Norska landsliðið náði bara í eitt stig í síðasta glugga undankeppninnar á meðan Tyrkir unnu báða sína leiki og komust í umspil á kostnað Norðmanna. Hollendingar unnu riðilinn eftir sigur á Noregi í síðasta leiknum.
50-50 for Solbakken: 99 prosent sikker på at vi kommer til EM #ESNball https://t.co/FNFVOqS73T
— Eurosport Norge (@EurosportNorge) November 17, 2021
Norðmenn ráku Lars Lagerbäck eftir að þessum fyrrum þjálfara íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, mistókst að koma norska landsliðinu á Evrópumótið í fyrra. Norðmenn sátu þarf eftir í umspilinu eins og við Íslendingar.
Lars stýrði norska landsliðinu í 34 landsleikjum og liðið vann átján af þeim en tapaði átta. Norðmenn voru með 52,9 prósent sigurhlutfall undir stjórn Lagerbäck.
Dagsavisen fjallar um þennan árangur og að norska landsliðið hefði gert betur undir stjórn Lars Lagerbäck.
Norðmenn hafa fimmtíu prósent sigurhlutfall í fyrstu tólf leikjunum undir stjórn Solbakken en liðið vann sex af þeim leikjum.
Liðið náði í stig á móti Hollandi á heimavelli og Tyrkjum á útivelli en tap fyrir Tyrkjum í Osló og markalaust jafntefli á móti Lettlandi á heimavelli reyndust liðinu dýrkeypt úrslit í baráttunni um sætin á HM.
Solbakken er þó ekki að baki dottinn þrátt fyrir þennan árangur.
„Við höfum tekið skref í rétta átt. Ég er viss, alla vega 99 prósent viss um að við komust á EM í Þýskalandi ef við höldum áfram á sömu braut,“ sagði Ståle Solbakken á blaðamannafundi eftir leikinn.
Það fylgir sögunni að norska liðið var án Erling Haaland í síðustu fjórum leikjum sínum en framherji Dortmund skoraði 5 mörk í 3 leikjum í undankeppninni í september.