Skerðing bóta verði 65 aurar á móti krónu Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 3. júní 2019 06:15 Ásmundur Einar segir að búast megi við frekari breytingum á kerfinu. Fréttablaðið/Eyþór Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, mælir í dag fyrir frumvarpi þess efnis að svokallaðri krónu á móti krónu skerðingu verði breytt. Er lagt til að atvinnutekjur skerði sérstaka framfærsluuppbót örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega um 65 aura á krónu í staðinn. Þá er lagt til að í stað þess að bakreikningur sé sendur öryrkjum í árslok verði gert uppgjör mánaðarlega. „Þessar breytingar eru hugsaðar með það að markmiði að það sé aukinn hvati fyrir fólk að fara út á vinnumarkaðinn,“ segir Ásmundur. Ásmundur segir frumvarpið vera lið í breytingum á félagsmálakerfinu. „Breytingarnar sem við erum að gera þarna eru breytingar sem ríma síðan við það sem mun taka við í nýja kerfinu, en við erum að stíga fyrsta skrefið. Þannig, já, það má búast við frekari breytingum.“ Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands, segist mjög sátt með þann lið frumvarpsins sem snýr að því að bakreikningarnir verði ekki lengur fyrir heilt ár heldur breytist þeir í mánaðarlegar greiðslur. „Við erum búin að bíða eftir því síðan á síðasta ári, frá því að við fengum staðfestingu á því að hægt væri að taka upp samtíma keyrslu á örorkulífeyri svo að fólk væri ekki að fá þessa hræðilegu bakreikninga,“ segir Þuríður. Þegar kemur að liðnum sem snýr að krónu á móti 65 aurum segir Þuríður að Öryrkjabandalagið hafi viljað afnema skerðinguna algjörlega. „Mér finnst þetta dálítið aumt bara. Það er búið að hringla um þetta svo lengi og það var alltaf talað um það að þegar það ætti að fara að breyta almannatryggingakerfinu ætti að fara að vera hægt að taka út þessa skerðingu.“ Þó sé verið að taka jákvætt skref. „Vonandi gengur þetta í gegn svo þessir peningar geti farið í notkun því að ekki veitir af.“ Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Félagsmál Mest lesið Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Innlent Mannlaus bifreið á miðjum vegi Innlent Engin grið gefin þeim sem stóðu að pyntingum og morðum Erlent Neita fullyrðingum þingmanns um dróna frá „móðurskipi“ Íran Erlent Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti Innlent Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Innlent Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Innlent Fleiri fréttir Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Mannlaus bifreið á miðjum vegi Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Tveir fréttamenn RÚV söðla um Svæðisskipulag fyrir Suðurhálendi Íslands til 2042 Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Stjórnarmyndun og íbúi ósáttur vegna stanslausra framkvæmda Vonbetri eftir daginn í dag Leita einstaklings í Tálknafirði Efling lætur ekki af aðgerðum á meðan SVEIT endurskoðar samning Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti „Það er ekkert drama í þessu – ég rýk ekkert á dyr“ SVEIT endurskoðar kjarasamning við Virðingu Telja sólarorku ekki vera auðlind Framlengja gæsluvarðhald vegna árásar á Vopnafirði Enginn skilningur á alvarleika málsins hjá SVEIT Viðgerð hafin og enn allt keyrt á varaafli í Vík Verkefni næstu ríkisstjórnar flóknara en áður var útlit fyrir Verri afkoma ríkissjóðs ekki gott veganesti fyrir næstu stjórn Sjá meira
Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, mælir í dag fyrir frumvarpi þess efnis að svokallaðri krónu á móti krónu skerðingu verði breytt. Er lagt til að atvinnutekjur skerði sérstaka framfærsluuppbót örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega um 65 aura á krónu í staðinn. Þá er lagt til að í stað þess að bakreikningur sé sendur öryrkjum í árslok verði gert uppgjör mánaðarlega. „Þessar breytingar eru hugsaðar með það að markmiði að það sé aukinn hvati fyrir fólk að fara út á vinnumarkaðinn,“ segir Ásmundur. Ásmundur segir frumvarpið vera lið í breytingum á félagsmálakerfinu. „Breytingarnar sem við erum að gera þarna eru breytingar sem ríma síðan við það sem mun taka við í nýja kerfinu, en við erum að stíga fyrsta skrefið. Þannig, já, það má búast við frekari breytingum.“ Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands, segist mjög sátt með þann lið frumvarpsins sem snýr að því að bakreikningarnir verði ekki lengur fyrir heilt ár heldur breytist þeir í mánaðarlegar greiðslur. „Við erum búin að bíða eftir því síðan á síðasta ári, frá því að við fengum staðfestingu á því að hægt væri að taka upp samtíma keyrslu á örorkulífeyri svo að fólk væri ekki að fá þessa hræðilegu bakreikninga,“ segir Þuríður. Þegar kemur að liðnum sem snýr að krónu á móti 65 aurum segir Þuríður að Öryrkjabandalagið hafi viljað afnema skerðinguna algjörlega. „Mér finnst þetta dálítið aumt bara. Það er búið að hringla um þetta svo lengi og það var alltaf talað um það að þegar það ætti að fara að breyta almannatryggingakerfinu ætti að fara að vera hægt að taka út þessa skerðingu.“ Þó sé verið að taka jákvætt skref. „Vonandi gengur þetta í gegn svo þessir peningar geti farið í notkun því að ekki veitir af.“
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Félagsmál Mest lesið Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Innlent Mannlaus bifreið á miðjum vegi Innlent Engin grið gefin þeim sem stóðu að pyntingum og morðum Erlent Neita fullyrðingum þingmanns um dróna frá „móðurskipi“ Íran Erlent Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti Innlent Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Innlent Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Innlent Fleiri fréttir Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Mannlaus bifreið á miðjum vegi Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Tveir fréttamenn RÚV söðla um Svæðisskipulag fyrir Suðurhálendi Íslands til 2042 Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Stjórnarmyndun og íbúi ósáttur vegna stanslausra framkvæmda Vonbetri eftir daginn í dag Leita einstaklings í Tálknafirði Efling lætur ekki af aðgerðum á meðan SVEIT endurskoðar samning Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti „Það er ekkert drama í þessu – ég rýk ekkert á dyr“ SVEIT endurskoðar kjarasamning við Virðingu Telja sólarorku ekki vera auðlind Framlengja gæsluvarðhald vegna árásar á Vopnafirði Enginn skilningur á alvarleika málsins hjá SVEIT Viðgerð hafin og enn allt keyrt á varaafli í Vík Verkefni næstu ríkisstjórnar flóknara en áður var útlit fyrir Verri afkoma ríkissjóðs ekki gott veganesti fyrir næstu stjórn Sjá meira