Conor McGregor handtekinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. mars 2019 09:00 Conor McGregor. Getty/Harry How Bardagakappinn og Íslandsvinurinn kom sér enn á ný í vandræði í Miami í Bandaríkjunum í nótt. Írinn Conor McGregor er einn frægasti og vinsælasti UFC-bardagakappi í heimi. Það þekkja hann því margir og sumir vilja líka taka af honum myndir. Ein slík tilraun endaði hins vegar ekki vel í nótt. Conor var handtekinn í nótt fyrir að eyðileggja síma hjá aðdáanda sem var að reyna að taka af honum myndir. Conor var síðan í framhaldinu kærður fyrir að ræna símanum.BREAKING: Star fighter Conor McGregor arrested on Miami Beach, accused of smashing fan’s phone. https://t.co/nX8mwUCQBIpic.twitter.com/wxzhfquRAN — Miami Herald (@MiamiHerald) March 11, 2019Lögreglan segir að Conor hafi slegið símann úr hendi viðkomandi, trampað á honum en síðan tekið símann upp og farið í burtu með hann. Þetta gerðist klukkan 5.20 um morgun að staðartíma en Conor var þá að yfirgefa Fontainebleau Miami Beach hótelið þar sem hann gistir þessa dagana. „Fórnarlambið reyndi að taka mynd af honum með símanum sínum. Hinn ákærði sló símann úr hendi hans og síminn féll á gólfið,“ segir í skýrslu lögreglu.UPDATED: MMA fighter Conor McGregor charged with strong-armed robbery and criminal mischief (both felonies) for allegedly smashing a fan's phone outside the Fountainebleau hotel https://t.co/QYIOKOEWsWpic.twitter.com/WQO0LVsD5c — David Ovalle (@DavidOvalle305) March 11, 2019„Hinn ákærði trampaði síðan nokkrum sinnum á símanum og skemmdi hann. Þá tók hann upp símann og gekk í burtu með hann. Hinn ákærði var handtekinn í framhaldinu,“ segir enn fremur í umræddri skýrslu lögreglunnar. Síminn er metinn á þúsund dollara eða um 122 þúsund krónur íslenskar. Conor McGregor var sleppt gegn tólf þúsund og fimm hundruð dollara tryggingu sem er um ein og hálf milljón í íslenskum krónum.WATCH: Footage from moments ago as MMA star #ConorMcGregor leaves jail in Miami-Dade County. He was arrested earlier today after allegedly smashing a man's phone and taking it. Read the latest here: https://t.co/EdMPjTYBMppic.twitter.com/hDASDqwV3C — CBS4 Miami (@CBSMiami) March 12, 2019McGregor hefur áður látið skapið hlaupa með sig í gönur og á síðasta ári var hann dæmdur til að fara í tíma í reiðistjórnun auk samfélagsþjónustu. Þá hafði Conor ráðist á rútu með UFC-bardagamönnum. Conor McGregor er staddur í Flórída að undirbúa sig fyrir endurkomuna í UFC búrið en hann tapaði síðasta bardaga sínum sem var á móti Rússanum Khabib Nurmagomedov í október 2018. Þar áður reyndi hann fyrir sér í boxhringnum á móti Floyd Mayweather. Bandaríkin Írland MMA Mest lesið Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm Formúla 1 „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Enski boltinn Átti bestu byrjun á hring í sögu Masters Golf „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Formúla 1 Onana ekki með gegn Newcastle Enski boltinn Í beinni: Liverpool - West Ham | Salah nýbúinn að semja Enski boltinn „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ Formúla 1 Í beinni: Vestri - FH | Byrja núna á alvöru heimavelli Íslenski boltinn Sautján ára hljóp tvö hundruð metrana á undir tuttugu sekúndum Sport Júlíus spilaði með brákað bein en verður frá næstu vikur Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Alaves - Real Madrid | Tekst að saxa á Börsunga? Düsseldorf nálgast toppinn Í beinni: Vestri - FH | Byrja núna á alvöru heimavelli Í beinni: Wolves - Tottenham | Stund milli Evrópustríða hjá Spurs Í beinni: Liverpool - West Ham | Salah nýbúinn að semja Í beinni: Fiorentina - Parma | Nálgast Albert og félagar sæti í Meistaradeild? Þriðja tap Brynjólfs og félaga í röð Hörð keppni um Delap í sumar Sautján ára hljóp tvö hundruð metrana á undir tuttugu sekúndum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ Onana ekki með gegn Newcastle „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Júlíus spilaði með brákað bein en verður frá næstu vikur Dagskráin í dag: Masters, Besta, Bónus, Formúlan og NBA 360 VAR í Bestu deildina? Átti bestu byrjun á hring í sögu Masters „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Þórir Jóhann lagði upp í tapi Lecce gegn Juventus Börsungar sluppu með sigur eftir sjálfsmark Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Kristian lagði upp og Nökkvi snöggur að skora Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Skoraði sitt fyrsta mark til að tryggja stig gegn Bayern Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Völsungur vann vítaspyrnukeppni á afmælisdeginum Ari og Arnór mættust á miðjunni Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Svaraði fyrir erfiðan landsleik og lagði upp mark í sætum sigri Sjá meira
Bardagakappinn og Íslandsvinurinn kom sér enn á ný í vandræði í Miami í Bandaríkjunum í nótt. Írinn Conor McGregor er einn frægasti og vinsælasti UFC-bardagakappi í heimi. Það þekkja hann því margir og sumir vilja líka taka af honum myndir. Ein slík tilraun endaði hins vegar ekki vel í nótt. Conor var handtekinn í nótt fyrir að eyðileggja síma hjá aðdáanda sem var að reyna að taka af honum myndir. Conor var síðan í framhaldinu kærður fyrir að ræna símanum.BREAKING: Star fighter Conor McGregor arrested on Miami Beach, accused of smashing fan’s phone. https://t.co/nX8mwUCQBIpic.twitter.com/wxzhfquRAN — Miami Herald (@MiamiHerald) March 11, 2019Lögreglan segir að Conor hafi slegið símann úr hendi viðkomandi, trampað á honum en síðan tekið símann upp og farið í burtu með hann. Þetta gerðist klukkan 5.20 um morgun að staðartíma en Conor var þá að yfirgefa Fontainebleau Miami Beach hótelið þar sem hann gistir þessa dagana. „Fórnarlambið reyndi að taka mynd af honum með símanum sínum. Hinn ákærði sló símann úr hendi hans og síminn féll á gólfið,“ segir í skýrslu lögreglu.UPDATED: MMA fighter Conor McGregor charged with strong-armed robbery and criminal mischief (both felonies) for allegedly smashing a fan's phone outside the Fountainebleau hotel https://t.co/QYIOKOEWsWpic.twitter.com/WQO0LVsD5c — David Ovalle (@DavidOvalle305) March 11, 2019„Hinn ákærði trampaði síðan nokkrum sinnum á símanum og skemmdi hann. Þá tók hann upp símann og gekk í burtu með hann. Hinn ákærði var handtekinn í framhaldinu,“ segir enn fremur í umræddri skýrslu lögreglunnar. Síminn er metinn á þúsund dollara eða um 122 þúsund krónur íslenskar. Conor McGregor var sleppt gegn tólf þúsund og fimm hundruð dollara tryggingu sem er um ein og hálf milljón í íslenskum krónum.WATCH: Footage from moments ago as MMA star #ConorMcGregor leaves jail in Miami-Dade County. He was arrested earlier today after allegedly smashing a man's phone and taking it. Read the latest here: https://t.co/EdMPjTYBMppic.twitter.com/hDASDqwV3C — CBS4 Miami (@CBSMiami) March 12, 2019McGregor hefur áður látið skapið hlaupa með sig í gönur og á síðasta ári var hann dæmdur til að fara í tíma í reiðistjórnun auk samfélagsþjónustu. Þá hafði Conor ráðist á rútu með UFC-bardagamönnum. Conor McGregor er staddur í Flórída að undirbúa sig fyrir endurkomuna í UFC búrið en hann tapaði síðasta bardaga sínum sem var á móti Rússanum Khabib Nurmagomedov í október 2018. Þar áður reyndi hann fyrir sér í boxhringnum á móti Floyd Mayweather.
Bandaríkin Írland MMA Mest lesið Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm Formúla 1 „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Enski boltinn Átti bestu byrjun á hring í sögu Masters Golf „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Formúla 1 Onana ekki með gegn Newcastle Enski boltinn Í beinni: Liverpool - West Ham | Salah nýbúinn að semja Enski boltinn „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ Formúla 1 Í beinni: Vestri - FH | Byrja núna á alvöru heimavelli Íslenski boltinn Sautján ára hljóp tvö hundruð metrana á undir tuttugu sekúndum Sport Júlíus spilaði með brákað bein en verður frá næstu vikur Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Alaves - Real Madrid | Tekst að saxa á Börsunga? Düsseldorf nálgast toppinn Í beinni: Vestri - FH | Byrja núna á alvöru heimavelli Í beinni: Wolves - Tottenham | Stund milli Evrópustríða hjá Spurs Í beinni: Liverpool - West Ham | Salah nýbúinn að semja Í beinni: Fiorentina - Parma | Nálgast Albert og félagar sæti í Meistaradeild? Þriðja tap Brynjólfs og félaga í röð Hörð keppni um Delap í sumar Sautján ára hljóp tvö hundruð metrana á undir tuttugu sekúndum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ Onana ekki með gegn Newcastle „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Júlíus spilaði með brákað bein en verður frá næstu vikur Dagskráin í dag: Masters, Besta, Bónus, Formúlan og NBA 360 VAR í Bestu deildina? Átti bestu byrjun á hring í sögu Masters „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Þórir Jóhann lagði upp í tapi Lecce gegn Juventus Börsungar sluppu með sigur eftir sjálfsmark Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Kristian lagði upp og Nökkvi snöggur að skora Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Skoraði sitt fyrsta mark til að tryggja stig gegn Bayern Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Völsungur vann vítaspyrnukeppni á afmælisdeginum Ari og Arnór mættust á miðjunni Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Svaraði fyrir erfiðan landsleik og lagði upp mark í sætum sigri Sjá meira
Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik