Í tilkynningu segir að Klappir hafi undanfarin fimm ár þróað stafrænar lausnir á sviði umhverfismála til að lágmarka vistspor fyrirtækja.
„Lára Sigríður starfaði áður sem markaðsstjóri heilsusviðs Icepharma frá árinu 2017. Þar á undan starfaði hún sem sérfræðingur á alþjóðasviði hjá Valitor.
Lára Sigríður er með Bsc í viðskiptafræði frá HR og Master í markaðsfræði og alþjóðaviðskiptum frà HÍ,“ segir í tilkynningunni.
Klappir voru skráðar á First North markað Nasdaq á Íslandi árið 2017.