Tími göngugatna í miðborginni hefst 1. maí Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 18. apríl 2018 08:08 Meðal þeirra gatna sem verður lokað í sumar er neðri hluti Skólavörðustígs. Fréttablaðið/Ernir Tími göngugatna í miðborg Reykjavíkur hefst 1. maí næstkomandi en göngugötum er ætlað að auðga mannlíf miðborgarinnar og bæta aðgengi gangandi og hjólandi fólks að verslun og þjónustu. Samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg voru 75 prósent svarenda jákvæðir gagnvart göngugötum en einungis 12 prósent neikvæðir, í könnun sem Maskína framkvæmdi fyrir umhverfis- og skipulagssvið borgarinnar árið 2017. Þær götur sem verða göngugötur frá 1. maí eru Pósthússtræti milli Kirkjustrætis og Hafnarstrætis, Austurstræti ásamt Veltusundi og Vallarstræti, Laugavegur og Bankastræti, frá Vatnsstíg að Þingholtsstræti og svo Skólavörðustígur milli Bergstaðastrætis og Laugavegar. Er þetta sama fyrirkomu lag eins og undanfarin ár. Öll umferð bifreiða verður óheimil á svæðinu að undanskilinni umferð vegna vörulosunar sem heimiluð verður milli klukkan 7 og 11 virka daga. Bekkjum og blómakerum verður komið fyrir á svæðinu til að gleðja augað og lífga upp á mannlífið samkvæmt tilkynningu Reykjavíkurborgar. Laugavegur verður málaður á kafla eins og síðustu ár og unnið að ýmsum sumarverkefnum á göngugötusvæðinu. Borgin óskar eftir samstarfi rekstraraðila vegna göngugatnanna. „Til þess að göngugöturnar heppnist sem best er samstarf rekstraraðila og borgarinnar mikilvægt. Lífleg miðborg með auknum fjölda gesta er mikið gleðiefni en því fylgir aukið álag á hreinsun og viðhald. Rekstraraðilar eru því beðnir um að leggja borginni lið við að halda umhverfinu snyrtilegu í kringum starfsemi sína, sér í lagi veitingastaðir og kaffihús.“ Göngugötur Reykjavík Samgöngur Tengdar fréttir Kaupmenn við Skólavörðustíg ósáttir með sumarlokun Mikil óánægja er meðal kaupmanna við Skólavörðustíg í Reykjavík með lokun gatna í miðborginni. Þeir gagnrýna borgaryfirvöld fyrir samráðsleysi segjast þegar finna fyrir samdrætti í komu viðskiptavina. 11. maí 2016 18:45 Skoða að hafa Skólavörðustíginn göngugötu áfram Rekstraraðilar og íbúar við Skólavörðustíg hafa farið fram á það í bréfi til borgarstjóra að gatan verði göngugata fram yfir Menningarnótt. 31. júlí 2013 16:52 Segja fólk sem vill ganga í miðborginni geta gengið í kringum tjörnina Borgarráð samþykkti á fundi sínum í gær að opna göngugötur í miðborg Reykjavíkur á aðventunni. 1. desember 2017 06:28 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Tími göngugatna í miðborg Reykjavíkur hefst 1. maí næstkomandi en göngugötum er ætlað að auðga mannlíf miðborgarinnar og bæta aðgengi gangandi og hjólandi fólks að verslun og þjónustu. Samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg voru 75 prósent svarenda jákvæðir gagnvart göngugötum en einungis 12 prósent neikvæðir, í könnun sem Maskína framkvæmdi fyrir umhverfis- og skipulagssvið borgarinnar árið 2017. Þær götur sem verða göngugötur frá 1. maí eru Pósthússtræti milli Kirkjustrætis og Hafnarstrætis, Austurstræti ásamt Veltusundi og Vallarstræti, Laugavegur og Bankastræti, frá Vatnsstíg að Þingholtsstræti og svo Skólavörðustígur milli Bergstaðastrætis og Laugavegar. Er þetta sama fyrirkomu lag eins og undanfarin ár. Öll umferð bifreiða verður óheimil á svæðinu að undanskilinni umferð vegna vörulosunar sem heimiluð verður milli klukkan 7 og 11 virka daga. Bekkjum og blómakerum verður komið fyrir á svæðinu til að gleðja augað og lífga upp á mannlífið samkvæmt tilkynningu Reykjavíkurborgar. Laugavegur verður málaður á kafla eins og síðustu ár og unnið að ýmsum sumarverkefnum á göngugötusvæðinu. Borgin óskar eftir samstarfi rekstraraðila vegna göngugatnanna. „Til þess að göngugöturnar heppnist sem best er samstarf rekstraraðila og borgarinnar mikilvægt. Lífleg miðborg með auknum fjölda gesta er mikið gleðiefni en því fylgir aukið álag á hreinsun og viðhald. Rekstraraðilar eru því beðnir um að leggja borginni lið við að halda umhverfinu snyrtilegu í kringum starfsemi sína, sér í lagi veitingastaðir og kaffihús.“
Göngugötur Reykjavík Samgöngur Tengdar fréttir Kaupmenn við Skólavörðustíg ósáttir með sumarlokun Mikil óánægja er meðal kaupmanna við Skólavörðustíg í Reykjavík með lokun gatna í miðborginni. Þeir gagnrýna borgaryfirvöld fyrir samráðsleysi segjast þegar finna fyrir samdrætti í komu viðskiptavina. 11. maí 2016 18:45 Skoða að hafa Skólavörðustíginn göngugötu áfram Rekstraraðilar og íbúar við Skólavörðustíg hafa farið fram á það í bréfi til borgarstjóra að gatan verði göngugata fram yfir Menningarnótt. 31. júlí 2013 16:52 Segja fólk sem vill ganga í miðborginni geta gengið í kringum tjörnina Borgarráð samþykkti á fundi sínum í gær að opna göngugötur í miðborg Reykjavíkur á aðventunni. 1. desember 2017 06:28 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Kaupmenn við Skólavörðustíg ósáttir með sumarlokun Mikil óánægja er meðal kaupmanna við Skólavörðustíg í Reykjavík með lokun gatna í miðborginni. Þeir gagnrýna borgaryfirvöld fyrir samráðsleysi segjast þegar finna fyrir samdrætti í komu viðskiptavina. 11. maí 2016 18:45
Skoða að hafa Skólavörðustíginn göngugötu áfram Rekstraraðilar og íbúar við Skólavörðustíg hafa farið fram á það í bréfi til borgarstjóra að gatan verði göngugata fram yfir Menningarnótt. 31. júlí 2013 16:52
Segja fólk sem vill ganga í miðborginni geta gengið í kringum tjörnina Borgarráð samþykkti á fundi sínum í gær að opna göngugötur í miðborg Reykjavíkur á aðventunni. 1. desember 2017 06:28