Dramatísk saga í bakgrunni deilna dómara um vegslóða Jakob Bjarnar skrifar 18. desember 2019 12:45 Jón Steinar hefur stefnt Karli Axelssyni vegna vegslóða á sumarbústaðalandi þeirra. Áður voru þeir vinir og samherjar en það er liðin tíð. Jón Steinar Gunnlaugsson lögmaður og fyrrverandi hæstaréttardómari auk Kristínar Pálsdóttur eiginkonu Jóns, hafa stefnt Karli Axelssyni hæstaréttardómara fyrir héraðsdóm vegna deilna um vegaslóða sem liggur að sumarbústað þeirra í Landsveit. „Ég hef töluvert álit á Jóni Steinari sem lögmanni. En kann maðurinn hreinlega engar aðrar samskiptaaðferðir en dómstólaleiðina? Ættu ekki menn sem eru ekki bara lögmenn, kollegar og hafa staðið í rekstri saman, heldur hafa líka báðir langa reynslu sem hæstaréttardómarar að geta komist að réttri niðurstöðu um svona ómerkileg mál sín á milli?“ spyr Eva Hauksdóttir lögfræðingur á Facebook-síðu sinni. Spurning Evu er ekki úr vegi en þarna að baki er saga, löng saga sem ef til vill varpar ljósi á það hvar réttarfar í landinu er statt í fámenninu; klemmt og erfitt að halda utan um sjónarmið sem varða hæfi. Jón Steinar og Karl Axelsson voru um langt skeið samherjar og félagar í blíðu og stríðu en svo varð vík milli vina. En fyrst að stefnunni sjálfri en þar er deilt um aðgengi og afnot af vegspotta sem liggur um land Karls að skika sem Jón Steinar á þar við hliðina. Vísir hefur, eins og aðrir fjölmiðlar, stefnuna undir höndum. Þar kemur meðal annars fram að Jón Steinar vill að óskertur umferðarréttur hans um vegarslóðann við vesturmörk sumarbústaðalóðar Karls verði viðurkenndur. Vilja skipta upp lóðinni og gefa börnunum skika Jón Steinar og Karl eiga sinn sumarbústaðinn hvor á landi sem þeir eignuðust árið 2004. Því var svo skipt upp í þrjá skika. Sá sem var næstur þjóðveginum átti að verða sameign en síðan drógu þeir fyrrum félagar um hina skikana tvo. Jón Steinar fékk þann sem var fjær þjóðveginum en Karl skikann í miðjunni. Í stefnunni kemur fram að lóð Jóns Steinar sé 5,97 hektarar en lóð Karls 6,26. Jón Steinar og eiginkona hans gáfu eftir hlutfall umferðarréttarins sem þau nutu yfir hinar lóðirnar tvær, að því er segir í stefnunni. En, hér neðar má sjá kort af landinu sem um ræðir. Hér má sjá lóðirnar sem eru undir í deilunni og fyrirhugað deiliskipulag eða skipting lóðarinnar eins og Jón Steinar og Kristín vilja að verði gerð. Seinna fóru þau hjónin Jón Steinar og Kristín að velta því fyrir sér hvort ekki væri vert að skipta landi sínu í sex lóðir og þá búa þannig um hnúta að börnin þeirra fimm gætu hvert um sig fengið skika ef þau vildu reisa sér sumarbústað. Jón Steinar sendi erindi til skipulagsnefndar Rangárþings ytra og leitaði eftir því að deiliskipulagi landsins yrði skipt upp í sex sumarhúsalóðir með það fyrir augum. Nefndin tók vel í það en snurða hljóp á þráðinn, Karl og eiginkona hans mótmæltu þessum áformum harðlega og lögðu skipulagsyfirvöld sveitarfélagsins við hið sama árar í bát. Röksemdir Karls eru þær að vegarslóðinn þyldi ekki meiri umferð en þegar er. Jón Steinar segist hafa leitað sátta Málið sat því fast en Jón Steinar vill ekki una því og leitar nú til dómsstóla með sín mál. Þá stendur eftir spurning Evu: Hvers vegna í ósköpunum geta reyndir dómarar ekki leyst úr slíku ágreiningsefni sín á milli án þess að það rati fyrir dómstóla? „Ég reyndi að sætta þetta, Guð minn almáttugur,“ segir Jón Steinar í samtali við Vísi. Hann spyr hvort einhver telji það í sína þágu að málin sé steypt í þennan farveg? Víðir Smári er lögmaður Karls í landadeilunni við Jón Steinar.lex „En, það var bara ekki hægt. Ég stóð frammi fyrir því að hætta að deiliskipuleggja mína lóð og leggjast til hvílu í því málefni eða fylgja því eftir. Sveitarfélagið vildi ekki halda málinu áfram meðan þessi deila er fyrir hendi. Ég varð að fara þá leið sem og aðrir borgarar og fá dómsúrlausn. En, auðvitað eiga menn ekki að þurfa að standa í svona, ég er sammála Evu,“ segir Jón Steinar. Óttast aukna umferð um land sitt Lögmaður Karls Axelssonar í málinu er Víðir Smári Petersen hjá lögmannastofunni Lex. Hann segir að málið snúist ekki um það hvort Jón Steinar eða Kristín njóti umferðarréttar um land Karls, eins og skilja megi af fréttum. „Þau eiga fasteignina Urðir, þar sem sumarhús þeirra er, og það er óumdeilt að þau sem landeigendur Urða njóta umferðarréttar að sínu húsi. Karl og Jón Steinar sömdu á sínum tíma um þann umferðarrétt og það samkomulag er þinglýst. Deilan snýst um það hvort þau geti einhliða skipt landi sínu í sex lóðir, byggt á þeim fimm ný sumarhús, og aukið þannig umferð um land Karls, án hans samþykkis. Umbjóðandi minn er þeirrar skoðunar að þetta verði ekki gert nema með hans samþykkis, enda er um að ræða umferð í gegnum land sem er í hans eigu,“ segir Víðir Smári. Jón Steinar í réttarsal. Enginn kemst í hálfkvisti við hann með að draga dómara sjálfa, með einum hætti eða öðrum, fyrir dóm sjálfa.visir/vilhelm Á þessu stigi dómsmálsins er eingöngu tekist á um það hvort stefna gagnaðila standist hefðbundnar formkröfur íslensks réttarfars að sögn hans: „Málið verður ekki flutt og rökrætt efnislega fyrir dómi nema komist verði að þeirri niðurstöðu að málatilbúnaður þeirra standist þessar kröfur.“ Jón Steinar velgjörðarmaður Karls Sú var tíð að Jón Steinar og Karl voru bestu vinir og samherjar. Ragnar Hall hæstaréttarlögmaður vakti athygli á þessu í grein sem birtist á Pressunni en uppleggið var að vilja benda á að Jón Steinar væri mótsagnakenndur í málflutningi sínum. Sú grein er horfin af vefnum en Þórður Snær Júlíusson á Kjarnanum gerði sér mat úr efni hennar í frétt sem birtist 2014. „Jón Steinar rak eins og kunnugt er lögmannstofu í áratugi áður en hann varð dómari í Hæstarétti. Á árinu 1993 kom til starfa hjá honum Karl Axelsson lögmaður, og þeir störfuðu saman allt þar til Jón fór til dómarastarfa 2004. Karl varð meðeigandi að lögmannsstofunni einhvern tíma á þessu árabili," sagði Ragnar í hinni horfnu grein. En hann vildi meina að þessi tengsl hafi ekki hindrað Jón í því að dæma í málum sem Karl flutti á þessu tímabili. Í dag þættu allar dylgjur um að þeir væru að klóra hvor á öðrum bakið fráleitar. Dómarar við Hæstarétt Íslands. Í aftari röð má sjá þá Benedikt (2. frá vinstri) og Karl (lengst til hægri) en Jón Steinar eldar nú grátt silfur við þá tvo.Hæstiréttur Þeir eru til sem myndu segja að Jón Steinar hafi hreinlega verið velgjörðarmaður Karls við upphaf hans ferils. Jón Steinar velkist í það minnsta ekki í vafa þar um: „Ég tók þennan dreng að mér sem nýútskrifaðan lögfræðing og gerði mann úr honum. Þetta er þakklætið sem ég fæ fyrir það,“ segir Jón Steinar í samtali við Morgunblaðið um þetta mál. Jón Steinar tók Karl til sín strax eftir nám, beindi til hans verkefnum, studdi með ráðum og dáð og gerði að meðeiganda í stofu sinni Nestor. Allt lék í lyndi þeirra á millum og bar hvergi skugga á. Það er einmitt á þeim tíma, eða í kringum aldamót, sem umrædd lóð fellur þeim í skaut. Sveinn R. Eyjólfsson þá fjölmiðlakóngur var eigandi að Leirubakka en lenti í deilum við Ágúst Einarsson. Sá síðarnefndi hafði keypt hlutabréf af Sveini í Frjálsri fjölmiðlun en neitaði svo að greiða fyrir bréfin þegar til kastanna kom. Af þessu er sagt í uppgjörsbók Sveins sem kom út í fyrra og ber titilinn „Allt kann sá er bíða kann“. Sumarbústaðalandið hluti málskostnaðar Jón Steinar var lögmaður Sveins í því máli og landið sem átti að vera um 6 hektarar en reyndist svo stærra við nánari athugun var hluti uppgjörs Sveins við Jón Steinar vegna málskostnaðar. Lóðina tóku þeir Jón Steinar og Karl svo út úr fyrirtækinu og skiptu sín á milli, eins og áður segir. Í júlí 2014 skrifaði Jón Steinar grein sem ekki fór vel í Karl en þar er spjótum beint að Benedikt Bogasyni vegna heimilda sem hann gaf út til hlerana.timarit Þar reistu þeir félagar sinn bústaðinn hveo, tiltölulega langt er á milli bústaða en þarna voru þeir Jón og Karl í góðu samkomulagi í um tíu ár, eða þar til fór að kulna í samskiptum þeirra á milli. Þá var farið í að reisa girðingu milli lóðanna en eins og segir í stefnunni kom þá í ljós að Karl og hans eiginkona höfðu plantað trjám inn fyrir lóðamörk Jóns Steinars. Í stað þess að láta þau standa var gripið til þess að rífa þau upp með rótum. Má það heita lýsandi fyrir samskipti hinna fyrrum félaga sem komin voru í hnút. Upphaf hinna kólnandi samskipta Þegar Jón Steinar er skipaður hæstaréttardómari sagði hann sig frá stofunni eins og lög gera ráð fyrir. Enn er þó gott þeirra á milli eins og Ragnar Hall gefur í skyn í grein sinni. Þá kemur upp mál sem vekur reiði Karls í garð velgjörðarmanns síns. Eins og Jón Steinar segir þá horfir það svo við honum að þar skipti máli grein sem hann ritaði í Morgunblaðið hvar hann beinir spjótum sínum að Benedikt Bogasyni í tengslum við mál sem kom upp árið 2014 og varðar úrskurð dómara til að rannsakendur afbrota megi hlera síma, aðgerð sem beinist að friðhelgi einkalífs. Hæstiréttur. Jón Steinar telur afstöðu Karls litast af því meðal annars að hann vilji vera í því liði sem þar starfar innan veggja.visir/vilhelm Grein Jóns Steinars heitir „Sjálfsafgreiðsla“ og þar bendir hann á að á árunum 2008 til 2012 hafi komið til héraðsdómstóla 875 beiðnir um símhlustanir. Aðeins sex eða 0,7 prósentum var hafnað, 99,3 samþykktar. Til samanburðar nefnir Jón Steinar að í Moldóvíu hafi hlutfall samþykktra hlutana á svipuðu tímabili verið á bilinu 97,9 til 99,2 prósent eða ívið lægra en á Íslandi. „Íslensku tölurnar benda til þess að dómstólarnir hafi látið rannsóknaryfirvöldum í té nánast sjálfsafgreiðslu í þessum málaflokki. Það er eins og dómararnir sem um þetta hafa fjallað og afgreitt með þessum hætti líti á sig sem einhvers konar þátttakendur í rannsóknaraðgerðum lögreglu. Þetta er ekki gott.“ Heimildir til hlerana ásteytingarsteinn Sá dómari sem helst var í því að gefa út slíkar heimildir er Benedikt, nú hæstaréttardómari en þá dómari við Héraðsdóm Vesturlands. En þangað leituðu menn ekki síst eftir slíkum heimildum. Í Fréttablaðinu 15. september 2014 er sögð sú frétt að Jón Óttar Ólafsson, fyrrverandi starfsmaður sérstaks saksóknara, hafi sótt slíka heimild heim til Benedikts og Jón Steinar skoraði á Benedikt að svara þeim ávirðingum. Jón Steinar var þá hættur í Hæstarétti sem varadómari. Karl, sem er vinur Benedikts, var afar ósáttur við þetta og taldi Jón Steinar með þessu veitast að vini sínum. Þarna verður vík milli vina. Síðan gerist það stuttu seinna að Karl er kallaður inn í Hæstarétt sem varadómari til sex mánaða. Seinna var hann ráðinn inn varanlega og telur Jón Steinar, sem hefur í bókum sínum, síðast í bókinni „Með lognið í fangið – um afglöp Hæstaréttar eftir hrun“ gagnrýnt Hæstarétt harðlega. Þá sögu ætti ekki að þurfa að rekja. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra tók nýlega hús á hæstaréttardómurum og hitti þar meðal annarra Karl Axelsson. Jón Steinar telur Karl rekast afskaplega vel þar í hópi og það sem meira er; Jón Steinar telur Karl hafa metið það svo að fyrrum tengsl þeirra hafi verið nokkuð sem Karl vilji skera alfarið á til að falla betur inn í hóp dómara. Jón Steinar hefur ekki farið leynt með þá skoðun sína að hann telji um samansúrraða klíku að ræða. Vonlítið að þeir setjist saman yfir kaffibolla Því er staðan nú sú að vonlaust er að þeir Jón Steinar og Karl Axelsson setjist niður yfir kaffibolla vegna deilna um vegaslóðann sem liggur um sumarhúsaland þeirra og finni á því lausn í vinsemd. Til þess þarf atbeina dómstóla. Það hefur orðið hlutskipti Jóns Steinars að standa í deilum við hæstaréttardómara og á hann nú met í deilum við þá í því sem ratað hafa fyrir dómstóla. Fá dæmi eru um að hæstaréttardómarar eigi í málaferlum enda stefnir það réttarfari í fámennu landi í uppnám vegna tengsla, og engin eru dæmi nema Jón Steinar komi þar að málum. Frægt er mál Magnúsar Thoroddsen fyrrum dómara vegna áfengiskaupa hans en þá var Jón Steinar lögmaður Magnúsar. Nú upp á síðkastið hefur Jón Steinar átt í málaferlum við áðurnefndan Benedikt Bogason sem kærði Jón Steinar fyrir meiðyrði í bókinni „Með lognið í fangið“ hvar segir að Hæstaréttardómarar hafi framið réttarmorð. Jón Steinar var sýknaður í því máli en er engu að síður ósáttur hvernig það verkaðist; hann telur tengsl Benedikts við dómstóla hafa orðið þess valdandi að Benedikt hafi ekki verið gert að greiða málskostnað. Og nú er þetta mál milli þeirra Karls og Jóns á komið upp og fyrir dómstóla. Dómsmál Fréttaskýringar Rangárþing ytra Tengdar fréttir Ósanngjörn og móðgandi ummæli leyfileg Réttur til að tjá ósanngjörn, móðgandi og stuðandi ummæli nýtur verndar stjórnarskrárákvæðis um tjáningarfrelsi. Þetta er niðurstaða Landsréttar sem sýknaði Jón Steinar Gunnlaugsson í gær af dómkröfum Benedikts Bogasonar hæstaréttardómara. 23. nóvember 2019 09:30 Segir það af og frá að dómarar Landsréttar hafi beitt Jón Steinar óréttlæti "Það er kunnuglegt stef að þegar Jón Steinar tapar dómsmáli eða niðurstaðan er honum ekki þóknanleg, þá ræðst hann á dómara málsins og fullyrðir að þeir hafi verið hlutdrægir og annarleg sjónarmið hafi ráðið niðurstöðu málsins,“ skrifar Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, hæstaréttarlögmaður í aðsendri grein á Vísi. 25. nóvember 2019 18:34 Lögmannafélagið fær áfrýjunarleyfi í máli gegn Jóni Steinari Fágætt er að óskir um áfrýjun séu samþykktar. 21. júní 2019 12:52 Dómari lætur af störfum Jón Steinar Gunnlaugsson, lögmaður og fyrrverandi hæstaréttardómari, fjallar um verk Markúsar Sigurbjörnssonar sem lét nýverið af störfum sem dómari. 2. október 2019 09:00 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Jón Steinar Gunnlaugsson lögmaður og fyrrverandi hæstaréttardómari auk Kristínar Pálsdóttur eiginkonu Jóns, hafa stefnt Karli Axelssyni hæstaréttardómara fyrir héraðsdóm vegna deilna um vegaslóða sem liggur að sumarbústað þeirra í Landsveit. „Ég hef töluvert álit á Jóni Steinari sem lögmanni. En kann maðurinn hreinlega engar aðrar samskiptaaðferðir en dómstólaleiðina? Ættu ekki menn sem eru ekki bara lögmenn, kollegar og hafa staðið í rekstri saman, heldur hafa líka báðir langa reynslu sem hæstaréttardómarar að geta komist að réttri niðurstöðu um svona ómerkileg mál sín á milli?“ spyr Eva Hauksdóttir lögfræðingur á Facebook-síðu sinni. Spurning Evu er ekki úr vegi en þarna að baki er saga, löng saga sem ef til vill varpar ljósi á það hvar réttarfar í landinu er statt í fámenninu; klemmt og erfitt að halda utan um sjónarmið sem varða hæfi. Jón Steinar og Karl Axelsson voru um langt skeið samherjar og félagar í blíðu og stríðu en svo varð vík milli vina. En fyrst að stefnunni sjálfri en þar er deilt um aðgengi og afnot af vegspotta sem liggur um land Karls að skika sem Jón Steinar á þar við hliðina. Vísir hefur, eins og aðrir fjölmiðlar, stefnuna undir höndum. Þar kemur meðal annars fram að Jón Steinar vill að óskertur umferðarréttur hans um vegarslóðann við vesturmörk sumarbústaðalóðar Karls verði viðurkenndur. Vilja skipta upp lóðinni og gefa börnunum skika Jón Steinar og Karl eiga sinn sumarbústaðinn hvor á landi sem þeir eignuðust árið 2004. Því var svo skipt upp í þrjá skika. Sá sem var næstur þjóðveginum átti að verða sameign en síðan drógu þeir fyrrum félagar um hina skikana tvo. Jón Steinar fékk þann sem var fjær þjóðveginum en Karl skikann í miðjunni. Í stefnunni kemur fram að lóð Jóns Steinar sé 5,97 hektarar en lóð Karls 6,26. Jón Steinar og eiginkona hans gáfu eftir hlutfall umferðarréttarins sem þau nutu yfir hinar lóðirnar tvær, að því er segir í stefnunni. En, hér neðar má sjá kort af landinu sem um ræðir. Hér má sjá lóðirnar sem eru undir í deilunni og fyrirhugað deiliskipulag eða skipting lóðarinnar eins og Jón Steinar og Kristín vilja að verði gerð. Seinna fóru þau hjónin Jón Steinar og Kristín að velta því fyrir sér hvort ekki væri vert að skipta landi sínu í sex lóðir og þá búa þannig um hnúta að börnin þeirra fimm gætu hvert um sig fengið skika ef þau vildu reisa sér sumarbústað. Jón Steinar sendi erindi til skipulagsnefndar Rangárþings ytra og leitaði eftir því að deiliskipulagi landsins yrði skipt upp í sex sumarhúsalóðir með það fyrir augum. Nefndin tók vel í það en snurða hljóp á þráðinn, Karl og eiginkona hans mótmæltu þessum áformum harðlega og lögðu skipulagsyfirvöld sveitarfélagsins við hið sama árar í bát. Röksemdir Karls eru þær að vegarslóðinn þyldi ekki meiri umferð en þegar er. Jón Steinar segist hafa leitað sátta Málið sat því fast en Jón Steinar vill ekki una því og leitar nú til dómsstóla með sín mál. Þá stendur eftir spurning Evu: Hvers vegna í ósköpunum geta reyndir dómarar ekki leyst úr slíku ágreiningsefni sín á milli án þess að það rati fyrir dómstóla? „Ég reyndi að sætta þetta, Guð minn almáttugur,“ segir Jón Steinar í samtali við Vísi. Hann spyr hvort einhver telji það í sína þágu að málin sé steypt í þennan farveg? Víðir Smári er lögmaður Karls í landadeilunni við Jón Steinar.lex „En, það var bara ekki hægt. Ég stóð frammi fyrir því að hætta að deiliskipuleggja mína lóð og leggjast til hvílu í því málefni eða fylgja því eftir. Sveitarfélagið vildi ekki halda málinu áfram meðan þessi deila er fyrir hendi. Ég varð að fara þá leið sem og aðrir borgarar og fá dómsúrlausn. En, auðvitað eiga menn ekki að þurfa að standa í svona, ég er sammála Evu,“ segir Jón Steinar. Óttast aukna umferð um land sitt Lögmaður Karls Axelssonar í málinu er Víðir Smári Petersen hjá lögmannastofunni Lex. Hann segir að málið snúist ekki um það hvort Jón Steinar eða Kristín njóti umferðarréttar um land Karls, eins og skilja megi af fréttum. „Þau eiga fasteignina Urðir, þar sem sumarhús þeirra er, og það er óumdeilt að þau sem landeigendur Urða njóta umferðarréttar að sínu húsi. Karl og Jón Steinar sömdu á sínum tíma um þann umferðarrétt og það samkomulag er þinglýst. Deilan snýst um það hvort þau geti einhliða skipt landi sínu í sex lóðir, byggt á þeim fimm ný sumarhús, og aukið þannig umferð um land Karls, án hans samþykkis. Umbjóðandi minn er þeirrar skoðunar að þetta verði ekki gert nema með hans samþykkis, enda er um að ræða umferð í gegnum land sem er í hans eigu,“ segir Víðir Smári. Jón Steinar í réttarsal. Enginn kemst í hálfkvisti við hann með að draga dómara sjálfa, með einum hætti eða öðrum, fyrir dóm sjálfa.visir/vilhelm Á þessu stigi dómsmálsins er eingöngu tekist á um það hvort stefna gagnaðila standist hefðbundnar formkröfur íslensks réttarfars að sögn hans: „Málið verður ekki flutt og rökrætt efnislega fyrir dómi nema komist verði að þeirri niðurstöðu að málatilbúnaður þeirra standist þessar kröfur.“ Jón Steinar velgjörðarmaður Karls Sú var tíð að Jón Steinar og Karl voru bestu vinir og samherjar. Ragnar Hall hæstaréttarlögmaður vakti athygli á þessu í grein sem birtist á Pressunni en uppleggið var að vilja benda á að Jón Steinar væri mótsagnakenndur í málflutningi sínum. Sú grein er horfin af vefnum en Þórður Snær Júlíusson á Kjarnanum gerði sér mat úr efni hennar í frétt sem birtist 2014. „Jón Steinar rak eins og kunnugt er lögmannstofu í áratugi áður en hann varð dómari í Hæstarétti. Á árinu 1993 kom til starfa hjá honum Karl Axelsson lögmaður, og þeir störfuðu saman allt þar til Jón fór til dómarastarfa 2004. Karl varð meðeigandi að lögmannsstofunni einhvern tíma á þessu árabili," sagði Ragnar í hinni horfnu grein. En hann vildi meina að þessi tengsl hafi ekki hindrað Jón í því að dæma í málum sem Karl flutti á þessu tímabili. Í dag þættu allar dylgjur um að þeir væru að klóra hvor á öðrum bakið fráleitar. Dómarar við Hæstarétt Íslands. Í aftari röð má sjá þá Benedikt (2. frá vinstri) og Karl (lengst til hægri) en Jón Steinar eldar nú grátt silfur við þá tvo.Hæstiréttur Þeir eru til sem myndu segja að Jón Steinar hafi hreinlega verið velgjörðarmaður Karls við upphaf hans ferils. Jón Steinar velkist í það minnsta ekki í vafa þar um: „Ég tók þennan dreng að mér sem nýútskrifaðan lögfræðing og gerði mann úr honum. Þetta er þakklætið sem ég fæ fyrir það,“ segir Jón Steinar í samtali við Morgunblaðið um þetta mál. Jón Steinar tók Karl til sín strax eftir nám, beindi til hans verkefnum, studdi með ráðum og dáð og gerði að meðeiganda í stofu sinni Nestor. Allt lék í lyndi þeirra á millum og bar hvergi skugga á. Það er einmitt á þeim tíma, eða í kringum aldamót, sem umrædd lóð fellur þeim í skaut. Sveinn R. Eyjólfsson þá fjölmiðlakóngur var eigandi að Leirubakka en lenti í deilum við Ágúst Einarsson. Sá síðarnefndi hafði keypt hlutabréf af Sveini í Frjálsri fjölmiðlun en neitaði svo að greiða fyrir bréfin þegar til kastanna kom. Af þessu er sagt í uppgjörsbók Sveins sem kom út í fyrra og ber titilinn „Allt kann sá er bíða kann“. Sumarbústaðalandið hluti málskostnaðar Jón Steinar var lögmaður Sveins í því máli og landið sem átti að vera um 6 hektarar en reyndist svo stærra við nánari athugun var hluti uppgjörs Sveins við Jón Steinar vegna málskostnaðar. Lóðina tóku þeir Jón Steinar og Karl svo út úr fyrirtækinu og skiptu sín á milli, eins og áður segir. Í júlí 2014 skrifaði Jón Steinar grein sem ekki fór vel í Karl en þar er spjótum beint að Benedikt Bogasyni vegna heimilda sem hann gaf út til hlerana.timarit Þar reistu þeir félagar sinn bústaðinn hveo, tiltölulega langt er á milli bústaða en þarna voru þeir Jón og Karl í góðu samkomulagi í um tíu ár, eða þar til fór að kulna í samskiptum þeirra á milli. Þá var farið í að reisa girðingu milli lóðanna en eins og segir í stefnunni kom þá í ljós að Karl og hans eiginkona höfðu plantað trjám inn fyrir lóðamörk Jóns Steinars. Í stað þess að láta þau standa var gripið til þess að rífa þau upp með rótum. Má það heita lýsandi fyrir samskipti hinna fyrrum félaga sem komin voru í hnút. Upphaf hinna kólnandi samskipta Þegar Jón Steinar er skipaður hæstaréttardómari sagði hann sig frá stofunni eins og lög gera ráð fyrir. Enn er þó gott þeirra á milli eins og Ragnar Hall gefur í skyn í grein sinni. Þá kemur upp mál sem vekur reiði Karls í garð velgjörðarmanns síns. Eins og Jón Steinar segir þá horfir það svo við honum að þar skipti máli grein sem hann ritaði í Morgunblaðið hvar hann beinir spjótum sínum að Benedikt Bogasyni í tengslum við mál sem kom upp árið 2014 og varðar úrskurð dómara til að rannsakendur afbrota megi hlera síma, aðgerð sem beinist að friðhelgi einkalífs. Hæstiréttur. Jón Steinar telur afstöðu Karls litast af því meðal annars að hann vilji vera í því liði sem þar starfar innan veggja.visir/vilhelm Grein Jóns Steinars heitir „Sjálfsafgreiðsla“ og þar bendir hann á að á árunum 2008 til 2012 hafi komið til héraðsdómstóla 875 beiðnir um símhlustanir. Aðeins sex eða 0,7 prósentum var hafnað, 99,3 samþykktar. Til samanburðar nefnir Jón Steinar að í Moldóvíu hafi hlutfall samþykktra hlutana á svipuðu tímabili verið á bilinu 97,9 til 99,2 prósent eða ívið lægra en á Íslandi. „Íslensku tölurnar benda til þess að dómstólarnir hafi látið rannsóknaryfirvöldum í té nánast sjálfsafgreiðslu í þessum málaflokki. Það er eins og dómararnir sem um þetta hafa fjallað og afgreitt með þessum hætti líti á sig sem einhvers konar þátttakendur í rannsóknaraðgerðum lögreglu. Þetta er ekki gott.“ Heimildir til hlerana ásteytingarsteinn Sá dómari sem helst var í því að gefa út slíkar heimildir er Benedikt, nú hæstaréttardómari en þá dómari við Héraðsdóm Vesturlands. En þangað leituðu menn ekki síst eftir slíkum heimildum. Í Fréttablaðinu 15. september 2014 er sögð sú frétt að Jón Óttar Ólafsson, fyrrverandi starfsmaður sérstaks saksóknara, hafi sótt slíka heimild heim til Benedikts og Jón Steinar skoraði á Benedikt að svara þeim ávirðingum. Jón Steinar var þá hættur í Hæstarétti sem varadómari. Karl, sem er vinur Benedikts, var afar ósáttur við þetta og taldi Jón Steinar með þessu veitast að vini sínum. Þarna verður vík milli vina. Síðan gerist það stuttu seinna að Karl er kallaður inn í Hæstarétt sem varadómari til sex mánaða. Seinna var hann ráðinn inn varanlega og telur Jón Steinar, sem hefur í bókum sínum, síðast í bókinni „Með lognið í fangið – um afglöp Hæstaréttar eftir hrun“ gagnrýnt Hæstarétt harðlega. Þá sögu ætti ekki að þurfa að rekja. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra tók nýlega hús á hæstaréttardómurum og hitti þar meðal annarra Karl Axelsson. Jón Steinar telur Karl rekast afskaplega vel þar í hópi og það sem meira er; Jón Steinar telur Karl hafa metið það svo að fyrrum tengsl þeirra hafi verið nokkuð sem Karl vilji skera alfarið á til að falla betur inn í hóp dómara. Jón Steinar hefur ekki farið leynt með þá skoðun sína að hann telji um samansúrraða klíku að ræða. Vonlítið að þeir setjist saman yfir kaffibolla Því er staðan nú sú að vonlaust er að þeir Jón Steinar og Karl Axelsson setjist niður yfir kaffibolla vegna deilna um vegaslóðann sem liggur um sumarhúsaland þeirra og finni á því lausn í vinsemd. Til þess þarf atbeina dómstóla. Það hefur orðið hlutskipti Jóns Steinars að standa í deilum við hæstaréttardómara og á hann nú met í deilum við þá í því sem ratað hafa fyrir dómstóla. Fá dæmi eru um að hæstaréttardómarar eigi í málaferlum enda stefnir það réttarfari í fámennu landi í uppnám vegna tengsla, og engin eru dæmi nema Jón Steinar komi þar að málum. Frægt er mál Magnúsar Thoroddsen fyrrum dómara vegna áfengiskaupa hans en þá var Jón Steinar lögmaður Magnúsar. Nú upp á síðkastið hefur Jón Steinar átt í málaferlum við áðurnefndan Benedikt Bogason sem kærði Jón Steinar fyrir meiðyrði í bókinni „Með lognið í fangið“ hvar segir að Hæstaréttardómarar hafi framið réttarmorð. Jón Steinar var sýknaður í því máli en er engu að síður ósáttur hvernig það verkaðist; hann telur tengsl Benedikts við dómstóla hafa orðið þess valdandi að Benedikt hafi ekki verið gert að greiða málskostnað. Og nú er þetta mál milli þeirra Karls og Jóns á komið upp og fyrir dómstóla.
Dómsmál Fréttaskýringar Rangárþing ytra Tengdar fréttir Ósanngjörn og móðgandi ummæli leyfileg Réttur til að tjá ósanngjörn, móðgandi og stuðandi ummæli nýtur verndar stjórnarskrárákvæðis um tjáningarfrelsi. Þetta er niðurstaða Landsréttar sem sýknaði Jón Steinar Gunnlaugsson í gær af dómkröfum Benedikts Bogasonar hæstaréttardómara. 23. nóvember 2019 09:30 Segir það af og frá að dómarar Landsréttar hafi beitt Jón Steinar óréttlæti "Það er kunnuglegt stef að þegar Jón Steinar tapar dómsmáli eða niðurstaðan er honum ekki þóknanleg, þá ræðst hann á dómara málsins og fullyrðir að þeir hafi verið hlutdrægir og annarleg sjónarmið hafi ráðið niðurstöðu málsins,“ skrifar Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, hæstaréttarlögmaður í aðsendri grein á Vísi. 25. nóvember 2019 18:34 Lögmannafélagið fær áfrýjunarleyfi í máli gegn Jóni Steinari Fágætt er að óskir um áfrýjun séu samþykktar. 21. júní 2019 12:52 Dómari lætur af störfum Jón Steinar Gunnlaugsson, lögmaður og fyrrverandi hæstaréttardómari, fjallar um verk Markúsar Sigurbjörnssonar sem lét nýverið af störfum sem dómari. 2. október 2019 09:00 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Ósanngjörn og móðgandi ummæli leyfileg Réttur til að tjá ósanngjörn, móðgandi og stuðandi ummæli nýtur verndar stjórnarskrárákvæðis um tjáningarfrelsi. Þetta er niðurstaða Landsréttar sem sýknaði Jón Steinar Gunnlaugsson í gær af dómkröfum Benedikts Bogasonar hæstaréttardómara. 23. nóvember 2019 09:30
Segir það af og frá að dómarar Landsréttar hafi beitt Jón Steinar óréttlæti "Það er kunnuglegt stef að þegar Jón Steinar tapar dómsmáli eða niðurstaðan er honum ekki þóknanleg, þá ræðst hann á dómara málsins og fullyrðir að þeir hafi verið hlutdrægir og annarleg sjónarmið hafi ráðið niðurstöðu málsins,“ skrifar Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, hæstaréttarlögmaður í aðsendri grein á Vísi. 25. nóvember 2019 18:34
Lögmannafélagið fær áfrýjunarleyfi í máli gegn Jóni Steinari Fágætt er að óskir um áfrýjun séu samþykktar. 21. júní 2019 12:52
Dómari lætur af störfum Jón Steinar Gunnlaugsson, lögmaður og fyrrverandi hæstaréttardómari, fjallar um verk Markúsar Sigurbjörnssonar sem lét nýverið af störfum sem dómari. 2. október 2019 09:00