Gestirnir voru sterkari aðilinn allt frá upphafi leiks og leiddu með fimm marka mun í hálfleik, staðan þá 9-14.
Í þeim síðari var það sama upp á teningnum og þó sóknarleikur heimakvenna hafi verið skárri lauk leiknum með öruggum sigri gestanna í SønderjyskE, 22-28 lokatölur leiksins.
Sandra Erlingsdóttir fór þó mikinn í liði Álaborgar og var markahæst í liði sínu með sjö mörk. Það dugði því miður ekki til þess að næla í stig í kvöld.
Álaborg er því í 5. sæti með þrjá sigra og þrjú töp að loknum sex leikjum.