Fastir vextir á óverðtryggðum íbúðalánum haldast óbreyttir hjá bankanum og á hið sama á við um fasta og breytilega vexti á verðtryggðum íbúðalánum. Vextir óverðtryggðra lána vegna bíla- og tækjafjármögnunar hækka um 0,20 prósentustig og yfirdráttarvextir um 0,25 prósentustig. Breytingarnar taka gildi á morgun, 1. september.
Hækka vexti á innlánsreikningum
Samhliða þessu mun Landsbankinn hækka vexti á óverðtryggðum sparireikningum um 0,20 prósentustig. Vextir á reikningum með föstum vöxtum hækka í flestum tilvikum um 0,25 prósentustig en vextir almennra veltureikninga verða óbreyttir.
Frá þessu er greint á vef Landsbankans og segir að vaxtaákvörðunin sé tekin í kjölfar þess að Seðlabankinn hækkaði vexti um 0,25 prósentustig þann 25. ágúst. Vaxtabreytingarnar taki einnig mið af ávöxtunarkröfu á skuldabréfamarkaði og öðrum fjármögnunarkjörum bankans.
Landsbankinn, Íslandsbanki og Arion banki hækkaðu síðast vexti íbúðalána þann 1. júní, sömuleiðis í kjölfar stýrivaxtahækkunar Seðlabankans.