Halldór Jóhann: Ekki auðveldur leikur Kristín Björk Ingimarsdóttir skrifar 27. mars 2022 20:19 Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari Selfyssinga. Vísir/Hulda Margrét Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari Selfoss í handbolta var sáttur við sjö marka sigur á móti Víking í kvöld. Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari Selfoss í handbolta var sáttur þegar liðið gerði sjö marka sigur á móti Víking í kvöld. Selfyssingar sem voru einu marki undir í hálfleik mættu tvíeldir í þann seinni og sigruðu 25-32. „Mér líður mjög vel. Sjö marka sigur, ég hefði alltaf tekið það fyrir leik. Fyrri hálfleikurinn var kannski ekki nógu góður af okkar hálfu en seinni hálfleikurinn var góður. Ég er mjög sáttur við þessi tvö stig, þetta er ekki auðveldir leikir, þar sem þú ætlast til þess að þú vinnir en ég er bara sáttur,“ sagði Halldór eftir leikinn. Selfyssingar virtust heldur andlausir í fyrri hálfleik og vantaði kraft í þá. Þeir komu mun kraftmeiri í seinni hálfleikinn og unnu verðskuldaðann sjö marka sigur. „Það vantaði spirit í okkur. Varnarlega vorum við rosa mjúkir og ekki að hóta, við vorum að láta þá spila rosalega mikið meðfram okkur. Ég ætla ekki að taka það af Víking, þeir spiluðu fyrri hálfleikinn mjög vel og settu góða pressu. Sóknarlega vorum við ágætir, skorum 14 mörk en vorum ekki hundrað prósent í fyrri. Vorum að hlaupa illa hraðaupphlaup og seinni bylgju en breyttum í seinni og vorum fljótir að koma okkur í fjögurra marka forystu. Svo koma þessi sjö mörk í lokin.“ Halldór segir að það hafi vantað upp og varnarleikinn hjá þeim í fyrri hálfleik sem þeir fóru yfir í hálfleiknum og löguðu í þeim seinni. „Við vorum að spila langt undir pari varnarlega í fyrri hálfleik og við þurftum að fara aðeins yfir það. Við vorum að hlaupa of mikið og hafa áhyggjur af alltof mörgum hlutum og vorum bara að vinna okkar vinnu ekki nægilega vel. Við fórum vel yfir það og svo voru ákveðnir þættir sóknarlega sem að við vildum gera betur. Fyrst og fremst komum við miklu öflugri sem lið inn í seinni hálfleikinn og það gerir það af verkum að við vinnum þennan leik með sjö mörkum.“ Í næstu umferð tekur Selfoss á móti ÍBV og vill Halldór að þeir haldi standard og eigi góðan leik. „Að við spilum góðan leik. Við erum með gott lið og ég vill að við höldum standard og að það séu ekki miklar sveilfur í leik okkar. Ef við spilum góðan leik þá eigum við fína möguleika á móti ÍBV. Þeir eru með sterkt lið en ef við erum ekki á okkar besta degi þá verður það mjög erfitt.“ UMF Selfoss Olís-deild karla Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Leik lokið: Víkingur - Selfoss 25-32 | Selfyssingar keyrðu yfir Víkinga þegar leið á Selfyssingar geta komið sér nær því að ná heimaleikjarétti í úrslitakeppni Olís-deildar karla í handbolta með sigri gegn föllnum Víkingum. 27. mars 2022 17:15 Mest lesið Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Enski boltinn Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Fótbolti „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Enski boltinn Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Fótbolti Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Enski boltinn Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Körfubolti Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Körfubolti Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Enski boltinn Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Handbolti Loksins vann City Enski boltinn Fleiri fréttir Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Óðni héldu engin bönd í toppslagnum Bjarki Már með sex í hundraðasta leiknum fyrir Veszprém Hrútfirska hornakonan ein sú markahæsta og öruggasta á EM Stelpurnar hans Þóris þéna mun minna samtals en hlaupari Frammistaðan á EM skilaði stelpunum í efri styrkleikaflokk í fyrsta sinn Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Skýrsla Vals: Bölvaður Berlínarmúrinn „Fyrir mig var þetta gríðarlega erfitt“ Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Elín Rósa: Við náðum okkar helsta markmiði „Ákveðinn í að láta þennan leik ekki sitja í mér“ „Langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót“ Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Svona eru milliriðlar EM: Þórir byrjar á Dönum Færeyjum skellt af herraþjóðinni og Holland vann með tuttugu Elísa veik og ekki með Tíu sinnum betri handboltaferð en aðrir hafa farið í „Við sjáum möguleika þarna“ „Þær eru búnar að taka nokkra krísufundina“ Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Útilokar ekki að Ómar Ingi verði með á HM Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Ómar Ingi ekki með á HM „Þýska liðið er allt önnur skepna“ „Förum léttar inn í þennan leik“ Leikdagur í Innsbruck: Hitum logsuðutækin Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ „Þá rennur stressið af manni“ Sjá meira
Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari Selfoss í handbolta var sáttur þegar liðið gerði sjö marka sigur á móti Víking í kvöld. Selfyssingar sem voru einu marki undir í hálfleik mættu tvíeldir í þann seinni og sigruðu 25-32. „Mér líður mjög vel. Sjö marka sigur, ég hefði alltaf tekið það fyrir leik. Fyrri hálfleikurinn var kannski ekki nógu góður af okkar hálfu en seinni hálfleikurinn var góður. Ég er mjög sáttur við þessi tvö stig, þetta er ekki auðveldir leikir, þar sem þú ætlast til þess að þú vinnir en ég er bara sáttur,“ sagði Halldór eftir leikinn. Selfyssingar virtust heldur andlausir í fyrri hálfleik og vantaði kraft í þá. Þeir komu mun kraftmeiri í seinni hálfleikinn og unnu verðskuldaðann sjö marka sigur. „Það vantaði spirit í okkur. Varnarlega vorum við rosa mjúkir og ekki að hóta, við vorum að láta þá spila rosalega mikið meðfram okkur. Ég ætla ekki að taka það af Víking, þeir spiluðu fyrri hálfleikinn mjög vel og settu góða pressu. Sóknarlega vorum við ágætir, skorum 14 mörk en vorum ekki hundrað prósent í fyrri. Vorum að hlaupa illa hraðaupphlaup og seinni bylgju en breyttum í seinni og vorum fljótir að koma okkur í fjögurra marka forystu. Svo koma þessi sjö mörk í lokin.“ Halldór segir að það hafi vantað upp og varnarleikinn hjá þeim í fyrri hálfleik sem þeir fóru yfir í hálfleiknum og löguðu í þeim seinni. „Við vorum að spila langt undir pari varnarlega í fyrri hálfleik og við þurftum að fara aðeins yfir það. Við vorum að hlaupa of mikið og hafa áhyggjur af alltof mörgum hlutum og vorum bara að vinna okkar vinnu ekki nægilega vel. Við fórum vel yfir það og svo voru ákveðnir þættir sóknarlega sem að við vildum gera betur. Fyrst og fremst komum við miklu öflugri sem lið inn í seinni hálfleikinn og það gerir það af verkum að við vinnum þennan leik með sjö mörkum.“ Í næstu umferð tekur Selfoss á móti ÍBV og vill Halldór að þeir haldi standard og eigi góðan leik. „Að við spilum góðan leik. Við erum með gott lið og ég vill að við höldum standard og að það séu ekki miklar sveilfur í leik okkar. Ef við spilum góðan leik þá eigum við fína möguleika á móti ÍBV. Þeir eru með sterkt lið en ef við erum ekki á okkar besta degi þá verður það mjög erfitt.“
UMF Selfoss Olís-deild karla Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Leik lokið: Víkingur - Selfoss 25-32 | Selfyssingar keyrðu yfir Víkinga þegar leið á Selfyssingar geta komið sér nær því að ná heimaleikjarétti í úrslitakeppni Olís-deildar karla í handbolta með sigri gegn föllnum Víkingum. 27. mars 2022 17:15 Mest lesið Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Enski boltinn Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Fótbolti „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Enski boltinn Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Fótbolti Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Enski boltinn Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Körfubolti Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Körfubolti Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Enski boltinn Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Handbolti Loksins vann City Enski boltinn Fleiri fréttir Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Óðni héldu engin bönd í toppslagnum Bjarki Már með sex í hundraðasta leiknum fyrir Veszprém Hrútfirska hornakonan ein sú markahæsta og öruggasta á EM Stelpurnar hans Þóris þéna mun minna samtals en hlaupari Frammistaðan á EM skilaði stelpunum í efri styrkleikaflokk í fyrsta sinn Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Skýrsla Vals: Bölvaður Berlínarmúrinn „Fyrir mig var þetta gríðarlega erfitt“ Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Elín Rósa: Við náðum okkar helsta markmiði „Ákveðinn í að láta þennan leik ekki sitja í mér“ „Langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót“ Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Svona eru milliriðlar EM: Þórir byrjar á Dönum Færeyjum skellt af herraþjóðinni og Holland vann með tuttugu Elísa veik og ekki með Tíu sinnum betri handboltaferð en aðrir hafa farið í „Við sjáum möguleika þarna“ „Þær eru búnar að taka nokkra krísufundina“ Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Útilokar ekki að Ómar Ingi verði með á HM Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Ómar Ingi ekki með á HM „Þýska liðið er allt önnur skepna“ „Förum léttar inn í þennan leik“ Leikdagur í Innsbruck: Hitum logsuðutækin Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ „Þá rennur stressið af manni“ Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Selfoss 25-32 | Selfyssingar keyrðu yfir Víkinga þegar leið á Selfyssingar geta komið sér nær því að ná heimaleikjarétti í úrslitakeppni Olís-deildar karla í handbolta með sigri gegn föllnum Víkingum. 27. mars 2022 17:15