Litla baunin leysir ljónið frá Svíþjóð af hólmi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. janúar 2020 12:00 Hernandez í treyju Sevilla. Vísir/Getty Javier Hernandez eða „Chicharito“ eins og hann er oftar en ekki kallaður er genginn til liðs við LA Galaxy í MLS deildinni í Bandaríkjunum. Þar mun hann leysa Zlatan Ibrahimovic af hólmi en Zlatan gekk til liðs við ítalska stórveldið AC Milan fyrr á þessu ári. Þetta staðfesti Hernandez sjálfur í viðtali við LA Times í gærdag. Þar talaði hann um að þetta væri rétti tíminn og rétta tækifærið. Hernandez er frá Mexíkó og er því kominn nálægt heimaslóðum. Samkvæmt heimildum BBC Sport verður hann einnig launahæsti leikmaður deildarinnar og eflaust hefur það haft sitt að segja að þessi 31 árs gamli framherji ákvað að fara úr spænsku úrvalsdeildinni yfir í MLS deildina. Jonathan Dos Santos, samherji Hernandez í mexíkóska landsliðinu er einnig á mála hjá LA Galaxy. Þá er Carlos Vela, markahæsti leikmaður MLS deildarinnar á síðustu leiktíð, í hinu Los Angeles liðinu sem heitir einfaldlega Los Angeles Football Club. Hernandez sagði jafnframt við LA Times að þetta væri kjörið tækifæri til að leika listir sínir fyrir framan mexíkóska aðdáendur sem og að tryggja sæti sitt í framlínu Mexíkó fyrir HM sem fram fer 2022 í Katar. Hinn 31 árs gamli Hernandez gerði garðinn frægan hjá Manchester United, þar lék hann 103 leiki og skoraði alls 37 mörk. Þaðan fór hann svo til Real Madrid á láni áður en þýska félagið Bayer Leverkusen keypti leikmanninn. Þar blómstraði Hernandez og skoraði að meðaltali í öðrum hverjum leik í þýsku Bundesligunni. Eftir dvölina í Þýskalandi gekk Hernandez í raðir West Ham United áður en hann gekk svo til liðs við Sevilla síðasta sumar. Ekki gengu hlutirnir upp hjá Sevilla og ákvað spænska félagið að selja Hernandez til Bandaríkjanna. Þá hefur Hernandez spilað 109 leiki fyrir Mexíkó og gert í þeim 52 mörk. Talið er að Galaxy borgi 8.5 milljónir evra fyrir Hernandez sem skrifar undir þriggja ára samning. Galaxy rétt missti af sæti í úrslitakeppninni á síðustu leiktíð en félagið er sigursælasta félag í sögu MLS með fimm titla alls. Javier Hernandez confirms his move to LA Galaxy in an interview with the @latimes "It was the right time, the right opportunity" pic.twitter.com/f1mM9AFiqB— B/R Football (@brfootball) January 21, 2020 MLS Mest lesið Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Fótbolti Sveindís Jane: Ég mun aldrei gleyma þessu kvöldi Fótbolti Furðulegt fagn sem enginn skilur Enski boltinn Alisson á sömu ósk og svo margir stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Einn af leikvöngunum á HM 2034 verður í 350 metra hæð frá jörðu Fótbolti Mourinho daðrar við Real Madrid Fótbolti Barcelona vann dramatískan sigur í Þýskalandi Fótbolti „Vinnum ekki leiki ef við spilum ekki vörn“ Sport Hákon skoraði sigurmark Lille í Meistaradeildinni Fótbolti Fjörutíu marka kvöld hjá stelpunum hans Þóris Handbolti Fleiri fréttir „Núna erum við allt í einu komnir í draumalandið“ Alisson á sömu ósk og svo margir stuðningsmenn Liverpool Mourinho daðrar við Real Madrid Furðulegt fagn sem enginn skilur Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Sveindís Jane: Ég mun aldrei gleyma þessu kvöldi Einn af leikvöngunum á HM 2034 verður í 350 metra hæð frá jörðu Barcelona vann dramatískan sigur í Þýskalandi Saka í aðalhltuverki hjá Arsenal Manchester City áfram í miklu basli eftir tap á Ítalíu Hákon skoraði sigurmark Lille í Meistaradeildinni Sveindís með fernu í Meistaradeildinni „Megum ekki gleyma að þetta er bara ungur strákur“ Benóný Breki orðinn leikmaður Stockport HM 2034 verður í Sádi Arabíu Sker niður jólagjöfina til starfsfólks United Svona var blaðamannafundur Víkings Eftir sjö mínútna fund var stefnan sett á báða titla Aðstoðardómarinn grét eftir leik Fjöldi umsókna borist og áhugaverð nöfn á borðinu „Erfitt að vinna með einhverjum betri en Heimi“ Annar Norðmaður gæti tekið við Íslandi Mörkin í Meistaradeild: Víti Liverpool, mistök markvarða og Real-tríóið Rio: Vonandi jafn vægðarlausir gagnvart leikmönnunum sem ekkert geta „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Barcelona í kapphlaupi við tímann Tryggði titilinn með marki beint úr aukaspyrnu Aston Villa henti RB Leipzig út úr Meistaradeildinni Þrenningin á skotskónum og Real slapp heim með öll stigin Arne Slot var reiður eftir leikinn: Allt annað en ánægður Sjá meira
Javier Hernandez eða „Chicharito“ eins og hann er oftar en ekki kallaður er genginn til liðs við LA Galaxy í MLS deildinni í Bandaríkjunum. Þar mun hann leysa Zlatan Ibrahimovic af hólmi en Zlatan gekk til liðs við ítalska stórveldið AC Milan fyrr á þessu ári. Þetta staðfesti Hernandez sjálfur í viðtali við LA Times í gærdag. Þar talaði hann um að þetta væri rétti tíminn og rétta tækifærið. Hernandez er frá Mexíkó og er því kominn nálægt heimaslóðum. Samkvæmt heimildum BBC Sport verður hann einnig launahæsti leikmaður deildarinnar og eflaust hefur það haft sitt að segja að þessi 31 árs gamli framherji ákvað að fara úr spænsku úrvalsdeildinni yfir í MLS deildina. Jonathan Dos Santos, samherji Hernandez í mexíkóska landsliðinu er einnig á mála hjá LA Galaxy. Þá er Carlos Vela, markahæsti leikmaður MLS deildarinnar á síðustu leiktíð, í hinu Los Angeles liðinu sem heitir einfaldlega Los Angeles Football Club. Hernandez sagði jafnframt við LA Times að þetta væri kjörið tækifæri til að leika listir sínir fyrir framan mexíkóska aðdáendur sem og að tryggja sæti sitt í framlínu Mexíkó fyrir HM sem fram fer 2022 í Katar. Hinn 31 árs gamli Hernandez gerði garðinn frægan hjá Manchester United, þar lék hann 103 leiki og skoraði alls 37 mörk. Þaðan fór hann svo til Real Madrid á láni áður en þýska félagið Bayer Leverkusen keypti leikmanninn. Þar blómstraði Hernandez og skoraði að meðaltali í öðrum hverjum leik í þýsku Bundesligunni. Eftir dvölina í Þýskalandi gekk Hernandez í raðir West Ham United áður en hann gekk svo til liðs við Sevilla síðasta sumar. Ekki gengu hlutirnir upp hjá Sevilla og ákvað spænska félagið að selja Hernandez til Bandaríkjanna. Þá hefur Hernandez spilað 109 leiki fyrir Mexíkó og gert í þeim 52 mörk. Talið er að Galaxy borgi 8.5 milljónir evra fyrir Hernandez sem skrifar undir þriggja ára samning. Galaxy rétt missti af sæti í úrslitakeppninni á síðustu leiktíð en félagið er sigursælasta félag í sögu MLS með fimm titla alls. Javier Hernandez confirms his move to LA Galaxy in an interview with the @latimes "It was the right time, the right opportunity" pic.twitter.com/f1mM9AFiqB— B/R Football (@brfootball) January 21, 2020
MLS Mest lesið Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Fótbolti Sveindís Jane: Ég mun aldrei gleyma þessu kvöldi Fótbolti Furðulegt fagn sem enginn skilur Enski boltinn Alisson á sömu ósk og svo margir stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Einn af leikvöngunum á HM 2034 verður í 350 metra hæð frá jörðu Fótbolti Mourinho daðrar við Real Madrid Fótbolti Barcelona vann dramatískan sigur í Þýskalandi Fótbolti „Vinnum ekki leiki ef við spilum ekki vörn“ Sport Hákon skoraði sigurmark Lille í Meistaradeildinni Fótbolti Fjörutíu marka kvöld hjá stelpunum hans Þóris Handbolti Fleiri fréttir „Núna erum við allt í einu komnir í draumalandið“ Alisson á sömu ósk og svo margir stuðningsmenn Liverpool Mourinho daðrar við Real Madrid Furðulegt fagn sem enginn skilur Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Sveindís Jane: Ég mun aldrei gleyma þessu kvöldi Einn af leikvöngunum á HM 2034 verður í 350 metra hæð frá jörðu Barcelona vann dramatískan sigur í Þýskalandi Saka í aðalhltuverki hjá Arsenal Manchester City áfram í miklu basli eftir tap á Ítalíu Hákon skoraði sigurmark Lille í Meistaradeildinni Sveindís með fernu í Meistaradeildinni „Megum ekki gleyma að þetta er bara ungur strákur“ Benóný Breki orðinn leikmaður Stockport HM 2034 verður í Sádi Arabíu Sker niður jólagjöfina til starfsfólks United Svona var blaðamannafundur Víkings Eftir sjö mínútna fund var stefnan sett á báða titla Aðstoðardómarinn grét eftir leik Fjöldi umsókna borist og áhugaverð nöfn á borðinu „Erfitt að vinna með einhverjum betri en Heimi“ Annar Norðmaður gæti tekið við Íslandi Mörkin í Meistaradeild: Víti Liverpool, mistök markvarða og Real-tríóið Rio: Vonandi jafn vægðarlausir gagnvart leikmönnunum sem ekkert geta „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Barcelona í kapphlaupi við tímann Tryggði titilinn með marki beint úr aukaspyrnu Aston Villa henti RB Leipzig út úr Meistaradeildinni Þrenningin á skotskónum og Real slapp heim með öll stigin Arne Slot var reiður eftir leikinn: Allt annað en ánægður Sjá meira