Umfjöllun og viðtöl: Fram - Stjarnan 31-25 | Fram sannfærandi í seinni hálfleik Andri Már Eggertsson skrifar 23. mars 2022 22:20 Karen Knútsdóttir fór á kostum í kvöld. Hér má sjá leikmenn HK reyna stöðva hana en Stjörnunni tókst það engan veginn. Vísir/Hulda Margrét Fram vann nokkuð öruggan sigur á Stjörnunni. Það var jafnt í hálfleik en Fram átti frábæran seinni hálfleik sem skilaði sér í sex marka sigri 31-25. Stjarnan mætti til leiks af mikilli ákefð. Það gekk allt upp hjá gestunum á fyrstu fimm mínútum. leiksins og Stefán Arnarson, þjálfari Fram, tók leikhlé 1-5 undir. Fram brást vel við leikhléi Stefáns og voru heimakonur ekki lengi að jafna leikinn í 7-7. Eftir það var fyrri hálfleikur í járnum og skiptust liðin á mörkum. Markmenn beggja liða voru í stuði í fyrri hálfleik. Hafdís Renötudóttir varði 8 skot og var með 42.1 prósent markvörslu. Darija Zecevic varði hins vegar 11 skot og var með 47.8 prósent markvörslu í hálfleik. Eftir skemmtilegan fyrri hálfleik var staðan jöfn 12-12. Eins vel og Stjarnan byrjaði fyrri hálfleik var ekki það sama upp á teningum í síðari hálfleik. Það tók Stjörnuna níu mínútur að skora sitt fyrsta mark í síðari hálfleik. Á meðan gekk Fram á lagið og skoraði mörk í öllum regnbogans litum og var staðan orðin 17-12 þegar Anna Karen Hansdóttir skoraði fyrir Stjörnuna með ákveðinni heppni þar sem boltinn lak inn. Leikur Stjörnunnar batnaði loksins þegar gestirnir skoruðu en Fram var alltaf skrefi á undan. Karen Knútsdóttir var þar allt í öllu og stjórnaði öllu skipulagi Fram afar vel. Eftir að Karen hafði gert þrjú mörk í röð fóru Stjörnukonur að spila fastari vörn. Þegar tíu mínútur voru eftir var Fram fimm mörkum yfir og enginn vafi hvar sigurinn myndi enda. Stjarnan gerði ekki mikið á lokakaflanum og ógnaði aldrei forskoti Fram sem vann á endanum sex marka sigur 31-25. Af hverju vann Fram? Eftir að Fram lenti fjórum mörkum undir strax eftir fimm mínútna leik small vörnin. Stjarnan skoraði aðeins tuttugu mörk á síðustu fimmtíu og fimm mínútunum. Það var jafnt í hálfleik en Fram var með mikla yfirburði í seinni hálfleik og átti Stjarnan aldrei svör við leik heimakvenna. Hverjar stóðu upp úr? Karen Knútsdóttir átti stórleik og skoraði tólf mörk úr fjórtán skotum. Karen skapaði einnig urmul af færum og gaf sjö stoðsendingar. Helena Rut Örvarsdóttir var markahæst hjá Stjörnunni með níu mörk úr fimmtán skotum. Hvað gekk illa? Stjarnan byrjaði seinni hálfleik eins illa og hægt var. Stjarnan skoraði ekki mark í níu mínútur og lenti fimm mörkum undir sem var of mikil brekka fyrir gestina. Darija Zecevic, markmaður Stjörnunnar, átti góðan fyrri hálfleik en var langt frá sínu besta í seinni hálfleik og varði aðeins eitt skot. Hvað gerist næst? Fram fær KA/Þór í heimsókn á laugardaginn klukkan 14:00. Á sama degi mætast Stjarnan og Valur í TM-höllinni klukkan 16:00. Karen: Vorum frábærar í fimmtíu og fimm mínútur Karen fór á kostum og skoraði 12 mörk í leiknum.Vísir/Hulda Margrét Karen Knútsdóttir, leikmaður Fram, fór á kostum og skoraði 12 mörk í leiknum. „Í byrjun leiks vorum við að spila slaka vörn, við vorum seinar til baka og einfaldlega lélegar í fimm mínútur en stóðum okkur vel í fimmtíu og fimm mínútur,“ sagði Karen eftir leik. Staðan var jöfn í hálfleik 12-12 og var Karen afar ánægð með Fram frá eftir fyrstu fimm mínútur leiksins. „Við héldum bara áfram í seinni hálfleik. Við áttum bara lélegar fimm mínútur, við fengum aðeins á okkur sjö mörk á síðustu tuttugu og fimm mínútunum í fyrri hálfleik og héldum síðan sama takt í seinni hálfleik,“ sagði Karen Knútsdóttir að lokum. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Handbolti Íslenski handboltinn Fram Stjarnan Olís-deild kvenna Mest lesið McIlroy vann Masters í bráðabana Golf Uppgjörið: Fram - Breiðablik 4-2 | Skoruðu fjögur mörk á minna en tíu mínútum til að tryggja sigur Íslenski boltinn Ancelotti: Mbappé er ekki ofbeldisfullur en þetta var augljóst rautt spjald Fótbolti „Við erum að reyna að skapa vonir og trú á þetta verkefni“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - KA 4-0 | Meiðslum hrjáðir Víkingar léku KA-menn grátt Íslenski boltinn „Ég skil ekki hvernig við náum ekki að klára þetta“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Körfubolti „Getum klárlega farið alla leið ef við viljum það“ Sport Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm Formúla 1 Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Handbolti Fleiri fréttir Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Sjá meira
Stjarnan mætti til leiks af mikilli ákefð. Það gekk allt upp hjá gestunum á fyrstu fimm mínútum. leiksins og Stefán Arnarson, þjálfari Fram, tók leikhlé 1-5 undir. Fram brást vel við leikhléi Stefáns og voru heimakonur ekki lengi að jafna leikinn í 7-7. Eftir það var fyrri hálfleikur í járnum og skiptust liðin á mörkum. Markmenn beggja liða voru í stuði í fyrri hálfleik. Hafdís Renötudóttir varði 8 skot og var með 42.1 prósent markvörslu. Darija Zecevic varði hins vegar 11 skot og var með 47.8 prósent markvörslu í hálfleik. Eftir skemmtilegan fyrri hálfleik var staðan jöfn 12-12. Eins vel og Stjarnan byrjaði fyrri hálfleik var ekki það sama upp á teningum í síðari hálfleik. Það tók Stjörnuna níu mínútur að skora sitt fyrsta mark í síðari hálfleik. Á meðan gekk Fram á lagið og skoraði mörk í öllum regnbogans litum og var staðan orðin 17-12 þegar Anna Karen Hansdóttir skoraði fyrir Stjörnuna með ákveðinni heppni þar sem boltinn lak inn. Leikur Stjörnunnar batnaði loksins þegar gestirnir skoruðu en Fram var alltaf skrefi á undan. Karen Knútsdóttir var þar allt í öllu og stjórnaði öllu skipulagi Fram afar vel. Eftir að Karen hafði gert þrjú mörk í röð fóru Stjörnukonur að spila fastari vörn. Þegar tíu mínútur voru eftir var Fram fimm mörkum yfir og enginn vafi hvar sigurinn myndi enda. Stjarnan gerði ekki mikið á lokakaflanum og ógnaði aldrei forskoti Fram sem vann á endanum sex marka sigur 31-25. Af hverju vann Fram? Eftir að Fram lenti fjórum mörkum undir strax eftir fimm mínútna leik small vörnin. Stjarnan skoraði aðeins tuttugu mörk á síðustu fimmtíu og fimm mínútunum. Það var jafnt í hálfleik en Fram var með mikla yfirburði í seinni hálfleik og átti Stjarnan aldrei svör við leik heimakvenna. Hverjar stóðu upp úr? Karen Knútsdóttir átti stórleik og skoraði tólf mörk úr fjórtán skotum. Karen skapaði einnig urmul af færum og gaf sjö stoðsendingar. Helena Rut Örvarsdóttir var markahæst hjá Stjörnunni með níu mörk úr fimmtán skotum. Hvað gekk illa? Stjarnan byrjaði seinni hálfleik eins illa og hægt var. Stjarnan skoraði ekki mark í níu mínútur og lenti fimm mörkum undir sem var of mikil brekka fyrir gestina. Darija Zecevic, markmaður Stjörnunnar, átti góðan fyrri hálfleik en var langt frá sínu besta í seinni hálfleik og varði aðeins eitt skot. Hvað gerist næst? Fram fær KA/Þór í heimsókn á laugardaginn klukkan 14:00. Á sama degi mætast Stjarnan og Valur í TM-höllinni klukkan 16:00. Karen: Vorum frábærar í fimmtíu og fimm mínútur Karen fór á kostum og skoraði 12 mörk í leiknum.Vísir/Hulda Margrét Karen Knútsdóttir, leikmaður Fram, fór á kostum og skoraði 12 mörk í leiknum. „Í byrjun leiks vorum við að spila slaka vörn, við vorum seinar til baka og einfaldlega lélegar í fimm mínútur en stóðum okkur vel í fimmtíu og fimm mínútur,“ sagði Karen eftir leik. Staðan var jöfn í hálfleik 12-12 og var Karen afar ánægð með Fram frá eftir fyrstu fimm mínútur leiksins. „Við héldum bara áfram í seinni hálfleik. Við áttum bara lélegar fimm mínútur, við fengum aðeins á okkur sjö mörk á síðustu tuttugu og fimm mínútunum í fyrri hálfleik og héldum síðan sama takt í seinni hálfleik,“ sagði Karen Knútsdóttir að lokum. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Handbolti Íslenski handboltinn Fram Stjarnan Olís-deild kvenna Mest lesið McIlroy vann Masters í bráðabana Golf Uppgjörið: Fram - Breiðablik 4-2 | Skoruðu fjögur mörk á minna en tíu mínútum til að tryggja sigur Íslenski boltinn Ancelotti: Mbappé er ekki ofbeldisfullur en þetta var augljóst rautt spjald Fótbolti „Við erum að reyna að skapa vonir og trú á þetta verkefni“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - KA 4-0 | Meiðslum hrjáðir Víkingar léku KA-menn grátt Íslenski boltinn „Ég skil ekki hvernig við náum ekki að klára þetta“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Körfubolti „Getum klárlega farið alla leið ef við viljum það“ Sport Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm Formúla 1 Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Handbolti Fleiri fréttir Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Sjá meira
Uppgjörið: Fram - Breiðablik 4-2 | Skoruðu fjögur mörk á minna en tíu mínútum til að tryggja sigur Íslenski boltinn
Uppgjörið: Fram - Breiðablik 4-2 | Skoruðu fjögur mörk á minna en tíu mínútum til að tryggja sigur Íslenski boltinn