Rangnick horfir til New York í leit að aðstoðarþjálfurum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. desember 2021 15:31 Chris Armas virðist á leið til Manchester-borgar. Hector Vivas/Getty Images Nýráðinn þjálfari enska knattspyrnuliðsins Manchester United, Ralf Rangnick, horfir til New York í leit að aðstoðarþjálfara. Ralf Rangnick hóf þjálfaratíð sína hjá Man United með góðum 1-0 sigri á Crystal Palace um helgina. Þó mörkin hafi látið á sér standa var hinn 63 ára gamli Þjóðverji sáttur með frammistöðu síns liðs. Sigurinn var ef til vill merkilegri fyrir þær sakir að undanfarin tvö ár hefur Palace mætt á Old Trafford og farið með sigur af hólmi. Þrátt fyrir sigurinn stefnir Rangnick á að bæta hóp Manchester-liðsins, það er þjálfarahóp þess. Michael Carrick – sem stýrði liðinu milli þess sem Ole Gunnar Solskjær var rekinn og Rangnick tók við – ákvað að vera ekki áfram. Ralf Rangnick vill fá Gerhard Struber sem aðstoðarmann sinn hjá Manchester United.MLSSOCCER Rangnick hafði þegar gefið út að hann myndi leitast eftir að ráða inn nýjan aðstoðarþjálfara og nú er þörfin enn meiri fyrst Carrick er horfinn á braut. Rangnick þekkir vel til en benti einnig á að flestir af hans fyrrum samstarfsmönnum væru starfandi hjá sumum stærstu félögum Evrópu og því erfitt að leita til þeirra. Er það ef til vill ástæðan fyrir því að hann virðist ætla að leita út fyrir landsteinana. Samkvæmt enska götublaðinu The Sun horfir Rangnick til Gerhard Struber sem starfar í dag fyrir New York Red Bulls, systurfélags RB Leipzig sem Rangnick starfaði fyrir hér á árum áður. Struber er 44 ára gamall Austurríkismaður og þjálfaði yngri lið RB Salzburg, annað systurlið Leipzig, áður en hann færði sig yfir í meistaraflokks fótbolta. Hann þekkir til á Englandi eftir að hafa þjálfað Barnsley frá 2019 til 2020. Ljóst að Struber deilir sömu hugmyndafræði og Rangnick svo stóra spurningin er nú hvort sá síðarnefndi geti sannfært Austurríkismanninn um að skipta New York út fyrir Manchester. Chris Armas will be on Ralf Rangnick s staff @ManUtd and will be announced in the next few days. He was given his work permit this morning. Their history goes all the way back to @NewYorkRedBulls.— Taylor Twellman (@TaylorTwellman) December 6, 2021 Ekki nóg með það heldur virðist sem Rangnick ætli einnig að næla í fyrrum þjálfara New York, sá heitir Chris Armas og er 49 ára Banddaríkjamaður. Armas lék með Chicago Fire og LA Galaxy ásamt því að spila 66 landsleiki. Hann skapaði sér hins vegar nafn hjá New York Red Bulls þar sem hann var aðstoðarþjálfari frá 2015 til 2018 og aðalþjálfari frá 2018 til 2020. Síðan þá hefur hann starfað fyrir Toronto FC en virðist nú á leið til Manchester. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Leik lokið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjörn niðurstaða þegar hvorugt lið vill sækja til sigurs Íslenski boltinn Í beinni: Afturelding - Valur | Sigur eða sumarfrí hjá Mosfellingum Handbolti María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Sópur á lofti í Garðabæ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Íslenski boltinn Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Sjá meira
Ralf Rangnick hóf þjálfaratíð sína hjá Man United með góðum 1-0 sigri á Crystal Palace um helgina. Þó mörkin hafi látið á sér standa var hinn 63 ára gamli Þjóðverji sáttur með frammistöðu síns liðs. Sigurinn var ef til vill merkilegri fyrir þær sakir að undanfarin tvö ár hefur Palace mætt á Old Trafford og farið með sigur af hólmi. Þrátt fyrir sigurinn stefnir Rangnick á að bæta hóp Manchester-liðsins, það er þjálfarahóp þess. Michael Carrick – sem stýrði liðinu milli þess sem Ole Gunnar Solskjær var rekinn og Rangnick tók við – ákvað að vera ekki áfram. Ralf Rangnick vill fá Gerhard Struber sem aðstoðarmann sinn hjá Manchester United.MLSSOCCER Rangnick hafði þegar gefið út að hann myndi leitast eftir að ráða inn nýjan aðstoðarþjálfara og nú er þörfin enn meiri fyrst Carrick er horfinn á braut. Rangnick þekkir vel til en benti einnig á að flestir af hans fyrrum samstarfsmönnum væru starfandi hjá sumum stærstu félögum Evrópu og því erfitt að leita til þeirra. Er það ef til vill ástæðan fyrir því að hann virðist ætla að leita út fyrir landsteinana. Samkvæmt enska götublaðinu The Sun horfir Rangnick til Gerhard Struber sem starfar í dag fyrir New York Red Bulls, systurfélags RB Leipzig sem Rangnick starfaði fyrir hér á árum áður. Struber er 44 ára gamall Austurríkismaður og þjálfaði yngri lið RB Salzburg, annað systurlið Leipzig, áður en hann færði sig yfir í meistaraflokks fótbolta. Hann þekkir til á Englandi eftir að hafa þjálfað Barnsley frá 2019 til 2020. Ljóst að Struber deilir sömu hugmyndafræði og Rangnick svo stóra spurningin er nú hvort sá síðarnefndi geti sannfært Austurríkismanninn um að skipta New York út fyrir Manchester. Chris Armas will be on Ralf Rangnick s staff @ManUtd and will be announced in the next few days. He was given his work permit this morning. Their history goes all the way back to @NewYorkRedBulls.— Taylor Twellman (@TaylorTwellman) December 6, 2021 Ekki nóg með það heldur virðist sem Rangnick ætli einnig að næla í fyrrum þjálfara New York, sá heitir Chris Armas og er 49 ára Banddaríkjamaður. Armas lék með Chicago Fire og LA Galaxy ásamt því að spila 66 landsleiki. Hann skapaði sér hins vegar nafn hjá New York Red Bulls þar sem hann var aðstoðarþjálfari frá 2015 til 2018 og aðalþjálfari frá 2018 til 2020. Síðan þá hefur hann starfað fyrir Toronto FC en virðist nú á leið til Manchester.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Leik lokið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjörn niðurstaða þegar hvorugt lið vill sækja til sigurs Íslenski boltinn Í beinni: Afturelding - Valur | Sigur eða sumarfrí hjá Mosfellingum Handbolti María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Sópur á lofti í Garðabæ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Íslenski boltinn Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Sjá meira
Leik lokið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjörn niðurstaða þegar hvorugt lið vill sækja til sigurs Íslenski boltinn
Leik lokið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjörn niðurstaða þegar hvorugt lið vill sækja til sigurs Íslenski boltinn