Mörg félög skráðu sig til leiks í Ofurdeildina er hún var gerð opinber en flest þeirra voru fljót að draga sig út úr henni á nýjan leik.
Barcelona, Real Madrid og Juventus eru þó enn skráð í Ofurdeildina og Aleksander Ceferin er ekki sáttur með þessi þrjú félög.
„Stundum fær maður á tilfinninguna að þessi þrjú félög haga sér eins og lítil börn, sem hrekkja önnur börn í skólanum,“ sagði Ceferin og hélt áfram.
„Þeim var ekki boðið í afmælið og þeir reyna að komast inn með hjálp lögreglunnar.“
Mál þessara þriggja félaga er komið inn á borð UEFA og gætu þau fengið refsingu.
🎙️| Ceferin (UEFA President): "Real Madrid, Barcelona and Juventus are like kids that skip school for a while, and when they're not invited to the parties they try to get in with the help of the police." @RaiSport #rmalive
— Madrid Zone (@theMadridZone) June 11, 2021