
Sport

Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara
Fótboltaþjálfarinn þrautreyndi Harry Redknapp kallaði Thomas Tuchel, þjálfara enska landsliðsins, þýskan njósnara á góðgerðarsamkomu á dögunum.

Ólympíufari lést í eldsvoða
Tyrkneski skíðamaðurinn Berkin Usta, sem keppti á Vetrarólympíuleikunum fyrir þremur árum, lést í eldsvoða í gær ásamt föður sínum.

Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda
Þrátt fyrir að eiga í erfiðleikum með að anda eftir að hafa gleymt að taka astmalyf sín lét Gjert Ingebrigtsen dóttur sína, Ingrid, halda áfram að hlaupa.

„Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“
Sigmar Hákonarson lék í gærkvöldi sinn síðasta leik fyrir meistaraflokk Hattar í körfuknattleik þegar liðið vann Álftanes, 99-95, í lokaumferð úrvalsdeildar karla. Sigmar tók þátt í sínum 340. leik en hann varð í vetur leikjahæsti leikmaðurinn í sögu Hattar.

Dagskráin í dag: Úrslitaleikir og hitað upp fyrir úrslitakeppnina
Fjörugur föstudagur er framundan á íþróttarásum Stöðvar 2 og Vodafone. Tveir úrslitaleikir í fótbolta, ásamt fjölda annarra leikja og viðburða. Sérfræðingarnir á Körfuboltakvöldi verða svo með veglegt uppgjör og upphitun fyrir úrslitakeppnina í Bónus deildinni.

„Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“
Það var létt yfir Ágúst Þór Jóhannssyni þegar hann mætti í viðtal strax eftir stórsigur Vals gegn Gróttu nú í kvöld. Með sigrinum tryggði Valur sér deildarmeistaratitilinn annað árið í röð. Fram undan er svo öllu stærra verkefni gegn MKS Iuventa Michalovce frá Slóvakíu í undanúrslitum Evrópubikarsins.

Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli
Kjartan Atli Kjartansson, þjálfari Álftaness, hefði óneitanlega verið til í að sjá meira frá sínu liði þegar það tapaði 99-95 fyrir Hetti, sem var fallið úr úrvalsdeildinni, í lokaumferðinni í kvöld. Einbeitingin eftir leik fór strax á úrslitakeppnina sem er framundan.

„Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“
Jóhann Þór Ólafsson þjálfari Grindavíkur viðurkenndi að finna fyrir áhyggjum vegna frekar slaks leiks hans manna í sigrinum gegn KR í kvöld. Grindavík mætir Val í 8-liða úrslitum Bónus-deildarinnar.

„Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“
Benedikt Guðmundsson þjálfari Tindastóls var að vonum ánægður í leikslok með sigur sinna manna og fyrsta deildarmeistaratitil Tindastóls.

Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir
Baldur Þór Ragnarsson þjálfari Stjörnunnar gat ekki glaðst yfir því að hafa náð að hanga á öðru sæti deildarinnar. Hann var pirraður út af tapinu og einnig út af dómurunum. Stjarnan tapaði fyrir Njarðvíkingur 103-107 og það eru mörg atriði sem þarf að hafa áhyggjur af hjá Stjörnunni.

„Verð áfram nema Jóhanna reki mig“
Þór Þorlákshöfn er ekki á leiðinni í úrslitakeppni Bónus-deildar karla í körfubolta. Það varð ljóst eftir tap liðsins gegn Keflavík í lokaumferð deildarinnar. Raunar höfðu önnur úrslit í leikjum nú þegar gert út um vonir Þórsara um að komast í úrslitakeppni þetta árið. Lárus Jónsson er vitanlega vonsvikinn með þá staðreynd.

„Málum alla staði sem við spilum á bláa og hvíta“
ÍR tryggði sér í kvöld sæti í úrslitakeppninni með sigri á Haukum. Leikurinn endaði 80-91 en ÍR-ingar voru með yfirhöndina allan leikinn og það var aldrei líkur á öðru en ÍR sigri. Borche Ilievski Sansa þjálfari liðsins var mjög ánægður með úrslitin og að vera kominn áfram.

Varði fimm skot gegn gömlu félögunum
Wisla Plock er þremur mörkum yfir í umspilseinvíginu gegn Nantes eftir 28-25 sigur í fyrri leiknum. Viktor Gísli Hallgrímsson varði fimm skot gegn sínum gömlu frönsku félögum.

„Ætlum ekki að vera farþegar í úrslitakeppinni“
Sigurður Ingimundarson stýrði Keflavík inn í úrslitakeppni Bónus-deildar karla í körfubolta en liðið nældi sér í farseðil þangað með sigri gegn Þór Þorlákshöfn í leik liðanna í lokaumferð deildarinnar í Icelandic Glacial-höllinni í kvöld.

Leik lokið: Haukar - ÍR 80-91 | ÍR-ingar tryggðu sér sjöunda sætið
ÍR tryggði sér sæti í úrslitakeppni Bónus deildar karla með 80-91 sigri gegn Haukum í lokaumferðinni. ÍR-ingar enda í sjöunda sæti deildarinnar og mæta Stjörnunni í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Haukar enda neðstir og falla niður í fyrstu deild.

Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 103-110 | Tókst ekki að stela öðru sætinu
Njarðvík vann 103-110 á útivelli gegn Stjörnunni í lokaumferðinni. Njarðvík hefði þurft ellefu stiga sigur til að stela öðru sætinu af Stjörnunni, en endar í þriðja sæti og Stjarnan í öðru.

Uppgjörið: Þór - Keflavík 114-119 | Keflvíkingar tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni
Keflavík tryggði sér áttunda sætið og þátttökurétt í úrslitakeppninni með 114-119 sigri gegn Þór Þorlákshöfn í leik liðanna í lokaumferð deildarinnar í Icelandic Glacial-höllinni í Þorlákshöfn í kvöld. Keflavík mun mæta deildarmeisturum Tindastóls í fyrstu umferð úrslitakeppninnar.

Uppgjörið: Tindastóll - Valur 88-74 | Tindastóll er deildarmeistari
Tindastóll er deildarmeistari Bónus deildar karla tímabilið 2024-25 eftir 88-74 sigur í lokaumferðinni gegn Val. Stólarnir voru með titilinn í sínum höndum fyrir leik og sigldu sigrinum sem þeir þurftu örugglega í höfn gegn nýkrýndum bikarmeisturum Vals.

Uppgjörið: Grindavík - KR 86-83 | Tímabilinu lokið hjá KR en Grindavík mætir Val
Grindavík vann 86-83 gegn KR í lokaumferð Bónus deildar karla. Grindvíkingar enda í fimmta sæti deildarinnar og mæta Val í úrslitakeppninni. Tímabilinu er hins vegar lokið hjá KR, sem var að vonast til að Þór myndi vinna Keflavík.

Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar
Íslandsmeistarar Vals eru deildarmeistarar Olís deildar kvenna annað árið í röð eftir 19-30 sigur gegn Gróttu í næstsíðustu umferðinni. Grótta er í neðsta sæti deildarinnar en getur enn bjargað sér frá falli, ef ÍBV tapar í lokaumferðinni.

Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna
Jafnt er nú milli Íslendingaliðanna Savehof og Karlskrona í átta liða úrslita einvígi sænsku úrvalsdeildarinnar í handbolta eftir 30-36 sigur Karlskrona í kvöld. Framundan er oddaleikur næsta mánudag.

Slegin út með tíu mörkum í tveimur leikjum
Sveindís Jane Jónsdóttir var í byrjunarliði Wolfsburg er liðið féll úr leik í Meistaradeildinni eftir samanlagt 10-2 tap í einvígi gegn Barcelona. Leikur kvöldsins endaði með 6-1 sigri Barcelona.

Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu
Pick Szeged er marki undir í einvígi sínu gegn PSG eftir 30-31 tap í fyrri leiknum í umspilseinvígi í Meistaradeildinni í handbolta. Janus Daði Smárason skoraði þrjú mörk og gaf eina stoðsendingu fyrir heimamenn.

Uppgjörið: Höttur - Álftanes 99-95 | Höttur kvaddi úrvalsdeildina með sigri
Höttur kvaddi úrvalsdeild karla í körfuknattleik að sinni með 99-95 sigri á Álftanesi í kvöld en liðin mættust á Egilsstöðum. Með úrslitunum féll Álftanes niður í sjötta sæti deildarinnar en sæti í úrslitakeppninni var tryggt.

Fögnuðu grimmt og gætu fengið bann
Hegðun fjögurra leikmanna Real Madrid, eftir sigurinn í sextán liða úrslitum gegn Atlético Madrid, er til rannsóknar hjá UEFA. Kylian Mbappé, Vinícius Junior, Antonio Rudiger og Dani Ceballos gætu verið dæmdir í leikbann fyrir ósæmandi hegðun.

Helgi Kolviðs aftur í þjálfun
Helgi Kolviðsson, fyrrverandi aðstoðarlandsliðsþjálfari Íslands í fótbolta, er óvænt byrjaður að þjálfa að nýju eftir að hafa starfað sem yfirmaður íþróttamála hjá þýska félaginu Pfullendorf undanfarin ár.

Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru
Hin 18 ára gamla Ísabella Sara Tryggvadóttir er orðin leikmaður sænska stórveldisins Rosengård. Félagið keypti hana frá Val nú þegar leiktíðin er nýhafi í sænsku úrvalsdeildinni.

Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA
Fulltrúar Knattspyrnusambands Evrópu, UEFA, komu hingað til lands á dögunum til að leggja mat á keppnis- og æfingasvæði Grindvíkinga og ummerki jarðhræringa undanfarinna missera. Til stendur að sækja um styrk frá sambandinu vegna skemmdanna.

„Mikil spenna á öllum vígstöðvum“
Gríðarspennandi lokaumferð Bónus deildar karla í körfubolta fer fram í kvöld. Allir sex leikirnir hefst klukkan 19:15 og að nægu að keppa. Öllum leikjunum verður fylgt eftir á Stöð 2 Sport.

Ísland byrjar á Ísrael og endar á Frökkum
Nú liggur fyrir hvernig leikjadagskráin verður hjá íslenska karlalandsliðinu í körfubolta á EM. Liðið byrjar á að mæta Ísrael fimmtudaginn 28. ágúst.