Aitsaret Noichaiboon brást hinn versti við þegar Supasan Ruangsuphanimit, leikmaður Norður-Bangkok háskólans, sparkaði í hælana á honum í uppbótartíma í leik gegn Bangkok FC um helgina.
Noichaiboon hljóp að Ruangsuphanimit og gaf honum rosalegt olnbogaskot sem væri betur við hæfi í blönduðum bardagalistum.
Bangkok FC s Aitsaret Noichaiboon sacked immediately after their match for this pic.twitter.com/qUMA9yzKDZ
— James Dart (@James_Dart) March 13, 2022
Noichaiboon fékk að sjálfsögðu rauða spjaldið frá dómara leiksins. Og eftir leikinn rak Bangkok hann frá félaginu.
„Bangkok FC vill taka afstöðu og styður ekki svona lagað. Félagið hefur sagt samningi leikmannsins upp. Félagið biðst afsökunar á atvikinu og mun gera allt til að koma í veg fyrir að þetta gerist aftur,“ sagði í yfirlýsingu frá Bangkok.
Ruangsuphanimit var fluttur á spítala eftir leikinn og sauma þurfti 24 spor í efri vör hans.