„Ég segi þeim að svartur maður sé að ógna lífi mínu“ Samúel Karl Ólason skrifar 26. maí 2020 12:22 Myndband af hvítri konu hóta því að siga lögreglunni á svartan mann sem bað hana um að setja ól á hund sinn í New York hefur valdið miklu fjaðrafoki undanfarinn sólarhring. Konan hefur verið sett í leyfi í vinnu sinni og gaf frá sér hund sinn vegna ásakana um dýraníð. Konan, sem heitir Amy Cooper, hefur beðist afsökunar og segist hafa brugðist of harkalega við því þegar Christian Cooper, sem er ekki skyldur henni, ræddi við hana. Christian Cooper var við fuglaskoðun í Central Park í New York í sérstökum hluta garðsins sem kallast Ramble. Þar er lausaganga hunda alfarið bönnuð vegna umfangsmikils dýralífs. Hann birti í gær myndband af hluta samskipta hans við Amy Cooper þar sem hún segir meðal annars að hún ætli að segja lögreglunni að svartur maður sé að ógna lífi hennar. Christian segir að einu samskipti þeirra fyrir það hafi verið á þá leið að hann hafi beðið hana um að setja ól á hundinn, því það sé gegn reglunum að hann gangi laus. Hún hafi sagt nei og þá hafi hann kallað hundinn til sín. Hann segir hana hafa brugðist reiða við því. Málið hefur verið sett sérstaklega í samhengi við dauða Ahmaud Arbery, sem var skotinn til bana þar sem hann var að skokka í Georgíu. Amy Cooper hefur verið sökuð um að vopnvæða lögregluna. „Við lifum á tímum Ahmaud Arbery þar sem svartir menn eru skotnir niður vegna ályktana um svarta menn, svart fólk, og ég ætla ekki að taka þátt í því,“ sagði Christian Cooper við NBC News. Í samtali við CNN segist Amy ekki vera rasisti og að ætlun hennar hafi ekki verið að meiða eða særa Christian á nokkurn hátt. „Ég held ég hafi bara verið hrædd. Þegar þú ert ein í Ramble, veit maður ekki hvað getur ekki gerst. Það er ekki afsökun. Þetta er óverjanlegt,“ sagði hún. Eftir að Amy Cooper setti ól á hundinn þakkaði Christian henni fyrir og slökkti á upptökunni. Hann var farinn þegar lögregluþjóna bar að garði. Hún segist nú átta sig á því að það sé ekki á færi allra að líta til lögreglunnar varðandi vernd. Amy hafði tekið að sér umræddan hund nokkrum dögum áður. Fjölmargir hafa sakað hana um dýraníð vegna þess hve hún þrengdi að hálsól hundsins á myndbandinu. Abandoned Angels Cocker Spaniel Rescue, samtökin sem hún fékk hundinn hjá, segja Amy hafa skilað honum. Bandaríkin Mest lesið Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Innlent Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Innlent Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Innlent Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Innlent Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Erlent Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Fleiri fréttir Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Sjá meira
Myndband af hvítri konu hóta því að siga lögreglunni á svartan mann sem bað hana um að setja ól á hund sinn í New York hefur valdið miklu fjaðrafoki undanfarinn sólarhring. Konan hefur verið sett í leyfi í vinnu sinni og gaf frá sér hund sinn vegna ásakana um dýraníð. Konan, sem heitir Amy Cooper, hefur beðist afsökunar og segist hafa brugðist of harkalega við því þegar Christian Cooper, sem er ekki skyldur henni, ræddi við hana. Christian Cooper var við fuglaskoðun í Central Park í New York í sérstökum hluta garðsins sem kallast Ramble. Þar er lausaganga hunda alfarið bönnuð vegna umfangsmikils dýralífs. Hann birti í gær myndband af hluta samskipta hans við Amy Cooper þar sem hún segir meðal annars að hún ætli að segja lögreglunni að svartur maður sé að ógna lífi hennar. Christian segir að einu samskipti þeirra fyrir það hafi verið á þá leið að hann hafi beðið hana um að setja ól á hundinn, því það sé gegn reglunum að hann gangi laus. Hún hafi sagt nei og þá hafi hann kallað hundinn til sín. Hann segir hana hafa brugðist reiða við því. Málið hefur verið sett sérstaklega í samhengi við dauða Ahmaud Arbery, sem var skotinn til bana þar sem hann var að skokka í Georgíu. Amy Cooper hefur verið sökuð um að vopnvæða lögregluna. „Við lifum á tímum Ahmaud Arbery þar sem svartir menn eru skotnir niður vegna ályktana um svarta menn, svart fólk, og ég ætla ekki að taka þátt í því,“ sagði Christian Cooper við NBC News. Í samtali við CNN segist Amy ekki vera rasisti og að ætlun hennar hafi ekki verið að meiða eða særa Christian á nokkurn hátt. „Ég held ég hafi bara verið hrædd. Þegar þú ert ein í Ramble, veit maður ekki hvað getur ekki gerst. Það er ekki afsökun. Þetta er óverjanlegt,“ sagði hún. Eftir að Amy Cooper setti ól á hundinn þakkaði Christian henni fyrir og slökkti á upptökunni. Hann var farinn þegar lögregluþjóna bar að garði. Hún segist nú átta sig á því að það sé ekki á færi allra að líta til lögreglunnar varðandi vernd. Amy hafði tekið að sér umræddan hund nokkrum dögum áður. Fjölmargir hafa sakað hana um dýraníð vegna þess hve hún þrengdi að hálsól hundsins á myndbandinu. Abandoned Angels Cocker Spaniel Rescue, samtökin sem hún fékk hundinn hjá, segja Amy hafa skilað honum.
Bandaríkin Mest lesið Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Innlent Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Innlent Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Innlent Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Innlent Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Erlent Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Fleiri fréttir Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Sjá meira
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent