíðlega athöfn á bókasafni Seltjarnarness í gær.

Vill opna á umræðuna um átröskun
„Á þessum tíma horfði ég í spegil og sá feita manneskju en í dag, þegar ég horfi á myndir af mér frá þessum tíma þá fæ ég hreinlega illt í magann,“segir Hekla Sif Magnúsdóttir en hún byrjaði að þróa með sér átröskun þegar hún var 19 ára gömul afrekskona í frjálsum íþróttum. Óheilbrigt samband hafði seinna meir þau áhrif að einkennin versnuðu hratt. Í dag er Hekla á góðum batavegi og hefur nýtt samfélagsmiðla til að miðla reynslu sinni og þekkingu, sjálfri sér og öðrum til góðs.

Fréttatía vikunnar: Forsetaheimsókn, bílatjón og landsliðið
Hversu vel fylgdist þú með fréttum í vikunni sem líður? Spreyttu þig á Fréttatíunni til þess að komast að því. Sem fyrr er aðeins montréttur að launum fyrir góða frammistöðu.

Fögnuðu Hennar Rödd á alþjóðlegum baráttudegi kvenna
Hennar Rödd: Sögur kvenna af erlendum uppruna á Íslandi var gefin út síðasta laugardag, á alþjóðlegum baráttudegi kvenna. Blásið var til útgáfuteitis í Hörpu þar sem höfundar bókarinnar ávörpuðu salinn og lesið var upp úr bókinni.

Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman
Auðbjörg Ólafsdóttir og Sóley Kristjánsdóttir eru miðaldra konur sem þekktust ekkert en áttu sama drauminn. Draumurinn var að stíga á svið sem uppistandari. Þær létu hann báðar rætast á afmælinu sínu og eftir að hafa kynnst í gegnum sameiginlegar vinkonur ætla þær að slá aftur til í Tjarnarbíói um helgina.

Bað Youtube um að fjarlægja myndbandið
Friðrik Dór segir að eitt sitt vandræðalegasta augnablik hafi verið þegar hann tók lag sitt „Fyrir hana“ á sínum fyrstu Hlustendaverðlaunum. Flutningurinn var svo arfaslakur að Frikki endaði á að biðja Youtube um að fjarlæga myndband af flutningnum.

Hittast á laun
Tiger Woods og Vanessa Trump eru par en hafa verið að hittast á laun. Þau eru nýbyrjuð að stinga saman nefjum og taka hlutunum af hinni stökustu ró þó það styttist í að alvaran hefjist.

„Loksins kominn til okkar“
Hlaupagarpurinn Arnar Pétursson og förðunarfræðingurinn Sara Björk Þorsteinsdóttir tóku á dögunum á móti sínu öðru barni í heiminn. Um er að ræða dreng.

„Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“
Ferskur alvöru snjór sem kemur úr loftinu og snjór á veggjum í einu spaherbergi Hótel Keflavíkur svokölluðu snjóherbergi er eitt af því sem nú er hægt að upplifa í glænýrri heilsulind hótelsins.

Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu
Kalli Bjarni hefur verið edrú í eitt ár og segist vera búinn að breyta lífi sínu til hins betra. Hann gefur nú loksins út tónlist sem hann semur sjálfur, segist hafa samið mikið undanfarin ár en aldrei viljað gefa lögin út fyrr en hann yrði á nægilega góðum stað til þess að fylgja þeim eftir.

Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna
Hann gæti selt hjólin fyrir tugmilljónir króna en hefur engan áhuga á því.

Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí
„Ég og mín kynslóð eyðum of miklum tíma á samfélagsmiðlum í staðinn fyrir að horfa og pæla í hlutunum í kringum okkur. Því miður er ekkert mikið hægt að gera í þessu vandamáli nema að hvetja mína kynslóð að finna sér eitthvað áhugamál,“ segir hin átján ára Lilja Rós Friðbergsdóttir, aðspurð um stærsta vandamálið sem hennar kynslóð stendur frammi fyrir.

Fögnuðu sigrum sínum langt fram á nótt
Verðlaunahátíð Lúðursins var haldin með pompi og prakt síðastliðið föstudagskvöld í Háskólabíó þar sem auglýsingastofur landsins komu saman til að fagna vinnu og uppskeru auglýsingaherferða á liðnu ári.