Rúm 40 prósent allra 737 Max verið kyrrsettar Stefán Ó. Jónsson skrifar 12. mars 2019 11:15 Tvær Boeing 737 Max 8. á flugbraut í Renton í Washington. Bandarísk flugmálayfirvöld hafa farið fram á að gerðar verði lagfæringar á þotunum. Getty/Stephen Brashear Ástralir, Singapúrar og stærðarinnar flugfélög í Brasilíu og Mexíkó hafa öll kyrrsett vélar af gerðinni Boeing 737 Max 8. Indónesar og Kínverjar höfðu áður gert slíkt hið sama eftir að þota þessarar gerðar fórst um helgina, í annað sinn á innan við hálfu ári. Alls voru rúmlega 370 Boeing 737 Max 8 þotur í umferð áður en vél Ethiopian Airlines hrapaði skömmu eftir flugtak á leið sinni til Naíróbí á sunnudag. Alls fórust 157 manns í slysinu. Upp hafa vaknað spurningar um öryggi umræddrar flugvélagerðar, ekki síst í ljósi þess að Boeing 737 Max-þota Lion Air hrapaði í Jövuhaf í október síðastliðnum með þeim afleiðingum að 189 biðu bana. Virði þessa stærsta flugvélaframleiðanda heims hefur lækkað um milljarða dala frá því að markaðir opnuðu á mánudag. Skyldi engan undra, þegar þetta er skrifað er búið að kyrrsetja rúmlega 40 prósent allra Boeing 737 Max 8 véla í heiminum, 97 þeirra í Kína. Engin flugvélagerð hefur selst jafn vel í sögu Boeing en flugfélög um allan heim höfðu pantað rúmlega 4100 slíkar vélar fyrir slys helgarinnar. Ekki liggur fyrir á þessari stundu hvort að það muni hafa áhrif á þessar útistandandi pantanir.Icelandair tók í notkun Boeing 737 Max 8-vélar á liðnu ári.Vísir/jói KKyrrsetning singapúrskra yfirvalda hefur áhrif á fjölda flugfélaga sem reiða sig á umræddar vélar. Má þar nefna SilkAir, dótturfélag Singapore Airlines, auk China Southern Airlines, Garuda Indonesia, Shandong Airlines og Thai Lion Air. Ástralir ákváðu jafnframt að kyrrsetja Boeing-þoturnar þrátt fyrir að ekkert ástralskt flugfélag reiði sig á umræddar vélar. Kyrrsetning Ástrala hefur því aðeins áhrif á Fiji Airways, sem og fyrrnefnt SilkAir. Sem stendur eru Kína, Indónesía, Ástralía og Singapúr einu þjóðríkin sem hafa kyrrsett Boeing 737 Max 8. Bandarísk flugmálayfirvöld hafa þó gert kröfu um gerðar verði lagfæringar á vélunum, þá sérstaklega á stýrikerfinu og búnaði sem ætlað er að koma í veg fyrir ofris. Fjölmörg flugfélög hafa hins vegar hætt notkun vélanna að eigin frumkvæði. Má í því samhengi nefna stærsta flugfélag Brasilíu, GOL, sem var með sjö slíkar þotur í flota sínum auk hins mexíkóska Aeroméxico sem reiddi sig á sex Boeing 737 Max 8. Sömu sögu má segja um Cayman Airways og Comair. Icelandair, sem er með 3 samskonar þotur í flota sínum, hefur hins vegar ekki tekið ákvörðun um kyrrsetningu vélanna - þrátt fyrir áhyggjur viðskiptavina. Fulltrúar flugfélagsins hafa veitt skýr svör á síðustu dögum, aðspurðir um hvort farþegar Icelandair þurfi að óttast um öryggi sitt: Nei, flugfélagið ber enn fullt traust til Boeing 737 Max 8. Sem fyrr segir voru á fjórða hundrað slíkra véla í háloftunum fyrir kyrrsetninghrinu síðustu daga. Þær hafi flogið þúsundir flugleggja í viku hverri án nokkurra vandkvæða. Engu að síður sé Icelandair með tilbúna aðgerðaráætlun, komi til þess að flugmálayfirvöld kyrrsetji þoturnar. Boeing Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Farþegar Icelandair hringja inn vegna slyssins Þrjár slíkar þotur eru í íslenska flugflotanum og segir framkvæmdastjóri flugrekstrarsviðs Icelandair ekkert benda til þess að Icelandair muni kyrrsetja sínar vélar. 11. mars 2019 14:51 Bandarísk flugmálayfirvöld krefjast breytinga á hönnun Boeing 737 MAX véla FAA telur ekki ástæðu til að kyrrsetja vélar af gerðinni Boeing 737 MAX 8. 12. mars 2019 08:30 Icelandair með áætlun komi til kyrrsetningar Farþegar sem eiga bókað flug hjá Icelandair spyrjast fyrir um Boeing 737 Max 8 vélarnar. Tvær vélar hafa hrapað frá því í lok október. 12. mars 2019 07:00 Mest lesið Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti Viðskipti innlent Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Viðskipti innlent Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Viðskipti innlent Hótel Selfoss verður Marriott hótel Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Viðskipti innlent „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Ástralir, Singapúrar og stærðarinnar flugfélög í Brasilíu og Mexíkó hafa öll kyrrsett vélar af gerðinni Boeing 737 Max 8. Indónesar og Kínverjar höfðu áður gert slíkt hið sama eftir að þota þessarar gerðar fórst um helgina, í annað sinn á innan við hálfu ári. Alls voru rúmlega 370 Boeing 737 Max 8 þotur í umferð áður en vél Ethiopian Airlines hrapaði skömmu eftir flugtak á leið sinni til Naíróbí á sunnudag. Alls fórust 157 manns í slysinu. Upp hafa vaknað spurningar um öryggi umræddrar flugvélagerðar, ekki síst í ljósi þess að Boeing 737 Max-þota Lion Air hrapaði í Jövuhaf í október síðastliðnum með þeim afleiðingum að 189 biðu bana. Virði þessa stærsta flugvélaframleiðanda heims hefur lækkað um milljarða dala frá því að markaðir opnuðu á mánudag. Skyldi engan undra, þegar þetta er skrifað er búið að kyrrsetja rúmlega 40 prósent allra Boeing 737 Max 8 véla í heiminum, 97 þeirra í Kína. Engin flugvélagerð hefur selst jafn vel í sögu Boeing en flugfélög um allan heim höfðu pantað rúmlega 4100 slíkar vélar fyrir slys helgarinnar. Ekki liggur fyrir á þessari stundu hvort að það muni hafa áhrif á þessar útistandandi pantanir.Icelandair tók í notkun Boeing 737 Max 8-vélar á liðnu ári.Vísir/jói KKyrrsetning singapúrskra yfirvalda hefur áhrif á fjölda flugfélaga sem reiða sig á umræddar vélar. Má þar nefna SilkAir, dótturfélag Singapore Airlines, auk China Southern Airlines, Garuda Indonesia, Shandong Airlines og Thai Lion Air. Ástralir ákváðu jafnframt að kyrrsetja Boeing-þoturnar þrátt fyrir að ekkert ástralskt flugfélag reiði sig á umræddar vélar. Kyrrsetning Ástrala hefur því aðeins áhrif á Fiji Airways, sem og fyrrnefnt SilkAir. Sem stendur eru Kína, Indónesía, Ástralía og Singapúr einu þjóðríkin sem hafa kyrrsett Boeing 737 Max 8. Bandarísk flugmálayfirvöld hafa þó gert kröfu um gerðar verði lagfæringar á vélunum, þá sérstaklega á stýrikerfinu og búnaði sem ætlað er að koma í veg fyrir ofris. Fjölmörg flugfélög hafa hins vegar hætt notkun vélanna að eigin frumkvæði. Má í því samhengi nefna stærsta flugfélag Brasilíu, GOL, sem var með sjö slíkar þotur í flota sínum auk hins mexíkóska Aeroméxico sem reiddi sig á sex Boeing 737 Max 8. Sömu sögu má segja um Cayman Airways og Comair. Icelandair, sem er með 3 samskonar þotur í flota sínum, hefur hins vegar ekki tekið ákvörðun um kyrrsetningu vélanna - þrátt fyrir áhyggjur viðskiptavina. Fulltrúar flugfélagsins hafa veitt skýr svör á síðustu dögum, aðspurðir um hvort farþegar Icelandair þurfi að óttast um öryggi sitt: Nei, flugfélagið ber enn fullt traust til Boeing 737 Max 8. Sem fyrr segir voru á fjórða hundrað slíkra véla í háloftunum fyrir kyrrsetninghrinu síðustu daga. Þær hafi flogið þúsundir flugleggja í viku hverri án nokkurra vandkvæða. Engu að síður sé Icelandair með tilbúna aðgerðaráætlun, komi til þess að flugmálayfirvöld kyrrsetji þoturnar.
Boeing Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Farþegar Icelandair hringja inn vegna slyssins Þrjár slíkar þotur eru í íslenska flugflotanum og segir framkvæmdastjóri flugrekstrarsviðs Icelandair ekkert benda til þess að Icelandair muni kyrrsetja sínar vélar. 11. mars 2019 14:51 Bandarísk flugmálayfirvöld krefjast breytinga á hönnun Boeing 737 MAX véla FAA telur ekki ástæðu til að kyrrsetja vélar af gerðinni Boeing 737 MAX 8. 12. mars 2019 08:30 Icelandair með áætlun komi til kyrrsetningar Farþegar sem eiga bókað flug hjá Icelandair spyrjast fyrir um Boeing 737 Max 8 vélarnar. Tvær vélar hafa hrapað frá því í lok október. 12. mars 2019 07:00 Mest lesið Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti Viðskipti innlent Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Viðskipti innlent Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Viðskipti innlent Hótel Selfoss verður Marriott hótel Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Viðskipti innlent „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Farþegar Icelandair hringja inn vegna slyssins Þrjár slíkar þotur eru í íslenska flugflotanum og segir framkvæmdastjóri flugrekstrarsviðs Icelandair ekkert benda til þess að Icelandair muni kyrrsetja sínar vélar. 11. mars 2019 14:51
Bandarísk flugmálayfirvöld krefjast breytinga á hönnun Boeing 737 MAX véla FAA telur ekki ástæðu til að kyrrsetja vélar af gerðinni Boeing 737 MAX 8. 12. mars 2019 08:30
Icelandair með áætlun komi til kyrrsetningar Farþegar sem eiga bókað flug hjá Icelandair spyrjast fyrir um Boeing 737 Max 8 vélarnar. Tvær vélar hafa hrapað frá því í lok október. 12. mars 2019 07:00