Orðið hakkari hefur orðið klisjunni að bráð Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 4. desember 2013 21:06 Ótal spurningar hafa vaknað um netöryggi Íslands, tölvuglæpi og hakkara frá því að tyrkneskur tölvuþrjótur valsaði í gegnum netvarnir Vodafone á laugardaginn. Íslenskir tölvuhakkarar sem fréttastofa ræddi við í dag segja lítið mál að brjótast inn í Stjórnarráðið og aðrar stofnanir ríkisvaldsins. Kjartan Hreinn Njálsson. Rétt eins og Jón Bjartmarz, yfirlögregluþjónn, benti á á fundi í umhverfis- og samgöngunefnd í morgun þá er ógnin mikil og raunveruleg. Jón tók sem dæmi að kínverskur tölvuþrjótur gæti verið við hlustir á fundinum og benti um leið á tölvu nefndarformannsins. Orðið „hakkari“ eða tölvuþrjótur er með eindæmum víðtækt og á bæði við um einstaklinga sem stunda tölvuglæpi, jafnvel í tengslum við skipulagða glæpastarfsemi, og þá sem knúnir eru af réttlætiskenndinni einnig. Hér má einnig finna hakkara sem virka sem álagspróf fyrir risavaxin tölvukerfi ásamt stöku tölvuþrjóti sem hefur ekkert illt í hyggju. En það er eitt sem sameinar þessa einstaklinga. Þeir eru sérfræðingar í þeirri tækni sem við almenningur notum daglega en höfum þó engan raunverulegan skilning á. Hakkarinn er sá sem ekki er firrtur frá tungumáli forritunarinnar. Sjálft orðið, hakkari, hefur orðið klisjunni að bráð. Þetta er ekki hinn raunverulegi hakkari, sá hinn sami er líklega nemandi í tölvunarfærði, hámenntaður og fluggáfaður. „Við eigum kannski langt í land til þess að standa okkur nægilega vel. Samkvæmt rannsóknum okkur voru tæp 40% fyrirtækjanna með það sem við köllum hátt áhættustig,“ sagði Svavar Ingi Hermannsson, sérfræðingur í áhættustýringu upplýsingakerfa hjá KPMG. Samkvæmt Hagstofu eru sextíu og þrjú þúsund fyrirtæki á skrá en aðeins hafa verið gefnar út um fjörutíu vottanir til einstaklinga sem sinna netöryggismálum. Svavar Ingi er einn af þeim, hann er reyndar þrívottaður. „Það er mjög margt búið að gerast á undanförnum tveimur árum og netöryggi er farið á fulla ferð. Eftir nokkur ár ættum við að vera í mjög góðum málum,“ sagði Svavar Ingi Hermannsson. Vodafone-innbrotið Mest lesið Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Mannlaus bifreið á miðjum vegi Innlent Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Innlent Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Innlent Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Innlent Fleiri fréttir Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Mannlaus bifreið á miðjum vegi Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Tveir fréttamenn RÚV söðla um Svæðisskipulag fyrir Suðurhálendi Íslands til 2042 Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Stjórnarmyndun og íbúi ósáttur vegna stanslausra framkvæmda Vonbetri eftir daginn í dag Sjá meira
Ótal spurningar hafa vaknað um netöryggi Íslands, tölvuglæpi og hakkara frá því að tyrkneskur tölvuþrjótur valsaði í gegnum netvarnir Vodafone á laugardaginn. Íslenskir tölvuhakkarar sem fréttastofa ræddi við í dag segja lítið mál að brjótast inn í Stjórnarráðið og aðrar stofnanir ríkisvaldsins. Kjartan Hreinn Njálsson. Rétt eins og Jón Bjartmarz, yfirlögregluþjónn, benti á á fundi í umhverfis- og samgöngunefnd í morgun þá er ógnin mikil og raunveruleg. Jón tók sem dæmi að kínverskur tölvuþrjótur gæti verið við hlustir á fundinum og benti um leið á tölvu nefndarformannsins. Orðið „hakkari“ eða tölvuþrjótur er með eindæmum víðtækt og á bæði við um einstaklinga sem stunda tölvuglæpi, jafnvel í tengslum við skipulagða glæpastarfsemi, og þá sem knúnir eru af réttlætiskenndinni einnig. Hér má einnig finna hakkara sem virka sem álagspróf fyrir risavaxin tölvukerfi ásamt stöku tölvuþrjóti sem hefur ekkert illt í hyggju. En það er eitt sem sameinar þessa einstaklinga. Þeir eru sérfræðingar í þeirri tækni sem við almenningur notum daglega en höfum þó engan raunverulegan skilning á. Hakkarinn er sá sem ekki er firrtur frá tungumáli forritunarinnar. Sjálft orðið, hakkari, hefur orðið klisjunni að bráð. Þetta er ekki hinn raunverulegi hakkari, sá hinn sami er líklega nemandi í tölvunarfærði, hámenntaður og fluggáfaður. „Við eigum kannski langt í land til þess að standa okkur nægilega vel. Samkvæmt rannsóknum okkur voru tæp 40% fyrirtækjanna með það sem við köllum hátt áhættustig,“ sagði Svavar Ingi Hermannsson, sérfræðingur í áhættustýringu upplýsingakerfa hjá KPMG. Samkvæmt Hagstofu eru sextíu og þrjú þúsund fyrirtæki á skrá en aðeins hafa verið gefnar út um fjörutíu vottanir til einstaklinga sem sinna netöryggismálum. Svavar Ingi er einn af þeim, hann er reyndar þrívottaður. „Það er mjög margt búið að gerast á undanförnum tveimur árum og netöryggi er farið á fulla ferð. Eftir nokkur ár ættum við að vera í mjög góðum málum,“ sagði Svavar Ingi Hermannsson.
Vodafone-innbrotið Mest lesið Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Mannlaus bifreið á miðjum vegi Innlent Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Innlent Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Innlent Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Innlent Fleiri fréttir Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Mannlaus bifreið á miðjum vegi Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Tveir fréttamenn RÚV söðla um Svæðisskipulag fyrir Suðurhálendi Íslands til 2042 Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Stjórnarmyndun og íbúi ósáttur vegna stanslausra framkvæmda Vonbetri eftir daginn í dag Sjá meira