Landið opnar fyrir ferðamönnum 15. júní Heimir Már Pétursson og Andri Eysteinsson skrifa 12. maí 2020 19:59 Landið verður formlega opnað fyrir komum ferðamanna hinn 15. júní en þeir verða annað hvort að fara í sýnatöku við komuna eða framvísa gildu vottorði úr heimalandinu en sæta tveggja vikna sóttkví ella. Forsætisráðherra ásamt fimm öðrum ráðherrum kynnti tilslakanir á ferðabanni sem tók gildi með með lokun ytri landamæra Schengen svæðisins hinn 20. mars sem leitt hefur til þess að millilandaflug hefur nánast alveg legið niðri síðan þá. Að tillögu sóttvarnalæknis verður það sem kallað hefur verið sóttkví B eða sóttkví á vinnustað útvíkkuð næsta föstudag. „Mun ná til þeirra sem koma hingað til starfa í afmörkuð verkefni. Þar get ég nefnt til að mynda vísindamenn, kvikmyndatökumenn, fréttamenn, íþróttalið til æfinga. Þá hefur sóttvarnarlæknir einnig lagt til að Færeyjar og Grænland verði tekin af lista yfir hááhættusvæði,“ sagði forsætisráðherra. Þrír valkostir standa til boða. Ekki er þó um að ræða mótefnamælingu líkt og segir á myndinni heldur sýnatöku.Grafík Það þýðir í raun að fólk frá þessum löndum geti hindrunarlaust komið til Íslands. Stóra skrefið verður hins vegar að óbreyttu ekki stigið fyrr en 15. júní að því gefnu að allt gangi upp varðandi losun sóttvarnatakmarkanna í landinu. „Þá er stefnt að því að eigi síðar en 15. júní geti ferðamenn sem koma til landsins og að sjálfsögðu þá líka Íslendingar sem koma til landsins átt val. Um að í stað þess að fara í tveggja vikna sóttkví geti þeir annað hvort farið í skimun á Keflavíkurflugvelli eða framvísað vottorði sem er metið fullgilt af íslenskum heilbrigðisyfirvöldum. Þá verði farþegum gert að hala niður smitrakningarappinu í síma sína og dvelja heima hjá sér eða á gististað þar til svar úr sýnatöku liggi fyrir síðar sama dag. Staðan verði metin tveimur vikum síðar. Þá verði farið í hagræna greiningu á þessari aðferð fyrir mánaðamót og samráð haft við alla þá sem að komi munu að framkvæmd hennar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Samkomubann á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Landið verður formlega opnað fyrir komum ferðamanna hinn 15. júní en þeir verða annað hvort að fara í sýnatöku við komuna eða framvísa gildu vottorði úr heimalandinu en sæta tveggja vikna sóttkví ella. Forsætisráðherra ásamt fimm öðrum ráðherrum kynnti tilslakanir á ferðabanni sem tók gildi með með lokun ytri landamæra Schengen svæðisins hinn 20. mars sem leitt hefur til þess að millilandaflug hefur nánast alveg legið niðri síðan þá. Að tillögu sóttvarnalæknis verður það sem kallað hefur verið sóttkví B eða sóttkví á vinnustað útvíkkuð næsta föstudag. „Mun ná til þeirra sem koma hingað til starfa í afmörkuð verkefni. Þar get ég nefnt til að mynda vísindamenn, kvikmyndatökumenn, fréttamenn, íþróttalið til æfinga. Þá hefur sóttvarnarlæknir einnig lagt til að Færeyjar og Grænland verði tekin af lista yfir hááhættusvæði,“ sagði forsætisráðherra. Þrír valkostir standa til boða. Ekki er þó um að ræða mótefnamælingu líkt og segir á myndinni heldur sýnatöku.Grafík Það þýðir í raun að fólk frá þessum löndum geti hindrunarlaust komið til Íslands. Stóra skrefið verður hins vegar að óbreyttu ekki stigið fyrr en 15. júní að því gefnu að allt gangi upp varðandi losun sóttvarnatakmarkanna í landinu. „Þá er stefnt að því að eigi síðar en 15. júní geti ferðamenn sem koma til landsins og að sjálfsögðu þá líka Íslendingar sem koma til landsins átt val. Um að í stað þess að fara í tveggja vikna sóttkví geti þeir annað hvort farið í skimun á Keflavíkurflugvelli eða framvísað vottorði sem er metið fullgilt af íslenskum heilbrigðisyfirvöldum. Þá verði farþegum gert að hala niður smitrakningarappinu í síma sína og dvelja heima hjá sér eða á gististað þar til svar úr sýnatöku liggi fyrir síðar sama dag. Staðan verði metin tveimur vikum síðar. Þá verði farið í hagræna greiningu á þessari aðferð fyrir mánaðamót og samráð haft við alla þá sem að komi munu að framkvæmd hennar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Samkomubann á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira