Fresta efnahagslegum hörmungum til desember Samúel Karl Ólason skrifar 7. október 2021 15:24 Chuck Schumer, leiðtogi Demókrata í öldungadeildinni, tilkynnti samkomulagið í dag. AP/J. Scott Applewhite Demókratar og Repúblikanar í öldungadeild Bandaríkjaþings hafa komist að samkomulagi um tímabundna hækkun skuldaþaks ríkissjóðs Bandaríkjanna. Mögulegu sögulegu gjaldþroti Bandaríkjanna hefur því verið frestað þar til í desember. Samkomulagið náðist eftir viðræður milli Chuck Schumer, leiðtoga Demókrata, og Mitch McConnell, leiðtoga Repúblikana, sem stóðu yfir fram á nótt í gær. Viðræðurnar hófust eftir að McConnell lagði fram tillögu að samkomulagi. Sjá einnig: Eygja samkomulag til að forðast efnahagslegar hörmungar Gjaldþrot ríkissjóðs hefði haft gífurlegar efnahagslegar afleiðingar í Bandaríkjunum og víðar en þingið var undir miklum þrýstingi frá Hvíta húsinu og forsvarsmönnum bandarískra fyrirtækja um að koma í veg fyrir gjaldþrot. Í eins stuttu máli sagt og hægt er, þá hafa deilurnar um skuldaþakið snúist um það að Demókratar eru bara með eins manns meirihluta í öldungadeildinni og þá með úrslitaatkvæði Kamöllu Harris, varaforseta, 51 atkvæði á móti 50. Til að samþykkja flest frumvörp í öldungadeildinni þarf hins vegar sextíu atkvæði vegna reglunnar um aukinn meirihluta. Reglan um aukinn meirihluta Reglan segir til um að þörf sé á 60 atkvæðum af hundrað fyrir flest frumvörp en á ensku kallast þessi regla „filibuster“. Hún felur í raun í sér að hvaða þingmaður sem er getur tafið störf þingsins með málþófi, nema minnst 60 þingmenn greiði atkvæði gegn því. Á árum áður þurftu þingmenn að standa í pontu og halda ræður til að stöðva störf þingsins með málþófi en því var breytt á þá leið að þingmenn þyrftu bara að lýsa því yfir að þeir ætluðu að tefja störf þingsins og ekki standa í pontu. Það þarf þó einungis 51 atkvæði til að fella regluna niður. Demókratar felldu regluna niður tímabundið þegar Repúblikanar stóðu í vegi margra sem Barack Obama hafði tilnefnt til fjölmargra opinberra embætta og Repúblikanar felldu niður regluna varðandi tilnefningu hæstaréttardómara í forsetatíð Trumps. Repúblikanar hafa ekki viljað veita hækkun skuldaþaksins eitt atkvæði á þeim grundvelli að Demókratar ætli sér í mjög óábyrga eyðslu úr ríkissjóði. Þess í stað vilja Repúblikanar að Demókratar hækki skuldaþakið með sérstakri og tímafrekri leið til að komast hjá málþófi. Það vilja Repúblikanar svo þeir geti gagnrýnt Demókrata fyrir óábyrgan ríkisrekstur og fjárútlát í næstu þingkosningum. Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana, stakk upp á tímabundinni hækkun skuldaþaksins í gær.AP/Alex Brandon Demókratar segja á móti að hækkun skuldaþaksins sé á ábyrgð beggja flokka, þar sem það snúi að skuldum sem búið er að stofna til. Það komi frumvörpum sem Demókratar vilji koma í gegnum þingið ekkert við. Þá benda Demókratar á að þeir hafi hjálpað Repúblikönum við skuldaþakið í forsetatíð Donalds Trump. Mitch McConnell hefur gert það ljóst að þrátt fyrir samkomulagið vill hann enn að Demókratar hækki skuldaþakið einir til lengri tíma. Bandaríkin Tengdar fréttir Afstýrðu lokunum hjá alríkinu um stundarsakir Bandaríska þingið samþykkti fyrir stundu lög sem tryggja alríkisstjórninni fjármögnun útgjalda fram til 3. desember. Ekki mátti mikið tæpara standa þar sem núverandi fjárlagaári lýkur á miðnætti í kvöld. 30. september 2021 22:48 Vara við hörmulegum afleiðingum ef skuldaþakið brestur Fjármálaráðherra Bandaríkjanna varar við því að það hafi hörmulegar afleiðingar í för með sér samþykki Bandaríkjaþing ekki að hækka svonefnt skuldaþak ríkissjóðs. Enn liggur ekkert samkomulag fyrir um hækkun þaksins eða ný fjárlög sem eiga að taka gildi á föstudag. 29. september 2021 15:44 Bandaríkin skrefinu nær vanskilum Öldungadeildarþingmenn Repúblikanaflokksins felldu í gær frumvarp sem ætlað var að tryggja áframhaldandi rekstur Bandaríkjastjórnar og koma í veg fyrir vanskil ríkisins. Til stendur að reyna aftur að koma frumvarpinu í gegn í vikunni. 28. september 2021 11:04 Mest lesið Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Innlent Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Innlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Innlent Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Innlent Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Erlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Fleiri fréttir Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Bönnuðu bardaga nýnasista og gengisfélaga í Helsinki Tvö geimför á leið til tunglsins Reyna að banna Bandidos-mótorhjólagengið í Danmörku 97 árásir á „örugga svæðið“ á Gasa Forseti Suður-Kóreu handtekinn í mikilli aðgerð Minni vindur í LA en óttast hafði verið Vilja nota fleiri aðferðir en bara BMI til að meta offitu Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Greiddi aðila sem þóttist vera Brad Pitt tugi milljóna Bræðurnir Tate lausir úr stofufangelsi, aftur Hamas-liðar samþykktu drög að friðarsamkomulagi Að minnsta kosti hundrað hafa dáið ofan í lokaðri námu Lögðu kapp á að senda Pútín viðvörun vegna eldsprengja Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Flokkur Farage fast á hæla Verkamannaflokksins Segist ítrekað hafa komið í veg fyrir frið á Gasa Segir að Trump hefði verið sakfelldur Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Búa sig undir það versta Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Að minnsta kosti 24 látnir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Sjá meira
Samkomulagið náðist eftir viðræður milli Chuck Schumer, leiðtoga Demókrata, og Mitch McConnell, leiðtoga Repúblikana, sem stóðu yfir fram á nótt í gær. Viðræðurnar hófust eftir að McConnell lagði fram tillögu að samkomulagi. Sjá einnig: Eygja samkomulag til að forðast efnahagslegar hörmungar Gjaldþrot ríkissjóðs hefði haft gífurlegar efnahagslegar afleiðingar í Bandaríkjunum og víðar en þingið var undir miklum þrýstingi frá Hvíta húsinu og forsvarsmönnum bandarískra fyrirtækja um að koma í veg fyrir gjaldþrot. Í eins stuttu máli sagt og hægt er, þá hafa deilurnar um skuldaþakið snúist um það að Demókratar eru bara með eins manns meirihluta í öldungadeildinni og þá með úrslitaatkvæði Kamöllu Harris, varaforseta, 51 atkvæði á móti 50. Til að samþykkja flest frumvörp í öldungadeildinni þarf hins vegar sextíu atkvæði vegna reglunnar um aukinn meirihluta. Reglan um aukinn meirihluta Reglan segir til um að þörf sé á 60 atkvæðum af hundrað fyrir flest frumvörp en á ensku kallast þessi regla „filibuster“. Hún felur í raun í sér að hvaða þingmaður sem er getur tafið störf þingsins með málþófi, nema minnst 60 þingmenn greiði atkvæði gegn því. Á árum áður þurftu þingmenn að standa í pontu og halda ræður til að stöðva störf þingsins með málþófi en því var breytt á þá leið að þingmenn þyrftu bara að lýsa því yfir að þeir ætluðu að tefja störf þingsins og ekki standa í pontu. Það þarf þó einungis 51 atkvæði til að fella regluna niður. Demókratar felldu regluna niður tímabundið þegar Repúblikanar stóðu í vegi margra sem Barack Obama hafði tilnefnt til fjölmargra opinberra embætta og Repúblikanar felldu niður regluna varðandi tilnefningu hæstaréttardómara í forsetatíð Trumps. Repúblikanar hafa ekki viljað veita hækkun skuldaþaksins eitt atkvæði á þeim grundvelli að Demókratar ætli sér í mjög óábyrga eyðslu úr ríkissjóði. Þess í stað vilja Repúblikanar að Demókratar hækki skuldaþakið með sérstakri og tímafrekri leið til að komast hjá málþófi. Það vilja Repúblikanar svo þeir geti gagnrýnt Demókrata fyrir óábyrgan ríkisrekstur og fjárútlát í næstu þingkosningum. Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana, stakk upp á tímabundinni hækkun skuldaþaksins í gær.AP/Alex Brandon Demókratar segja á móti að hækkun skuldaþaksins sé á ábyrgð beggja flokka, þar sem það snúi að skuldum sem búið er að stofna til. Það komi frumvörpum sem Demókratar vilji koma í gegnum þingið ekkert við. Þá benda Demókratar á að þeir hafi hjálpað Repúblikönum við skuldaþakið í forsetatíð Donalds Trump. Mitch McConnell hefur gert það ljóst að þrátt fyrir samkomulagið vill hann enn að Demókratar hækki skuldaþakið einir til lengri tíma.
Reglan um aukinn meirihluta Reglan segir til um að þörf sé á 60 atkvæðum af hundrað fyrir flest frumvörp en á ensku kallast þessi regla „filibuster“. Hún felur í raun í sér að hvaða þingmaður sem er getur tafið störf þingsins með málþófi, nema minnst 60 þingmenn greiði atkvæði gegn því. Á árum áður þurftu þingmenn að standa í pontu og halda ræður til að stöðva störf þingsins með málþófi en því var breytt á þá leið að þingmenn þyrftu bara að lýsa því yfir að þeir ætluðu að tefja störf þingsins og ekki standa í pontu. Það þarf þó einungis 51 atkvæði til að fella regluna niður. Demókratar felldu regluna niður tímabundið þegar Repúblikanar stóðu í vegi margra sem Barack Obama hafði tilnefnt til fjölmargra opinberra embætta og Repúblikanar felldu niður regluna varðandi tilnefningu hæstaréttardómara í forsetatíð Trumps.
Bandaríkin Tengdar fréttir Afstýrðu lokunum hjá alríkinu um stundarsakir Bandaríska þingið samþykkti fyrir stundu lög sem tryggja alríkisstjórninni fjármögnun útgjalda fram til 3. desember. Ekki mátti mikið tæpara standa þar sem núverandi fjárlagaári lýkur á miðnætti í kvöld. 30. september 2021 22:48 Vara við hörmulegum afleiðingum ef skuldaþakið brestur Fjármálaráðherra Bandaríkjanna varar við því að það hafi hörmulegar afleiðingar í för með sér samþykki Bandaríkjaþing ekki að hækka svonefnt skuldaþak ríkissjóðs. Enn liggur ekkert samkomulag fyrir um hækkun þaksins eða ný fjárlög sem eiga að taka gildi á föstudag. 29. september 2021 15:44 Bandaríkin skrefinu nær vanskilum Öldungadeildarþingmenn Repúblikanaflokksins felldu í gær frumvarp sem ætlað var að tryggja áframhaldandi rekstur Bandaríkjastjórnar og koma í veg fyrir vanskil ríkisins. Til stendur að reyna aftur að koma frumvarpinu í gegn í vikunni. 28. september 2021 11:04 Mest lesið Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Innlent Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Innlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Innlent Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Innlent Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Erlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Fleiri fréttir Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Bönnuðu bardaga nýnasista og gengisfélaga í Helsinki Tvö geimför á leið til tunglsins Reyna að banna Bandidos-mótorhjólagengið í Danmörku 97 árásir á „örugga svæðið“ á Gasa Forseti Suður-Kóreu handtekinn í mikilli aðgerð Minni vindur í LA en óttast hafði verið Vilja nota fleiri aðferðir en bara BMI til að meta offitu Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Greiddi aðila sem þóttist vera Brad Pitt tugi milljóna Bræðurnir Tate lausir úr stofufangelsi, aftur Hamas-liðar samþykktu drög að friðarsamkomulagi Að minnsta kosti hundrað hafa dáið ofan í lokaðri námu Lögðu kapp á að senda Pútín viðvörun vegna eldsprengja Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Flokkur Farage fast á hæla Verkamannaflokksins Segist ítrekað hafa komið í veg fyrir frið á Gasa Segir að Trump hefði verið sakfelldur Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Búa sig undir það versta Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Að minnsta kosti 24 látnir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Sjá meira
Afstýrðu lokunum hjá alríkinu um stundarsakir Bandaríska þingið samþykkti fyrir stundu lög sem tryggja alríkisstjórninni fjármögnun útgjalda fram til 3. desember. Ekki mátti mikið tæpara standa þar sem núverandi fjárlagaári lýkur á miðnætti í kvöld. 30. september 2021 22:48
Vara við hörmulegum afleiðingum ef skuldaþakið brestur Fjármálaráðherra Bandaríkjanna varar við því að það hafi hörmulegar afleiðingar í för með sér samþykki Bandaríkjaþing ekki að hækka svonefnt skuldaþak ríkissjóðs. Enn liggur ekkert samkomulag fyrir um hækkun þaksins eða ný fjárlög sem eiga að taka gildi á föstudag. 29. september 2021 15:44
Bandaríkin skrefinu nær vanskilum Öldungadeildarþingmenn Repúblikanaflokksins felldu í gær frumvarp sem ætlað var að tryggja áframhaldandi rekstur Bandaríkjastjórnar og koma í veg fyrir vanskil ríkisins. Til stendur að reyna aftur að koma frumvarpinu í gegn í vikunni. 28. september 2021 11:04