Ellefu sagt upp og boðið að færa sig í vaktavinnu Eiður Þór Árnason skrifar 2. febrúar 2022 11:25 Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum. Vísir/Vilhelm Ellefu fastráðnum starfsmönnum var sagt upp í fiskvinnslu Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum fyrir mánaðarmót. Þá var þrettán vertíðarstarfsmönnum tilkynnt að ekki væri unnt að tryggja þeim vinnu eftir lok vetrarvertíðar í apríl. Fastráðnum starfsmönnunum hefur öllum verið boðið að færa sig yfir í vaktavinnu. Þetta staðfestir Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar, í samtali við Vísi. „Við höfum í staðinn fyrir að vera í þessari hefðbundnu botnfisksfrystingu á undanförnum árum fært okkur meira í saltfisksvinnslu sem er sveiflukenndari og í grunnin þarf ekki jafn mikið af fastráðnu fólki. Svo hefur það gerst á sama tíma með kaupum okkar á Huginn að það er meiri vinna á vöktum,“ segir Sigurgeir. Í grunninn sé um að ræða skipulagsbreytingar þar sem fyrirtækið fækki þeim starfsmönnum sem eru í fastráðningarsambandi og saltfiskvinnslunni og fjölgar þeim sem eru á uppsjávarsviðinu og á vöktum. Þurft að fjölga vöktum „Undanfarið höfum verið að gera út tvö skip og sækja til dæmis makríl austur í Smugu og þá myndast alltaf tveir til þrír dagar á milli þegar skipin fara að sækja síldina eða makrílinn,“ segir Sigurgeir. „Nú þegar Huginn kemur inn þá myndast ekki þessi hvíldartími svo í staðinn fyrir að vera með tvo hópa sem skiptast á að taka tólf tíma vaktir þá þurfum við í raun þrjá hópa svo fólk á vöktum geti hvílst á milli. Í raun og veru er þetta ekki mikil breyting meðal starfsfólksins en auðvitað er það þannig að margir þeirra sem eru í fastráðningarsambandi hafa viljað vera á vöktum.“ Óvissa fram undan Greint er frá breytingunum í tilkynningu á vef Vinnslustöðvarinnar. Þar segir Lilja Björg Arngrímsdóttir, starfsmannastjóri fyrirtækisins, að fiskvinnslan hafi verið yfirmönnuð um hríð. Við blasi frekari óvissa og verkefnaskortur á allra næstu misserum sem bregðast verði við. „Ólíklegt er að humar verður veiddur í sumar og grálúðuveiðar dragast saman. Makrílvertíð hefst ekki fyrr en í júlí og lítið verður við að vera frá því vetrarvertíð og loðnuvertíð lýkur þar til kemur að makrílnum. Ömurlegt er að þurfa að segja upp dugnaðarfólki sem stendur sig vel en vinnandi hendur þurfa trygg verkefni. Þar við bætist að við verðum greinilega vör við að fólk kýs í vaxandi mæli að ráða sig tímabundið á vertíð í vinnslu uppsjávarfisks eða botnfisks frekar en að sækjast eftir fastráðningu. Þess vegna fækkum við fastráðnum en gerum ráð fyrir að ráða eftir atvikum tímabundið í störf til viðbótar þeim fastráðnum á vertíðum,“ er haft eftir Lilju Björgu. Fastráðnir starfsmenn í botnfiskvinnslu og uppsjávarvinnslu fyrirtækisins verða 35 til 40 eftir breytingarnar. Sjávarútvegur Vestmannaeyjar Vinnumarkaður Mest lesið Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Spotify liggur niðri Neytendur Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Þetta staðfestir Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar, í samtali við Vísi. „Við höfum í staðinn fyrir að vera í þessari hefðbundnu botnfisksfrystingu á undanförnum árum fært okkur meira í saltfisksvinnslu sem er sveiflukenndari og í grunnin þarf ekki jafn mikið af fastráðnu fólki. Svo hefur það gerst á sama tíma með kaupum okkar á Huginn að það er meiri vinna á vöktum,“ segir Sigurgeir. Í grunninn sé um að ræða skipulagsbreytingar þar sem fyrirtækið fækki þeim starfsmönnum sem eru í fastráðningarsambandi og saltfiskvinnslunni og fjölgar þeim sem eru á uppsjávarsviðinu og á vöktum. Þurft að fjölga vöktum „Undanfarið höfum verið að gera út tvö skip og sækja til dæmis makríl austur í Smugu og þá myndast alltaf tveir til þrír dagar á milli þegar skipin fara að sækja síldina eða makrílinn,“ segir Sigurgeir. „Nú þegar Huginn kemur inn þá myndast ekki þessi hvíldartími svo í staðinn fyrir að vera með tvo hópa sem skiptast á að taka tólf tíma vaktir þá þurfum við í raun þrjá hópa svo fólk á vöktum geti hvílst á milli. Í raun og veru er þetta ekki mikil breyting meðal starfsfólksins en auðvitað er það þannig að margir þeirra sem eru í fastráðningarsambandi hafa viljað vera á vöktum.“ Óvissa fram undan Greint er frá breytingunum í tilkynningu á vef Vinnslustöðvarinnar. Þar segir Lilja Björg Arngrímsdóttir, starfsmannastjóri fyrirtækisins, að fiskvinnslan hafi verið yfirmönnuð um hríð. Við blasi frekari óvissa og verkefnaskortur á allra næstu misserum sem bregðast verði við. „Ólíklegt er að humar verður veiddur í sumar og grálúðuveiðar dragast saman. Makrílvertíð hefst ekki fyrr en í júlí og lítið verður við að vera frá því vetrarvertíð og loðnuvertíð lýkur þar til kemur að makrílnum. Ömurlegt er að þurfa að segja upp dugnaðarfólki sem stendur sig vel en vinnandi hendur þurfa trygg verkefni. Þar við bætist að við verðum greinilega vör við að fólk kýs í vaxandi mæli að ráða sig tímabundið á vertíð í vinnslu uppsjávarfisks eða botnfisks frekar en að sækjast eftir fastráðningu. Þess vegna fækkum við fastráðnum en gerum ráð fyrir að ráða eftir atvikum tímabundið í störf til viðbótar þeim fastráðnum á vertíðum,“ er haft eftir Lilju Björgu. Fastráðnir starfsmenn í botnfiskvinnslu og uppsjávarvinnslu fyrirtækisins verða 35 til 40 eftir breytingarnar.
Sjávarútvegur Vestmannaeyjar Vinnumarkaður Mest lesið Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Spotify liggur niðri Neytendur Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira