Frakkar höfðu tvöfaldan sigur í A1 kappakstrinum á Lausitzring í Þýskalandi í dag, þar sem Nicolas Lapierre vann bæði hraðakeppnina og kappaksturinn. Robbie Kerr frá Bretlandi varð annar í keppninni í dag. Staða efstu liða: 1 Brasilía 30 2 Frakkland 29 3 Nýja-Sjáland 29 4 Sviss 17 5 Ástralía 16 6 Mexíkó 16 7 Bretland 15 8 Kanada 14 9 Malasía 11 10 Þýskaland 8