Arsenal gerði í gær 2-2 jafntefli við Rangers. EFtir að hafa lent tvívegis undir þá kom Lundúnarliðið til baka og Eddie Nketiah bjargaði jafnteflinu undir lokin.
Fyrr í vikunni hafði Arsenal tapað fyrir Hibernians en stjórinn er sáttur að það hafi ekki verið nein meiðsli í fyrstu vikunni.
„Við höfum æft stíft og spilað tvo leiki. Nú förum við til Bandaríkjanna í næstu viku,“ sagði Arteta við heimasíðu félagsins. Hann á von á nýjum leikmönnum á næstunni.
„Það voru ekki nein meiðsli sem er mjög jákvætt í fyrstu vikunni. Við fáum nýja leikmenn, sem vonandi koma, svo ég er mjög jákvæður.“
Arsenal ferðast nú til Bandaríkjanna þar sem liðið tekur þátt í Florida Cup ásamt Everton, Inter Mílan og Millonarios frá Kólumbíu.
Thanks for the game, @RangersFC 🤝 pic.twitter.com/EleOU6kUGE
— Arsenal (@Arsenal) July 17, 2021