Umdeilt klámbann: Unglingar með, þingmenn á móti Snorri Másson skrifar 22. nóvember 2021 23:01 Nemendur í Hagaskóla eru almennt fylgjandi mjög heftu aðgengi að klámi, ef tekið er mið af þeim sem fréttastofa ræddi við í dag. Vísir/Vilhelm Þingmenn Sjálfstæðisflokks og Pírata leggjast gegn hugmyndum menntamálaráðherra um að loka á klám fyrir ungmenni. Ekki rétta leiðin, segja þeir. Nemendur í Hagaskóla eru aftur á móti margir fylgjandi klámbanni, enda sé það stórskaðlegt. Vinna er í gangi á vegum menntamálaráðuneytisins þar sem áformað er að loka alveg á aðgengi barna yngri en 18 ára að klámi, með því að krefjast rafrænna skilríkja eða tengja lokunina við tæki þeirra með öðrum hætti. Þessi áform hafa ekki fallið í alls kostarlöð á samfélagsmiðlum, þar sem þau hafa ýmist verið sögð óraunhæf eða eru einfaldlega talin röng aðferðafræði. Fréttastofa leit við niðri á Alþingi og í Hagaskóla: Myndbandsfrétt: Hvað finnst unglingum sjálfum um klámbann? Björn Leví Gunnarsson þingmaður skrifaði á samfélagsmiðla að það væri „stórkostlega galið“ að stjórnvöld væru enn og aftur að láta sér detta í hug að hefta aðgang að klámi með þessum hætti. Nóg sé af njósnastarfsemi á internetinu nú þegar. Björn: „Klám er svosem vandamál að sjálfsögðu, en þessar lausnir bara virka ekki. Það er ekki hægt að framkvæma þær. Það yrði alltaf þannig að 18 ára og eldri þyrftu að vera með svipuð rafræn skilríki og þá yrðu allir komnir í það að skrá sig á rafræn skilríki þegar þeir væru að fara inn á netið. Það bara gengur ekki,“ segir Björn. Berglind Ósk Guðmundsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins er sömuleiðis á því að bann af þessum toga sé ekki leiðin til umbóta í kynferðismálum. „Það er fræðslan og umræðan. Að við ræðum samþykki og hvernig þessar athafnir fara fram, en ekki bara loka á það. Boð og bönn, ég er ekki þar,“ segir Berglind. Allir horfa á klám Gjá á milli þings og þjóðar? Já, nemendur í Hagaskóla eru flestir á því að bann af þessum toga sé af hinu góða. Allir horfi á klám - og það hafi ekki góð áhrif. „Mér finnst þetta jákvætt, vegna þess að klám getur haft svo brenglaða ímynd af því hvað kynlíf er fyrir unga einstaklinga. En ég veit ekki hvort þetta muni stoppa alla beint,“ segir Helena í 10. bekk. „Mér finnst þettta bara mjög góð hugmynd og mér finnst að þetta eigi að gerast,“ segir Lúkas Ingvar í 10. bekk. „Ég held að það myndi minnka töluvert mikið. En auðvitað eru einhverjir sem eru mjög inni í klámi. Þeir sem kunna að finna leiðir munu finna leiðir. Við getum náttúrulega ekki látið alla hætta að horfa, en ég held að þetta muni minnka samt mikið fyrir einhverja sem kunna ekki að finna þetta annars vegar,“ segir Líba Bragadóttir í 10. bekk. Börn og uppeldi Reykjavík Klám Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Launmorð á götum New York Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Vinna er í gangi á vegum menntamálaráðuneytisins þar sem áformað er að loka alveg á aðgengi barna yngri en 18 ára að klámi, með því að krefjast rafrænna skilríkja eða tengja lokunina við tæki þeirra með öðrum hætti. Þessi áform hafa ekki fallið í alls kostarlöð á samfélagsmiðlum, þar sem þau hafa ýmist verið sögð óraunhæf eða eru einfaldlega talin röng aðferðafræði. Fréttastofa leit við niðri á Alþingi og í Hagaskóla: Myndbandsfrétt: Hvað finnst unglingum sjálfum um klámbann? Björn Leví Gunnarsson þingmaður skrifaði á samfélagsmiðla að það væri „stórkostlega galið“ að stjórnvöld væru enn og aftur að láta sér detta í hug að hefta aðgang að klámi með þessum hætti. Nóg sé af njósnastarfsemi á internetinu nú þegar. Björn: „Klám er svosem vandamál að sjálfsögðu, en þessar lausnir bara virka ekki. Það er ekki hægt að framkvæma þær. Það yrði alltaf þannig að 18 ára og eldri þyrftu að vera með svipuð rafræn skilríki og þá yrðu allir komnir í það að skrá sig á rafræn skilríki þegar þeir væru að fara inn á netið. Það bara gengur ekki,“ segir Björn. Berglind Ósk Guðmundsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins er sömuleiðis á því að bann af þessum toga sé ekki leiðin til umbóta í kynferðismálum. „Það er fræðslan og umræðan. Að við ræðum samþykki og hvernig þessar athafnir fara fram, en ekki bara loka á það. Boð og bönn, ég er ekki þar,“ segir Berglind. Allir horfa á klám Gjá á milli þings og þjóðar? Já, nemendur í Hagaskóla eru flestir á því að bann af þessum toga sé af hinu góða. Allir horfi á klám - og það hafi ekki góð áhrif. „Mér finnst þetta jákvætt, vegna þess að klám getur haft svo brenglaða ímynd af því hvað kynlíf er fyrir unga einstaklinga. En ég veit ekki hvort þetta muni stoppa alla beint,“ segir Helena í 10. bekk. „Mér finnst þettta bara mjög góð hugmynd og mér finnst að þetta eigi að gerast,“ segir Lúkas Ingvar í 10. bekk. „Ég held að það myndi minnka töluvert mikið. En auðvitað eru einhverjir sem eru mjög inni í klámi. Þeir sem kunna að finna leiðir munu finna leiðir. Við getum náttúrulega ekki látið alla hætta að horfa, en ég held að þetta muni minnka samt mikið fyrir einhverja sem kunna ekki að finna þetta annars vegar,“ segir Líba Bragadóttir í 10. bekk.
Börn og uppeldi Reykjavík Klám Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Launmorð á götum New York Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira