Leikmenn ÍR eru ekki nógu góðir til að spila í efstu deild Andri Már Eggertsson skrifar 30. apríl 2021 22:00 Kristinn var ósáttur með hversu lítið sínir menn lögðu á sig. Vísir/Elín ÍR féll endanlega úr Olís deildinni í kvöld eftir 26 - 32 tap á móti Gróttu. Kristinn Björgúlfsson þjálfari ÍR var afar svekktur með liðið sitt eftir tap kvöldsins. „Þó við föllum tölfræðilega í kvöld, þá vorum við löngu fallnir úr deildinni og því eru tilfinningarnar mínar ekkert öðruvísi eftir þennan leik. Það er fínt að við séum endanlega fallnir því það er enginn í mínu liði sem er nógu góður til að spila í Olís deildinni," sagði Kristinn eftir leik. ÍR átti góðan fyrri hálfleik og lék liðið afar vel um miðjan fyrri hálfleik þar sem þeir komust mest 12 - 9 yfir. „Á þessum kafla spiluðum við eins og menn, við þorðum að fara í aðgerðir. Við fáum síðan á okkur 3 - 0 kafla rétt fyrir hálfleik sem við fylgdum eftir með ömurlegum seinni hálfleik, þar sem við einfaldlega þorðum ekki," sagði Kristinn og bætti við að léleg skot ÍR kveiktu í Stefáni markverði Gróttu. Kristinn Björgúlfsson tók leikhlé þegar tæplega 10 mínútur voru eftir af leiknum þar sem hann lét það vel í sér heyra að flestir íbúar Breiðholts hafa eflaust heyrt öskrin í honum. „Ég hef engann áhuga á því að vera alltaf að tapa leikjum, ég legg á mig hellings vinnu fyrir þetta lið dag og nótt en fæ aldrei neitt greitt fyrir það." Kristinn sagði að munurinn á ÍR og Gróttu væri að leikmenn Gróttu hafa lagt talsvert meira á sig en hans menn sem skilur liðin að. „Leikmenn ÍR leggja ekki nægilega mikið á sig, ástæðan fyrir því að Grótta eru með öll sín stig er vegna þess að þeir eru duglegir og vinnusamir sem er vel gert hjá þeim." „Það er bæði innan sem utan vallar sem mitt lið er ekki að leggja næginlega mikið á sig, þetta helst allt í hendur. Ég hef oft talað um að við klikkum mikið á dauðafærum, það er hægt að rétt ýminda sér hvernig færa nýtingin er á æfingum hjá okkur," sagði Kristinn að lokum og bætti við að ÍR er bara Grill lið. ÍR Olís-deild karla Handbolti Íslenski handboltinn Mest lesið Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Enski boltinn Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Fótbolti „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Enski boltinn Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Fótbolti Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Enski boltinn Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Körfubolti Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Körfubolti Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Enski boltinn Loksins vann City Enski boltinn Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Handbolti Fleiri fréttir Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Óðni héldu engin bönd í toppslagnum Bjarki Már með sex í hundraðasta leiknum fyrir Veszprém Hrútfirska hornakonan ein sú markahæsta og öruggasta á EM Stelpurnar hans Þóris þéna mun minna samtals en hlaupari Frammistaðan á EM skilaði stelpunum í efri styrkleikaflokk í fyrsta sinn Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Skýrsla Vals: Bölvaður Berlínarmúrinn „Fyrir mig var þetta gríðarlega erfitt“ Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Elín Rósa: Við náðum okkar helsta markmiði „Ákveðinn í að láta þennan leik ekki sitja í mér“ „Langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót“ Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Svona eru milliriðlar EM: Þórir byrjar á Dönum Færeyjum skellt af herraþjóðinni og Holland vann með tuttugu Elísa veik og ekki með Tíu sinnum betri handboltaferð en aðrir hafa farið í „Við sjáum möguleika þarna“ „Þær eru búnar að taka nokkra krísufundina“ Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Útilokar ekki að Ómar Ingi verði með á HM Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Ómar Ingi ekki með á HM „Þýska liðið er allt önnur skepna“ „Förum léttar inn í þennan leik“ Leikdagur í Innsbruck: Hitum logsuðutækin Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ „Þá rennur stressið af manni“ Sjá meira
„Þó við föllum tölfræðilega í kvöld, þá vorum við löngu fallnir úr deildinni og því eru tilfinningarnar mínar ekkert öðruvísi eftir þennan leik. Það er fínt að við séum endanlega fallnir því það er enginn í mínu liði sem er nógu góður til að spila í Olís deildinni," sagði Kristinn eftir leik. ÍR átti góðan fyrri hálfleik og lék liðið afar vel um miðjan fyrri hálfleik þar sem þeir komust mest 12 - 9 yfir. „Á þessum kafla spiluðum við eins og menn, við þorðum að fara í aðgerðir. Við fáum síðan á okkur 3 - 0 kafla rétt fyrir hálfleik sem við fylgdum eftir með ömurlegum seinni hálfleik, þar sem við einfaldlega þorðum ekki," sagði Kristinn og bætti við að léleg skot ÍR kveiktu í Stefáni markverði Gróttu. Kristinn Björgúlfsson tók leikhlé þegar tæplega 10 mínútur voru eftir af leiknum þar sem hann lét það vel í sér heyra að flestir íbúar Breiðholts hafa eflaust heyrt öskrin í honum. „Ég hef engann áhuga á því að vera alltaf að tapa leikjum, ég legg á mig hellings vinnu fyrir þetta lið dag og nótt en fæ aldrei neitt greitt fyrir það." Kristinn sagði að munurinn á ÍR og Gróttu væri að leikmenn Gróttu hafa lagt talsvert meira á sig en hans menn sem skilur liðin að. „Leikmenn ÍR leggja ekki nægilega mikið á sig, ástæðan fyrir því að Grótta eru með öll sín stig er vegna þess að þeir eru duglegir og vinnusamir sem er vel gert hjá þeim." „Það er bæði innan sem utan vallar sem mitt lið er ekki að leggja næginlega mikið á sig, þetta helst allt í hendur. Ég hef oft talað um að við klikkum mikið á dauðafærum, það er hægt að rétt ýminda sér hvernig færa nýtingin er á æfingum hjá okkur," sagði Kristinn að lokum og bætti við að ÍR er bara Grill lið.
ÍR Olís-deild karla Handbolti Íslenski handboltinn Mest lesið Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Enski boltinn Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Fótbolti „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Enski boltinn Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Fótbolti Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Enski boltinn Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Körfubolti Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Körfubolti Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Enski boltinn Loksins vann City Enski boltinn Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Handbolti Fleiri fréttir Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Óðni héldu engin bönd í toppslagnum Bjarki Már með sex í hundraðasta leiknum fyrir Veszprém Hrútfirska hornakonan ein sú markahæsta og öruggasta á EM Stelpurnar hans Þóris þéna mun minna samtals en hlaupari Frammistaðan á EM skilaði stelpunum í efri styrkleikaflokk í fyrsta sinn Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Skýrsla Vals: Bölvaður Berlínarmúrinn „Fyrir mig var þetta gríðarlega erfitt“ Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Elín Rósa: Við náðum okkar helsta markmiði „Ákveðinn í að láta þennan leik ekki sitja í mér“ „Langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót“ Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Svona eru milliriðlar EM: Þórir byrjar á Dönum Færeyjum skellt af herraþjóðinni og Holland vann með tuttugu Elísa veik og ekki með Tíu sinnum betri handboltaferð en aðrir hafa farið í „Við sjáum möguleika þarna“ „Þær eru búnar að taka nokkra krísufundina“ Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Útilokar ekki að Ómar Ingi verði með á HM Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Ómar Ingi ekki með á HM „Þýska liðið er allt önnur skepna“ „Förum léttar inn í þennan leik“ Leikdagur í Innsbruck: Hitum logsuðutækin Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ „Þá rennur stressið af manni“ Sjá meira