Enski boltinn

Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn
„Ég var heppinn, að mínu mati, en sigurinn var mjög mikilvægur,“ sagði miðvörðurinn Lisandro Martínez, hetja Manchester United er liðið vann 1-0 útisigur á Fulham í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta.

Martínez hetja Rauðu djöflanna
Manchester United vann 1-0 útisigur á Fulham í síðasta leik helgarinnar í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu. Var þetta fyrsta sinn sem Rauðu djöflarnir halda marki sínu hreinu síðan gegn Everton þann 1. desember í fyrra.

Dagný kom inn af bekknum í mikilvægum sigri
Dagný Brynjarsdóttir kom inn af bekk West Ham United þegar liðið vann mikilvægan 2-0 sigur á Everton í efstu deild kvenna í knattspyrnu á Englandi. Þá vann topplið Chelsea 1-0 sigur á nágrönnum sínum í Arsenal og jók þar með forystu sína á toppnum.

Eftir sjö töp í röð tókst Leicester að vinna Tottenham
Eftir sjö tapleiki í röð í ensku úrvalsdeildinni vann Leicester 2-1 á útivelli gegn Tottenham. Brentford sótti 2-1 sigur á sama tíma gegn Crystal Palace á Selhurst Park.

„Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“
Pep Guardiola segir að flestir leikmenn sínir hjá Manchester City hafi verið hjá félaginu í fleiri ár og það þurfi meira en slæman tveggja mánaða kafla til að breyta skoðun Spánverjans á þeim. Manchester City vann Chelsea 3-1 í ensku úrvalsdeildinni.

Bournemouth fór illa með Forest
Bournemouth gerði sér lítið fyrir og vann Nottingham Forest 5-0 í ensku úrvalsdeild karla. Gestirnir eru í baráttu um Meistaradeildarsæti. Þá vann Everton 1-0 útisigur á Brighton & Hove Albion á meðan Newcastle United lagði botnlið Southampton á útivelli.

Varamaðurinn Calafiori óvænt hetja Arsenal
Skytturnar hans Mikel Arteta unnu gríðarlega mikilvægan útisigur á Úlfunum í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu.

Stefán Teitur með sitt fyrsta mark og Jón Daði hættir ekki að skora
Stefán Teitur Þórðarson skoraði sitt fyrsta mark á Englandi þegar Preston North End vann mikilvægan 2-1 sigur á Middlesbrough í ensku B-deildinni. Þá skoraði Jón Daði Böðvarsson annan leikinn í röð fyrir Burton Albion í ensku C-deildinni.

Komu til baka eftir skelfilega byrjun
Englandsmeistarar Manchester City komu til baka eftir martraðarbyrjun og unnu 3-1 sigur þegar Chelsea heimsótti Etihad-leikvanginn í síðasta leik dagsins í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu.

Gakpo með tvö og Liverpool í toppmálum
Hollendingurinn Cody Gakpo er kominn með átta mörk í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta, og þar af sjö á síðustu tveimur mánuðum, eftir að hafa skorað tvennu í 4-1 sigri gegn nýliðum Ipswich á Anfield í dag.

Í beinni: Wolves - Arsenal | Skytturnar mega ekki við því að misstíga sig
Hér fer fram bein textalýsing frá leik Wolves og Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Leikið verður á Molineux, heimavelli Úlfanna og hefst leikurinn klukkan þrjú. Arsenal er í 2.sæti deildarinnar með sex stig og má ekki við að misstíga sig í toppbaráttunni gegn Liverpool. Wolves er í fallbaráttu í 17.sæti en með sama stigafjölda og Ipswich Town sem er í fallsæti.

„Okkar fljótasti og harðasti maður ákvað að fara“
Pep Guardiola, stjóri Manchester City, virðist alls ekki ánægður með þá niðurstöðu að enski landsliðsmaðurinn Kyle Walker sé farinn að láni til AC Milan á Ítalíu út leiktíðina.

Joey Barton sparkaði í höfuð eiginkonu sinnar
Fótboltamaðurinn fyrrverandi, Joey Barton, ýtti eiginkonu sinni og sparkaði svo í höfuð hennar á heimili þeirra fyrir þremur árum.

Sjáðu skrýtna sjálfsmarkið og sigurmark Fernandes
Bruno Fernandes tryggði Manchester United 2-1 sigur gegn Rangers í Evrópudeildinni í fótbolta í gærkvöld, í blálokin. Mörkin úr leiknum má nú sjá á Vísi.

Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu
Réttarhöld eru hafin gegn konu sem réðst á enska úrvalsdeildarleikmanninn Yoane Wissa og reyndi að ræna dóttur hans.

Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim
Það hefur mikið gengið á hjá Manchester United. Nú hafa forráðamenn liðsins staðfest að eyðsla liðsins undanfarin tímabil hafi farið úr öllu valdi og félagið þurfi því að gera ýmsar ráðstafanir til að lenda ekki í svörtu bókinni þegar kemur að fjárhagsregluverki ensku úrvalsdeildarinnar. Endi liðið í svörtu bókinni gætu stig verið dregin af því.

Haaland fær tíu milljarða hjálp
Englandsmeistarar Manchester City kynntu í morgun Egyptann Omar Marmoush til leiks en hann kom til félagsins frá Frankfurt fyrir 70 milljónir evra, jafnvirði rúmlega 10 milljarða króna.

Sér eftir því sem hann sagði
Ruben Amorim, þjálfari Mancheser United, sagði eftir síðasta leik að núverandi lið Manchester United væri mögulega það versta í sögu félagsins en nú sér Portúgalinn eftir orðum sínum.

Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu
Tengsl eins besta leikmanns ensku úrvalsdeildarinnar til eyríkis í Karíbahafi hefur vakið forvitni margra.

Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans
Sautján ára gamall táningur hefur verið handtekinn vegna þeirra viðbjóðslegu ummæla sem látin voru falla í garð Kai Havertz og eiginkonu hans eftir að leikmaðurinn brenndi af vítaspyrnu í tapi Arsenal gegn Manchester United í ensku bikarkeppninni í fótbolta.

Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd
Ruben Amorim, yfirþjálfari Manchester United, fékk alveg nóg eftir tap liðsins á móti Brighton í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Það gekk mikið á hjá honum í búningsklefanum eftir leikinn.

Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar
Englandsmeistarar Chelsea eru við það að festa kaup á Naomi Girma fyrir meira en eina milljón Bandaríkjadala. Myndi það gera hana að dýrustu knattspyrnukonu sögunnar.

Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu
Jón Daði Böðvarsson skoraði sitt fyrsta mark fyrir Burton Albion í ensku C-deildinni þegar liðið lagði Wigan Athletic í kvöld. Var þetta fyrsti sigurleikur Burton síðan þann 4. desember.

Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester?
Jack Grealish, vængmaður Englandsmeistara Manchester City, er gríðarlega eftirsóttur ef marka má heimildir enska götublaðsins The Sun.

Meistarar City halda áfram að bæta við sig
Englandsmeistarar Manchester City halda áfram að bæta við leikmannahóp sinn og hafa nú fest kaup á varnarmanninum unga Vitor Reis fyrir 29,6 milljónir punda.

„Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“
Arne Slot, knattspyrnustjóri Liverpool, segir að nú sé ekki rétti tímimm til að halda því fram að liðið hans sé það besta í heimi. Því hélt stjóri síðustu mótherja Liverpool fram eftir leik Bentford og Liverpool um helgina.

Spilar ekki á meðan glugginn er opinn
Miðjumaður Úlfanna fær ekki ekki spila aftur með liði sínu í ensku úrvalsdeildinni fyrr en leikmannaglugginn lokar. Þetta segir knattspyrnustjórinn hans Vitor Pereira.

Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice
Frakkinn Emmanuel Petit gerði stór mistök í beinni sjónvarpsútsendingu í gærkvöldi þegar hann hélt því ranglega fram að önnur Arsenal goðsögn væri dáin.

„Ég myndi deyja fyrir Liverpool“
Ibrahima Konaté, varnarmaður Liverpool, er að spila í gegnum sársauka þessa dagana en franski miðvörðurinn segist vera meira en tilbúinn að fórna sér fyrir félagið sitt.

Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov
Hinn tvítugi Abdukodir Khusanov er genginn í raðir Englandsmeistara Manchester City. Hann kemur frá Lens í Frakklandi.