„Ég var eins og lítill krakki“ Atli Arason skrifar 3. desember 2021 21:30 Haukur Helgi Pálsson, leikmaður Njarðvíkur, í leik með liðinu tímabilið 2015-2016. vísir/anton Haukur Helgi Pálsson, leikmaður Njarðvíkur, spilaði í kvöld sínar fyrstu mínútur fyrir Njarðvík í endurkomu sinni en Haukur spilaði síðast körfuboltaleik fyrir 257 dögum síðan. Haukur hefur verið að jafna sig á liðbandslitum en hann var afar ánægður að komast aftur inn á völlinn. „Það var mjög gaman. Ég var eins og lítill krakki, mjög óþreyjufullur að koma inn á í fyrsta leikhluta en þetta var ótrúlega gaman,“ sagði Haukur í viðtali við Vísi eftir leik. Njarðvík vann viðureignina við Vestra í kvöld með 29 stigum, 98-69. Njarðvíkingar hafa verið að vinna í því að laga sinn leik að undanförnu samkvæmt Hauki. „Mér fannst vörnin og boltaflæði gott í kvöld. Við settum áherslu á varnarleik í þessum landsliðsglugga og að komast aftur í þennan boltaflæðis leik. Við vorum svolítið staðir fannst mér þegar við vorum að tapa þessum leikjum,“ sagði Haukur og á þá við þriggja leikja taphrinu Njarðvíkur yfir síðustu mánaðamót. Hauki gekk ekki nógu vel að hitta ofan í körfuna í kvöld en hann hitti ekki úr neinni af fjórum tilraunum sínum fyrir utan þriggja stiga línuna og var alls með 20% skotnýtingu, með 2 stig á 17 mínútum. Haukur segist vera ryðgaður eftir langa fjarveru frá vellinum. „Ég ætla að kenna ryðgun um þetta. Þetta er svolítið þannig í fyrsta leik að annaðhvort hittir maður úr öllu eða klikkar á öllu. Ég tók seinni valkostinn, ég klikkaði á öllu. Liðsfélagar mínir reyndu samt að finna mig vel, ég verð að gefa þeim það.“ Þegar þrjár mínútur voru eftir af leiknum þá hreinsaði Benedikt Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur, bekkinn sinn og ungu strákarnir fengu þessar ruslamínútur þegar Njarðvík leiddi með 32 stigum. Haukur fékk sér meðal annars sæti á bekknum en hann var þó ekkert ósáttur að fá ekki að nýta ruslamínúturnar eitthvað í að laga tölfræðina sína. „Nei, ég hefði eiginlega átt að koma út af aðeins fyrr. Mér finnst frábært að þeir fengu að spila og þeir bara stóðu sig ágætlega. Mér finnst alltaf gott þegar ungu strákarnir geta komið inn á völlinn því þá er hægt að nýta þá aðeins meira þegar við erum komnir lengra inn í tímabilið,“ svaraði Haukur, aðspurður út í lokamínútur leiksins. Næsti leikur Njarðvíkur er gegn Stjörnunni þann 9. desember. Haukur fann ekki fyrir neinum eymslum í leiknum í kvöld og segist klár í næsta leik. „Ég er kominn til að vera. Stjarnan eru mjög góðir og vel drillaðir. Þetta verður hörku leikur,“ sagði Haukur Helgi Pálsson, leikmaður Njarðvíkur, að endingu. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Körfubolti Íslenski körfuboltinn Subway-deild karla UMF Njarðvík Mest lesið Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september Enski boltinn Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti Leik lokið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Íslenski boltinn Ekkert mark í grannaslagnum Enski boltinn „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Golf Leik lokið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri Íslenski boltinn Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Handbolti Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Handbolti Tveir létust í hjólreiðakeppni Sport „Ég er 100% pirraður“ Enski boltinn Fleiri fréttir Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika „Ef maður er í búning er ekkert að manni“ „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Uppgjörið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Styrmir stigahæstur á vellinum Sjá meira
„Það var mjög gaman. Ég var eins og lítill krakki, mjög óþreyjufullur að koma inn á í fyrsta leikhluta en þetta var ótrúlega gaman,“ sagði Haukur í viðtali við Vísi eftir leik. Njarðvík vann viðureignina við Vestra í kvöld með 29 stigum, 98-69. Njarðvíkingar hafa verið að vinna í því að laga sinn leik að undanförnu samkvæmt Hauki. „Mér fannst vörnin og boltaflæði gott í kvöld. Við settum áherslu á varnarleik í þessum landsliðsglugga og að komast aftur í þennan boltaflæðis leik. Við vorum svolítið staðir fannst mér þegar við vorum að tapa þessum leikjum,“ sagði Haukur og á þá við þriggja leikja taphrinu Njarðvíkur yfir síðustu mánaðamót. Hauki gekk ekki nógu vel að hitta ofan í körfuna í kvöld en hann hitti ekki úr neinni af fjórum tilraunum sínum fyrir utan þriggja stiga línuna og var alls með 20% skotnýtingu, með 2 stig á 17 mínútum. Haukur segist vera ryðgaður eftir langa fjarveru frá vellinum. „Ég ætla að kenna ryðgun um þetta. Þetta er svolítið þannig í fyrsta leik að annaðhvort hittir maður úr öllu eða klikkar á öllu. Ég tók seinni valkostinn, ég klikkaði á öllu. Liðsfélagar mínir reyndu samt að finna mig vel, ég verð að gefa þeim það.“ Þegar þrjár mínútur voru eftir af leiknum þá hreinsaði Benedikt Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur, bekkinn sinn og ungu strákarnir fengu þessar ruslamínútur þegar Njarðvík leiddi með 32 stigum. Haukur fékk sér meðal annars sæti á bekknum en hann var þó ekkert ósáttur að fá ekki að nýta ruslamínúturnar eitthvað í að laga tölfræðina sína. „Nei, ég hefði eiginlega átt að koma út af aðeins fyrr. Mér finnst frábært að þeir fengu að spila og þeir bara stóðu sig ágætlega. Mér finnst alltaf gott þegar ungu strákarnir geta komið inn á völlinn því þá er hægt að nýta þá aðeins meira þegar við erum komnir lengra inn í tímabilið,“ svaraði Haukur, aðspurður út í lokamínútur leiksins. Næsti leikur Njarðvíkur er gegn Stjörnunni þann 9. desember. Haukur fann ekki fyrir neinum eymslum í leiknum í kvöld og segist klár í næsta leik. „Ég er kominn til að vera. Stjarnan eru mjög góðir og vel drillaðir. Þetta verður hörku leikur,“ sagði Haukur Helgi Pálsson, leikmaður Njarðvíkur, að endingu. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Subway-deild karla UMF Njarðvík Mest lesið Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september Enski boltinn Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti Leik lokið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Íslenski boltinn Ekkert mark í grannaslagnum Enski boltinn „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Golf Leik lokið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri Íslenski boltinn Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Handbolti Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Handbolti Tveir létust í hjólreiðakeppni Sport „Ég er 100% pirraður“ Enski boltinn Fleiri fréttir Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika „Ef maður er í búning er ekkert að manni“ „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Uppgjörið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Styrmir stigahæstur á vellinum Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum