Körfubolti

„Ég viðurkenni að það var algjör þvæla hjá þér“
Leifur Steinn Árnason og Mate Dalmay verða seint sakaðir um að vera sammála um margt. Það kom enn og aftur í ljós í Lögmáli leiksins sem verður á dagskrá Stöðvar 2 Sports 2 í kvöld.

Ena Viso til Grindavíkur
Kvennalið Grindavíkur hefur fengið mikinn liðstyrk en hin danska Ena Viso hefur samið við liðið og klárar tímabilið í Smáranum.

KFG sektað um 30 þúsund vegna kynþáttaníðs
Um miðjan janúar var kæra send inn á borð Körfuknattleikssambands Íslands eftir að dómari í leik KFG og Breiðabliks, í leik í 1. deild karla í Garðabæ, var beittur kynþáttaníði. KFG hefur nú verið sektað um 30 þúsund krónur vegna athæfisins.

Grindavík fær félaga Kane sem spilaði í NBA
Fyrrverandi NBA-leikmönnum heldur áfram að fjölga í Bónus-deild karla í körfubolta og nú hafa Grindvíkingar fengið hinn 38 ára gamla Jeremy Pargo í sínar raðir.

„Hann sem klárar dæmið“
„Maður sá hann lítið til að byrja með í leiknum, þannig en það kemur með honum ákveðin ró. En undir lok leiksins er það hann sem klárar dæmið.“

Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild
„Þá kom Brittanny og tók yfir, hún skoraði eiginlega bara að vild,“ sagði Ólöf Helga Pálsdóttir, sérfræðingur Körfuboltakvölds, um ótrúlega frammistöðu Brittanny Dinkins í sigri Njarðvíkur á Stjörnunni í Bónus deild kvenna á dögunum.

Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ
Guðbjörg Norðfjörð mun ekki gefa áfram kost á sér formaður Körfuknattleikssambands Íslands. Þessu greindi hún frá á Facebook-síðu sinni í kvöld, laugardag.

Elvar Már og Tryggvi Snær með fína frammistöðu í tapleikjum
Landsliðsmennirnir Elvar Már Friðriksson og Tryggvi Snær Hlinason áttu báðir fína leiki þegar lið þeirra máttu þola töp.

Ótrúlegar Þórskonur: „Þær eru stórhættulegar“
Þórskonur virðast hreinlega óstöðvandi í Bónus-deildinni í körfubolta og þar hjálpar til mögnuð þriggja stiga hittni þeirra Amandine Toi og Esther Fokke, eins og fjallað var um í Körfuboltakvöldi kvenna á Stöð 2 Sport.

KR verði að bregðast við: „Hann lifir ekki af úrslitakeppni“
Nimrod Hilliard er Bandaríkjamaðurinn í liði KR í Bónus-deildinni í körfubolta. Hann hefur glímt talsvert við meiðsli en hefur KR efni á því að vera að pæla í hvort að Nimrod verði heill út tímabilið?

Jón Axel og félagar spila til úrslita
Jón Axel Guðmundsson og félagar í San Pablo Burgos munu spila úrslitaleik á morgun í bikarkeppni neðri deilda Spánar. Það varð ljóst eftir 101-79 útisigur í undanúrslitum gegn Odilo Cartagena í kvöld.

Uppgjörið: Keflavík - Valur 70-81 | Valur vann er meistararnir mættust
Bikarmeistarar Keflavíkur töpuðu með ellefu stigum gegn Íslandsmeisturum Vals í fimmtándu umferð Bónus deildar karla í körfubolta. Bæði lið hafa verið í örlitlu brasi það sem af er móts og vonast til þess að rétta úr kútnum fyrir úrslitakeppnina. Eftir mikinn baráttuleik voru það Valur sem höfðu á endanum betur 70-81 og tóku sinn fjórða sigur í síðustu fimm leikjum.

Uppgjörið og viðtöl: Þór Þ. - ÍR 94-95 | Dramatískur sigur hjá gestunum
ÍR jafnaði Þór Þorlákshöfn að stigum með dramatískum eins stigs sigri sínum í leik liðanna í 15. umferð Bónus deildar karla í körfubolta í Icelandic Glacial-höllinni í Þorlákshöfn í kvöld. Lokatölur í Þorlákshöfn urðu 94-95 en það var Zarko Jukic sem tryggði ÍR-ingum sætan sigur með því að blaka boltanum ofan í rétt rúmri sekúndu fyrir leikslok.

Borðuðu aldrei kvöldmat saman
Þeir verða líklega alltaf nefndir til sögunnar í umræðunni um öflugustu liðsfélaga sögunnar en samband Michael Jordan og Scottie Pippen var mjög sérstakt.

Bræður slógu sitthvort metið í sama leiknum
Bræðurnir Dylan og Nick Khatchikian voru bókstaflega allt í öllu þegar skólalið þeirra vann stórsigur. Annar var reyndar með 0 stig og hinn 0 stoðsendingar en þeir vógu það heldur betur upp á öðrum stöðum á tölfræðiblaðinu

Njarðvík fær Svía frá Egyptalandi en Viso kveður
Njarðvík hefur gert breytingar á kvennaliði sínu í körfubolta. Ena Viso er farin frá félaginu en í hennar stað kemur hin sænska Paulina Hersler.

Jókerinn með körfu yfir næstum því allan völlinn
Nikola Jokic átti enn einn stórleikinn með Denver Nuggets í NBA deildinni í körfubolta í nótt.

„Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“
Kjartan Atli Kjartansson, þjálfari Álftanes, var ánægður með 111-100 sigur og frammistöðu sinna manna í skemmtilegum leik gegn KR. Þó sé ekki tímabært að tala um að Álftanes sé að slíta sig laust frá fallbaráttu. Hvort breytinga sé von eins og á síðasta ári veit guð einn.

„Erum í þessu til þess að vinna“
Njarðvík tók á móti Hetti í IceMar-höllinni í kvöld þegar Bónus deild karla hélt áfram göngu sinni. Njarðvíkingar voru fyrir leikinn í kvöld búnir að vinna þrjá leiki í röð í deild og bættist sá fjórði við í kvöld þegar þeir sigruðu Hött 110-101.

Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi
Álftanes vann KR 111-100 í viðureign liðanna í Kaldalónshöllinni í fimmtándu umferð Bónus deildar karla. Álftanes hafði ekki unnið heimaleik í rúma tvo mánuði og tapað sex af síðustu sjö leikjum fyrir þennan. Tveimur stigum munar nú milli liðanna, KR ofar með fjórtán stig.

Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum
Tindastóll var ekki í teljandi vandræðum með Grindavík þegar liðin mættust á Króknum í Bónus-deild karla í körfubolta.

Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut
Toppurinn og botninn mættust í Bónus-deild karla mættust í Garðabænum í kvöld þegar Stjarnan tók á móti Haukum. Hlutskipti liðanna í deildinni ólíkt en Stjarnan tapaði þó í síðustu umferð gegn ÍR meðan Haukar lögðu Tindastól og því ómögulegt að bókfæra sigur hjá toppliðinu hér í kvöld fyrirfram.

Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð
Njarðvík fékk Hött í heimsókn til sín í IceMar-höllina í kvöld þegar Bónus deild karla hélt áfram göngu sinni. Njarðvíkingar vonaðist til þess að halda áfram að setja pressu á toppliðin á meðan Höttur vonaðist til þess að geta spyrnt sér í átt að öruggu sæti.

Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna
Botnlið Grindavíkur vann góðan útisigur á Tindastól í Bónus-deild kvenna í körfubolta.

Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“
Guðbjörg Sverrisdóttir varð í vikunni leikjahæsti leikmaður efstu deildar kvenna í körfubolta. Hún settist niður með Herði Unnsteinssyni og tæpti á því helsta á átján ára ferli.

Bragi heim frá Bandaríkjunum
Körfuknattleiksliði Grindavíkur hefur borist óvæntur liðsstyrkur því Bragi Guðmundsson er kominn heim frá Bandaríkjunum og mun klára tímabilið með liðinu.

Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast?
Í nýjasta þætti GAZins rýna þeir Pavel Ermoliskij og Helgi Magnússon í nýjustu viðbótina við leikmannahóp Íslandsmeistara Vals en öllum að óvörum spilaði bandaríski leikmaðurinn Joshua Jefferson í leik liðsins í 8-liða úrslitum VÍS bikarsins gegn Sindra.

Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi
Njarðvík tók á móti Stjörnunni í IceMar-höllinni í Njarðvík þegar Bónus deild kvenna hélt áfram göngu sinni í kvöld. Bæði lið voru á sigurbraut fyrir leik kvöldsins og vonuðust til þess að halda sér á þeirri braut. Það var hinsvegar Njarðvík sem hafði betur eftir framlengingu með átta stigum 101-93.

Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum
Guðbjörg Sverrisdóttir varð í gærkvöldi leikjahæsti leikmaður efstu deildar kvenna í körfubolta þegar hún lék sinn 383. deildarleik á ferlinum.

Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“
„Helvíti skemmtilegur leikur, mikil barátta. Mikil orka sem fór í hann. Þannig að ég er bara mjög sátt, en mjög þreytt,“ sagði Guðbjörg Sverrisdóttir eftir 63-61 sigur Vals gegn Aþenu í leik sem gerði hana að leikjahæstu konu í sögu úrvalsdeildarinnar í körfubolta.