Körfuboltakvöld um innkomu Friðriks í Breiðholtið: „Er að gera stórkostlega hluti með þetta ÍR-lið“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. febrúar 2022 10:31 Friðrik Ingi Rúnarsson hefur gert góða hluti síðan hann tók við ÍR. Vísir/Bára Dröfn Þó ÍR hafi tapað naumlega gegn ríkjandi Íslandsmeisturum Þórs Þorlákshafnar í síðustu umferð Subway-deildar karla í körfubolta þá fékk þjálfari liðsins – sem og leikmenn hans – mikið hrós í síðasta þætti Körfuboltakvölds. „ÍR-ingar fengu þrjá leikmenn þegar Friðrik Ingi (Rúnarsson, þjálfari liðsins) kom. Tristan Simpson, Igor Maric og Jordan Semple sem var mjög góður í þessum leik. Hann er skemmtileg týpa,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, þáttastjórnandi um eina af nýjustu viðbótum Subway-deildarinnar. Semple skoraði 24 stig, tók 12 fráköst og gaf 8 stoðsendingar í naumu tapi ÍR gegn ríkjandi Íslandsmeisturum Þórs Þorlákshafnar. „Þetta er ótrúlega vel gert hjá Frikka. Það sem hann gerði var í rauninni það sem við nefndum þegar hann var ráðinn. Við töluðum um að hann myndi ekki bjarga neinu ef hann myndi ekki taka til í leikmannahópnum og hann gerði nákvæmlega það. Það vita það allir sem fylgjast með körfubolta að þeir reyndu við þrjá til fjóra þjálfara áður en þeir fóru til Frikka en ég held að þeir þakki guði fyrir það að þessir þjálfarar hafi ekki tekið slaginn því Frikki er að gera stórkostlega hluti með þetta ÍR-lið,“ sagði Sævar Sævarsson um innkomu reynsluboltans Friðriks Inga í Breiðholtið. „Þetta eru svona gaurar sem eru tilbúnir að spila liðsbolta. Ég veit að Frikki er mikill þjálfari liðsbolta, hann kann þá íþrótt mjög vel. Ég held að þetta hafi verið ofboðslega vel valið hjá honum, þessir þrír leikmenn,“ bætti Hermann Hauksson við. Umræðuna um ÍR má sjá í spilaranum hér að neðan en þar er einni farið yfir hlutverk Sigvalda Eggertssonar og frammistöðu hans að undanförnu. Klippa: Körfuboltakvöld: ÍR-ingar að vakna til lífsins Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Körfubolti Íslenski körfuboltinn Körfuboltakvöld ÍR Subway-deild karla Mest lesið Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Enski boltinn Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Fótbolti „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Enski boltinn Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Fótbolti Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Enski boltinn Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Körfubolti Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Körfubolti Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Enski boltinn Loksins vann City Enski boltinn Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Handbolti Fleiri fréttir Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Fyrsti sigur Vals í rúman mánuð Uppgjörið, myndir og viðtöl: Grindavík - Stjarnan 63-65 | Stjörnusigur í Smáranum Elvar rólegur í tapi í Tyrklandi Halldór Armand greinir klæðaburð körfuboltaþjálfara Aðeins ein með „stærri“ þrennu í sögu deildarinnar Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla „Er bara ekkert hjarta í liðinu til að klára svona“ Stórkostlegt svar Stólanna gegn toppliðinu Uppgjörið: Keflavík - Aþena 74-59 | Meistararnir stungu af í seinni Fær meira fyrir að tala í hálftíma en fyrir heilt tímabil í WNBA „Miklu betri og stærri þjálfarar en ég sem hafa verið reknir“ Ákvað að yfirgefa KR Íslendingur með sviðsljósið á sér fyrir NBA leik Pavel um endurkomu Borche: „Rétti maðurinn á þessum tímapunkti“ Maté hættir með Hauka Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Jón Axel frábær í sigri toppliðsins „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir drullað sér út“ Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 124-82 | Þórsarar kjöldregnir í Garðabænum Pavel um leikjamet Óla Óla fyrir Grindavík: „Ég reyndi að eyðileggja þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Sjá meira
„ÍR-ingar fengu þrjá leikmenn þegar Friðrik Ingi (Rúnarsson, þjálfari liðsins) kom. Tristan Simpson, Igor Maric og Jordan Semple sem var mjög góður í þessum leik. Hann er skemmtileg týpa,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, þáttastjórnandi um eina af nýjustu viðbótum Subway-deildarinnar. Semple skoraði 24 stig, tók 12 fráköst og gaf 8 stoðsendingar í naumu tapi ÍR gegn ríkjandi Íslandsmeisturum Þórs Þorlákshafnar. „Þetta er ótrúlega vel gert hjá Frikka. Það sem hann gerði var í rauninni það sem við nefndum þegar hann var ráðinn. Við töluðum um að hann myndi ekki bjarga neinu ef hann myndi ekki taka til í leikmannahópnum og hann gerði nákvæmlega það. Það vita það allir sem fylgjast með körfubolta að þeir reyndu við þrjá til fjóra þjálfara áður en þeir fóru til Frikka en ég held að þeir þakki guði fyrir það að þessir þjálfarar hafi ekki tekið slaginn því Frikki er að gera stórkostlega hluti með þetta ÍR-lið,“ sagði Sævar Sævarsson um innkomu reynsluboltans Friðriks Inga í Breiðholtið. „Þetta eru svona gaurar sem eru tilbúnir að spila liðsbolta. Ég veit að Frikki er mikill þjálfari liðsbolta, hann kann þá íþrótt mjög vel. Ég held að þetta hafi verið ofboðslega vel valið hjá honum, þessir þrír leikmenn,“ bætti Hermann Hauksson við. Umræðuna um ÍR má sjá í spilaranum hér að neðan en þar er einni farið yfir hlutverk Sigvalda Eggertssonar og frammistöðu hans að undanförnu. Klippa: Körfuboltakvöld: ÍR-ingar að vakna til lífsins Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Körfuboltakvöld ÍR Subway-deild karla Mest lesið Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Enski boltinn Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Fótbolti „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Enski boltinn Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Fótbolti Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Enski boltinn Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Körfubolti Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Körfubolti Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Enski boltinn Loksins vann City Enski boltinn Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Handbolti Fleiri fréttir Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Fyrsti sigur Vals í rúman mánuð Uppgjörið, myndir og viðtöl: Grindavík - Stjarnan 63-65 | Stjörnusigur í Smáranum Elvar rólegur í tapi í Tyrklandi Halldór Armand greinir klæðaburð körfuboltaþjálfara Aðeins ein með „stærri“ þrennu í sögu deildarinnar Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla „Er bara ekkert hjarta í liðinu til að klára svona“ Stórkostlegt svar Stólanna gegn toppliðinu Uppgjörið: Keflavík - Aþena 74-59 | Meistararnir stungu af í seinni Fær meira fyrir að tala í hálftíma en fyrir heilt tímabil í WNBA „Miklu betri og stærri þjálfarar en ég sem hafa verið reknir“ Ákvað að yfirgefa KR Íslendingur með sviðsljósið á sér fyrir NBA leik Pavel um endurkomu Borche: „Rétti maðurinn á þessum tímapunkti“ Maté hættir með Hauka Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Jón Axel frábær í sigri toppliðsins „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir drullað sér út“ Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 124-82 | Þórsarar kjöldregnir í Garðabænum Pavel um leikjamet Óla Óla fyrir Grindavík: „Ég reyndi að eyðileggja þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Sjá meira