Sprenging á íslenska hlutabréfamarkaðnum þroskamerki Snorri Másson skrifar 17. september 2021 21:05 Snorri Jakobsson, hagfræðingur og eigandi Jakobsson Capital. Stöð 2/Egill Hvergi í heiminum hafa hlutabréf hækkað eins mikið í verði á undanförnu ári en á Íslandi. Hagfræðingur segir þetta skipta miklu fyrir framgang íslensks atvinnulífs en minnir á að hlutabréfakaupum fylgir áhætta. Undanfarið ár hefur einkennst öðrum árum fremur af fréttum af meiri háttar hlutafjárútboðum gamalla og nýrra íslenskra félaga. Íslandsbankaútboðinu fylgdust allir landsmenn með og mikið fé safnaðist sömuleiðis í hlutafjárútboði Icelandair, Play, Síldarvinnslunnar og tölvuleikjafyrirtækisins Solid Clouds. Allt þetta er hluti af þróun sem kristallast í nýrri hagsjá Landsbankans, þar sem fram kemur að Ísland slær í raun heimsmetið í ár í samanlagðri verðhækkun á hlutabréfamarkaði. Forysta Íslands er afgerandi. Tólf mánaða ávöxtun á hlutabréfamarkaði á Íslandi nemur 65,4% en næst á eftir kemur Svíþjóð með 41,7% vöxt. Danmörk og Noregur hafa notið 30-35% vaxtar og Bandaríkin eru á svipuðum slóðum, með 29,2%. Einstök fyrirtæki hafa enda átt sögulega góð ár. Eimskipafélagið hefur rúmlega þrefaldast í virði frá því um miðjan september í fyrra, Kvika og Arion banki hafa hækkað um rúm 120% í virði, fasteignafélögin Reginn, Reitir og Eik hafa hækkað á bilinu 58-75% og Icelandair Group hefur hækkað um 16,4% í miðjum faraldri. Við þetta er síðan að bæta að Íslandsbanki hefur hækkað um 27% frá útboðinu í júní. „Þetta er í raun þroskamerki. Íslenskur hlutabréfamarkaður hefur verið frekar óvirkur og grunnur, og aðallega bara verið lífeyrissjóðir og stofnanafjárfestar. Það sem er að gerast núna er að almenningur er að koma meira inn á markaðinn en áður,“ sagði Snorri Jakobsson hagfræðingur í kvöldfréttum Stöðvar 2. Áður hafi almenningur frekar fjárfest í fasteignum, eins og Airbnb-íbúðum, en að hann snúi sér nú að hlutabréfamarkaðnum hafi mjög jákvæð áhrif á atvinnulífið. Skýringarnar á mikilli hækkun nú sé að vissu leyti að finna í óhóflega mikilli svartsýni framan af vegna faraldursins, en ekki að öllu leyti. Raunveruleg hækkun hafi átt sér stað eftir að væntingarnar réttu sig af. Að fjárfesta í hlutabréfum fylgi þó ætíð gríðarleg áhætta, enda aldrei hægt að vita hvernig fer. „Það er rétt að árétta að markaðurinn hækkar ekki alltaf endalaust. Hann er búinn að hækka mjög mikið síðastliðið ár. Þetta voru mjög góð kauptækifæri og íslenski hlutabréfamarkaðurinn mjög ódýr fyrir ári, tala nú ekki um fyrir þremur árum síðan.“ Án þess að þú gefir fjármálaráðgjöf, á fólk að fara að fjárfesta? „Ég vil ekkert tjá mig um það, en ég myndi skoða málið mjög vel og einstök fyrirtæki,“ segir Snorri. Kauphöllin Efnahagsmál Solid Clouds Síldarvinnslan Icelandair Play Tengdar fréttir Hlutabréfin rjúka hvergi meira upp en á Íslandi Tólf mánaða verðhækkun á hlutabréfamarkaðnum hér á landi nam 65,4 prósentum í lok ágúst sem er mesta hækkunin yfir heiminn á þessu tímabili sé litið til helstu hlutabréfamarkaða. Þetta kemur fram í Hagsjá Landsbankans sem hagfræðideild bankans gefur út. 17. september 2021 11:23 Verð Íslandsbanka komið 55 prósent yfir útboðsgengi eftir hækkun dagsins Gengi bréfa í Íslandsbanka hækkaði um 5,15 prósent í viðskiptum dagsins og stóð í 122,5 krónum á hlut við lokun Kauphallar. Við opnun markaða í dag var verðið 116,5 krónur en viðskipti með bréfin námu 894,6 milljónum króna. 12. ágúst 2021 17:11 Mest lesið Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Spotify liggur niðri Neytendur Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Undanfarið ár hefur einkennst öðrum árum fremur af fréttum af meiri háttar hlutafjárútboðum gamalla og nýrra íslenskra félaga. Íslandsbankaútboðinu fylgdust allir landsmenn með og mikið fé safnaðist sömuleiðis í hlutafjárútboði Icelandair, Play, Síldarvinnslunnar og tölvuleikjafyrirtækisins Solid Clouds. Allt þetta er hluti af þróun sem kristallast í nýrri hagsjá Landsbankans, þar sem fram kemur að Ísland slær í raun heimsmetið í ár í samanlagðri verðhækkun á hlutabréfamarkaði. Forysta Íslands er afgerandi. Tólf mánaða ávöxtun á hlutabréfamarkaði á Íslandi nemur 65,4% en næst á eftir kemur Svíþjóð með 41,7% vöxt. Danmörk og Noregur hafa notið 30-35% vaxtar og Bandaríkin eru á svipuðum slóðum, með 29,2%. Einstök fyrirtæki hafa enda átt sögulega góð ár. Eimskipafélagið hefur rúmlega þrefaldast í virði frá því um miðjan september í fyrra, Kvika og Arion banki hafa hækkað um rúm 120% í virði, fasteignafélögin Reginn, Reitir og Eik hafa hækkað á bilinu 58-75% og Icelandair Group hefur hækkað um 16,4% í miðjum faraldri. Við þetta er síðan að bæta að Íslandsbanki hefur hækkað um 27% frá útboðinu í júní. „Þetta er í raun þroskamerki. Íslenskur hlutabréfamarkaður hefur verið frekar óvirkur og grunnur, og aðallega bara verið lífeyrissjóðir og stofnanafjárfestar. Það sem er að gerast núna er að almenningur er að koma meira inn á markaðinn en áður,“ sagði Snorri Jakobsson hagfræðingur í kvöldfréttum Stöðvar 2. Áður hafi almenningur frekar fjárfest í fasteignum, eins og Airbnb-íbúðum, en að hann snúi sér nú að hlutabréfamarkaðnum hafi mjög jákvæð áhrif á atvinnulífið. Skýringarnar á mikilli hækkun nú sé að vissu leyti að finna í óhóflega mikilli svartsýni framan af vegna faraldursins, en ekki að öllu leyti. Raunveruleg hækkun hafi átt sér stað eftir að væntingarnar réttu sig af. Að fjárfesta í hlutabréfum fylgi þó ætíð gríðarleg áhætta, enda aldrei hægt að vita hvernig fer. „Það er rétt að árétta að markaðurinn hækkar ekki alltaf endalaust. Hann er búinn að hækka mjög mikið síðastliðið ár. Þetta voru mjög góð kauptækifæri og íslenski hlutabréfamarkaðurinn mjög ódýr fyrir ári, tala nú ekki um fyrir þremur árum síðan.“ Án þess að þú gefir fjármálaráðgjöf, á fólk að fara að fjárfesta? „Ég vil ekkert tjá mig um það, en ég myndi skoða málið mjög vel og einstök fyrirtæki,“ segir Snorri.
Kauphöllin Efnahagsmál Solid Clouds Síldarvinnslan Icelandair Play Tengdar fréttir Hlutabréfin rjúka hvergi meira upp en á Íslandi Tólf mánaða verðhækkun á hlutabréfamarkaðnum hér á landi nam 65,4 prósentum í lok ágúst sem er mesta hækkunin yfir heiminn á þessu tímabili sé litið til helstu hlutabréfamarkaða. Þetta kemur fram í Hagsjá Landsbankans sem hagfræðideild bankans gefur út. 17. september 2021 11:23 Verð Íslandsbanka komið 55 prósent yfir útboðsgengi eftir hækkun dagsins Gengi bréfa í Íslandsbanka hækkaði um 5,15 prósent í viðskiptum dagsins og stóð í 122,5 krónum á hlut við lokun Kauphallar. Við opnun markaða í dag var verðið 116,5 krónur en viðskipti með bréfin námu 894,6 milljónum króna. 12. ágúst 2021 17:11 Mest lesið Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Spotify liggur niðri Neytendur Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Hlutabréfin rjúka hvergi meira upp en á Íslandi Tólf mánaða verðhækkun á hlutabréfamarkaðnum hér á landi nam 65,4 prósentum í lok ágúst sem er mesta hækkunin yfir heiminn á þessu tímabili sé litið til helstu hlutabréfamarkaða. Þetta kemur fram í Hagsjá Landsbankans sem hagfræðideild bankans gefur út. 17. september 2021 11:23
Verð Íslandsbanka komið 55 prósent yfir útboðsgengi eftir hækkun dagsins Gengi bréfa í Íslandsbanka hækkaði um 5,15 prósent í viðskiptum dagsins og stóð í 122,5 krónum á hlut við lokun Kauphallar. Við opnun markaða í dag var verðið 116,5 krónur en viðskipti með bréfin námu 894,6 milljónum króna. 12. ágúst 2021 17:11