Einkaviðtal Fréttablaðsins við Justin Bieber: „Ég get ekki beðið eftir því að koma fram hér á tónleikum“ Guðrún Jóna Stefánsdóttir og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 8. september 2016 10:30 Justin Bieber kemur fram í Kórnum í kvöld en hér er hann á tónleikum í Los Angeles fyrr á árinu. vísir/getty Eins og flestum Íslendingum ætti að vera kunnugt mun kanadíska poppstjarnan Justin Bieber halda tvenna tónleika hér á landi í Kórnum í Kópavogi en fyrri tónleikarnir verða í kvöld og þeir seinni á morgun. Tónleikar Bieber á Íslandi eru þeir fyrstu í Evróputúr tónlistarmannsins þar sem hann fylgir eftir nýjustu plötu sinni, Purpose. Guðrún Jóna Stefánsdóttir blaðamaður Fréttablaðsins fékk að spyrja poppgoðið spjörunum úr og mun einkaviðtal blaðsins við tónlistarmanninn birtast í heild sinni í Fréttablaðinu á morgun. Brot úr viðtalinu munu birtast á Vísi í dag. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Bieber heimsækir Ísland en mörgum er eflaust í fersku minni þegar kappinn kom hingað ásamt fríðu föruneyti síðastliðið haust. Hann segist mjög spenntur yfir því að vera kominn aftur til landsins. „Ég elskaði ferðina til Íslands í fyrra. Þetta er svo fallegt land og ég get ekki beðið eftir því að koma fram hér á tónleikum,“ segir poppstjarnan Justin Bieber en eins og greint var frá í Fréttablaðinu í gær óskaði Bieber sjálfur eftir því sérstaklega að halda tónleika hér á landi. Búist er við að hátt í fjörutíu þúsund manns sæki tónleika Bieber hér á landi en strax í morgun voru æstir aðdáendur hans mættir til að bíða í röð fyrir framan Kórinn. Svæðið opnar þó ekki fyrr en klukkan 16 í dag og húsið opnar klukkan 17 en búist er við að Bieber sjálfur stigi á svið klukkan 20.30. Aðspurður um hvað aðdáendur hans megi búast við á tónleikunum í kvöld segist poppprinsinn vonast til að tónleikarnir verði í alla staði frábærir. „Allir eiga að koma tilbúnir til að dansa og syngja og að skemmta sér æðislega,“ segir Bieber í viðtali við Fréttablaðið. Justin Bieber á Íslandi Tengdar fréttir Almennur einbeitingaskortur og spenningur meðal nemenda Nemendur í Hörðuvallaskóla í Kópavogi fá forskot á sæluna í dag. 8. september 2016 10:17 Vísir verður í beinni frá Kórnum Tónlistarmaðurinn Justin Bieber stígur á sviðið í Kórnum í kvöld en kanadíska poppstjarnan lenti hér á landi um hádegisbilið í gær. 8. september 2016 09:53 Fyrstu tónleikagestirnir mættir: "Búnar að bíða eftir honum í níu ár“ Þórey og Ragnheiður eru miklir aðdáendur. 8. september 2016 09:02 Mest lesið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Menning Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Lífið Páskaleg og fersk marengsbomba Lífið Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Lífið Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Lífið Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Lífið Fleiri fréttir Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjóðheit stemning og fróunarklefinn frumsýndur Bein útsending: Páskabingó Blökastsins Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Krakkatían: Gaulverjabær, páskaegg og hljóðfæri „Þeir ætluðu að kála okkur og ræna okkur“ Var kölluð „kúkur“ og „súkkulaði“ Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn Sjá meira
Eins og flestum Íslendingum ætti að vera kunnugt mun kanadíska poppstjarnan Justin Bieber halda tvenna tónleika hér á landi í Kórnum í Kópavogi en fyrri tónleikarnir verða í kvöld og þeir seinni á morgun. Tónleikar Bieber á Íslandi eru þeir fyrstu í Evróputúr tónlistarmannsins þar sem hann fylgir eftir nýjustu plötu sinni, Purpose. Guðrún Jóna Stefánsdóttir blaðamaður Fréttablaðsins fékk að spyrja poppgoðið spjörunum úr og mun einkaviðtal blaðsins við tónlistarmanninn birtast í heild sinni í Fréttablaðinu á morgun. Brot úr viðtalinu munu birtast á Vísi í dag. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Bieber heimsækir Ísland en mörgum er eflaust í fersku minni þegar kappinn kom hingað ásamt fríðu föruneyti síðastliðið haust. Hann segist mjög spenntur yfir því að vera kominn aftur til landsins. „Ég elskaði ferðina til Íslands í fyrra. Þetta er svo fallegt land og ég get ekki beðið eftir því að koma fram hér á tónleikum,“ segir poppstjarnan Justin Bieber en eins og greint var frá í Fréttablaðinu í gær óskaði Bieber sjálfur eftir því sérstaklega að halda tónleika hér á landi. Búist er við að hátt í fjörutíu þúsund manns sæki tónleika Bieber hér á landi en strax í morgun voru æstir aðdáendur hans mættir til að bíða í röð fyrir framan Kórinn. Svæðið opnar þó ekki fyrr en klukkan 16 í dag og húsið opnar klukkan 17 en búist er við að Bieber sjálfur stigi á svið klukkan 20.30. Aðspurður um hvað aðdáendur hans megi búast við á tónleikunum í kvöld segist poppprinsinn vonast til að tónleikarnir verði í alla staði frábærir. „Allir eiga að koma tilbúnir til að dansa og syngja og að skemmta sér æðislega,“ segir Bieber í viðtali við Fréttablaðið.
Justin Bieber á Íslandi Tengdar fréttir Almennur einbeitingaskortur og spenningur meðal nemenda Nemendur í Hörðuvallaskóla í Kópavogi fá forskot á sæluna í dag. 8. september 2016 10:17 Vísir verður í beinni frá Kórnum Tónlistarmaðurinn Justin Bieber stígur á sviðið í Kórnum í kvöld en kanadíska poppstjarnan lenti hér á landi um hádegisbilið í gær. 8. september 2016 09:53 Fyrstu tónleikagestirnir mættir: "Búnar að bíða eftir honum í níu ár“ Þórey og Ragnheiður eru miklir aðdáendur. 8. september 2016 09:02 Mest lesið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Menning Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Lífið Páskaleg og fersk marengsbomba Lífið Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Lífið Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Lífið Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Lífið Fleiri fréttir Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjóðheit stemning og fróunarklefinn frumsýndur Bein útsending: Páskabingó Blökastsins Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Krakkatían: Gaulverjabær, páskaegg og hljóðfæri „Þeir ætluðu að kála okkur og ræna okkur“ Var kölluð „kúkur“ og „súkkulaði“ Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn Sjá meira
Almennur einbeitingaskortur og spenningur meðal nemenda Nemendur í Hörðuvallaskóla í Kópavogi fá forskot á sæluna í dag. 8. september 2016 10:17
Vísir verður í beinni frá Kórnum Tónlistarmaðurinn Justin Bieber stígur á sviðið í Kórnum í kvöld en kanadíska poppstjarnan lenti hér á landi um hádegisbilið í gær. 8. september 2016 09:53
Fyrstu tónleikagestirnir mættir: "Búnar að bíða eftir honum í níu ár“ Þórey og Ragnheiður eru miklir aðdáendur. 8. september 2016 09:02