Vélmenni hrista kokteila á Hafnartorgi Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 10. júní 2020 20:00 Það eru ekki mennskir barþjónar heldur vélmenni sem hrista kokteila á nýjum stað sem var opnaður á Hafnartorgi nýverið. Það er fyrirtækið Glacierfire sem rekur staðinn sem er sá fyrsti sinnar tegundar hjá fyrirtækinu í Evrópu en stefnan er að opna fleiri staði víðar um álfuna. Eigendur fyrirtækisins eru frá Úganda og Suður Afríku en þeir opnuðu staðinn í samstarfi við íslenskan viðskiptafélaga í lok mars. Ríflega tveimur milljónum Bandaríkjadala hefur verið fjárfest í stofnkostnað en um 70% af starfsemi og þjónustu staðarins, sem ber nafnið Ice + Fries, þarfnast engra beinna mannlegra samskipta. Þegar pöntun hefur verið staðfest í sjálfsafgreiðsluvélum taka vélmenni við og hrista drykkina. Það tekur vélmennin Ragnar og Fróða eina til tvær mínútur að útbúa drykk, afgreiðslutíminn getur þó verið töluvert lengri þegar mikið er að gera. Einnig er hægt að panta mat en á næstunni stendur til að bjóða upp á nokkra rétti af þrívíddarprentuðum mat sem yrði þá í fyrsta sinn á Íslandi. Gervigreind sér þó ekki ein um alla vinnuna en átta manns eru í fullu starfi hjá fyrirtækinu á Íslandi, átta til viðbótar eru í hlutastarfi og nokkrir í verktöku. Í samtali við fréttastofu segist eigandinn Priyesh Patel vera bjartsýnn á að reksturinn muni ganga vel, þótt tímasetning opnunarinnar hafi verið óvenjuleg í ljósi kórónuveirufaraldursins. Hann hafi mikla trú á viðskiptalíkaninu en gervigreindin hjálpi til við að auka framleiðni. Matur Gervigreind Tækni Veitingastaðir Reykjavík Næturlíf Mest lesið Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Atvinnulíf Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Viðskipti innlent Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Viðskipti innlent Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Viðskipti innlent Wok to Walk opnar á Smáratorgi Viðskipti innlent Hefur styrkt KR um 300 milljónir Viðskipti innlent Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Viðskipti innlent Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Viðskipti erlent Ari og Ágúst til Reita Viðskipti innlent Verð á kaffi sögulega hátt Viðskipti erlent Fleiri fréttir Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Ari og Ágúst til Reita Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Hefur styrkt KR um 300 milljónir Kaup Símans á Noona gengin í gegn Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Hætta við skerðingar norðan- og austantil Bein útsending: Sameiginleg fjárfestakynning Marel og JBT Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Wok to Walk opnar á Smáratorgi Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Fjölmiðlar á landsbyggðinni fá rúma milljón hver Kapp kaupir bandarískt félag Sesselja nýr forstjóri Genis Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Sækja reynslubolta í viðskiptagreind til Cubus Metsætanýting í nóvember hjá Icelandair Sjá meira
Það eru ekki mennskir barþjónar heldur vélmenni sem hrista kokteila á nýjum stað sem var opnaður á Hafnartorgi nýverið. Það er fyrirtækið Glacierfire sem rekur staðinn sem er sá fyrsti sinnar tegundar hjá fyrirtækinu í Evrópu en stefnan er að opna fleiri staði víðar um álfuna. Eigendur fyrirtækisins eru frá Úganda og Suður Afríku en þeir opnuðu staðinn í samstarfi við íslenskan viðskiptafélaga í lok mars. Ríflega tveimur milljónum Bandaríkjadala hefur verið fjárfest í stofnkostnað en um 70% af starfsemi og þjónustu staðarins, sem ber nafnið Ice + Fries, þarfnast engra beinna mannlegra samskipta. Þegar pöntun hefur verið staðfest í sjálfsafgreiðsluvélum taka vélmenni við og hrista drykkina. Það tekur vélmennin Ragnar og Fróða eina til tvær mínútur að útbúa drykk, afgreiðslutíminn getur þó verið töluvert lengri þegar mikið er að gera. Einnig er hægt að panta mat en á næstunni stendur til að bjóða upp á nokkra rétti af þrívíddarprentuðum mat sem yrði þá í fyrsta sinn á Íslandi. Gervigreind sér þó ekki ein um alla vinnuna en átta manns eru í fullu starfi hjá fyrirtækinu á Íslandi, átta til viðbótar eru í hlutastarfi og nokkrir í verktöku. Í samtali við fréttastofu segist eigandinn Priyesh Patel vera bjartsýnn á að reksturinn muni ganga vel, þótt tímasetning opnunarinnar hafi verið óvenjuleg í ljósi kórónuveirufaraldursins. Hann hafi mikla trú á viðskiptalíkaninu en gervigreindin hjálpi til við að auka framleiðni.
Matur Gervigreind Tækni Veitingastaðir Reykjavík Næturlíf Mest lesið Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Atvinnulíf Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Viðskipti innlent Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Viðskipti innlent Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Viðskipti innlent Wok to Walk opnar á Smáratorgi Viðskipti innlent Hefur styrkt KR um 300 milljónir Viðskipti innlent Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Viðskipti innlent Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Viðskipti erlent Ari og Ágúst til Reita Viðskipti innlent Verð á kaffi sögulega hátt Viðskipti erlent Fleiri fréttir Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Ari og Ágúst til Reita Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Hefur styrkt KR um 300 milljónir Kaup Símans á Noona gengin í gegn Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Hætta við skerðingar norðan- og austantil Bein útsending: Sameiginleg fjárfestakynning Marel og JBT Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Wok to Walk opnar á Smáratorgi Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Fjölmiðlar á landsbyggðinni fá rúma milljón hver Kapp kaupir bandarískt félag Sesselja nýr forstjóri Genis Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Sækja reynslubolta í viðskiptagreind til Cubus Metsætanýting í nóvember hjá Icelandair Sjá meira