Arion banki skilaði 5,8 milljarða hagnaði á fyrsta ársfjórðungi Eiður Þór Árnason skrifar 4. maí 2022 16:51 Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka. Arion banki hagnaðist um 5.818 milljónir króna á fyrsta ársfjórðungi 2022, samanborið við 6.039 milljónir króna á sama tímabili í fyrra. Var arðsemi eiginfjár 12,7% á fyrstu þremur mánuðum þessa árs og námu heildareignir 1.341 milljörðum króna í lok mars, samanborið við 1.314 milljarða króna í árslok 2021. Bankastjóri segir góðan vöxt vera í tekjum bankans af kjarnastarfsemi, ekki síst vaxtatekjum sem aukist hafa um 9% frá síðasta ársfjórðungi. Alls jukust lán til viðskiptavina um 4,3% frá áramótum. Von er á því að helmingur hagnaðarins, um 2,9 milljarðar króna, verði greiddur út sem arður í samræmi við arðgreiðslustefnu bankans. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Arion banka en hækkun heildareigna er sögð skýrist aðallega af lánum til fyrirtækja sem hækkuðu um 8% frá árslokum seinasta árs. Hagnaður Arion banka dregst saman milli ára. Heildar eigið fé Arion banka nam 173 milljörðum króna í lok mars. Lækkaði það vegna arðgreiðslu og endurkaupa á hlutabréfum bankans, samtals að fjárhæð 26,8 milljarðar króna, en afkoma tímabilsins kemur til hækkunar á eigin fé. Tekjur af kjarnastarfsemi jukust um 15,9% samanborið við fyrsta ársfjórðung 2021. Hreinn vaxtamunur var 3,1%, samanborið við 2,7% á sama tímabili í fyrra. Kostnaðarhlutfallið á fyrsta ársfjórðungi var 42,7% samanborið við 46,2% í fyrra. Arðgreiðsla og endurkaup á hlutabréfum bankans námu 26,8 milljörðum króna. Góður gangur í efnahagslífinu Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka, segir afkomu bankans vera góða á fyrsta ársfjórðungi og í takti við fjárhagsleg markmið. „Við finnum vel að það er góður gangur í íslensku efnahagslífi og eru fjölmörg spennandi verkefni í pípunum. Útlánavöxtur var umtalsverður á fjórðungnum og þá sérstaklega þegar kemur að lánum til fyrirtækja. Við höldum ótrauð áfram á þeirri braut að styrkja okkur sem millilið á markaði. Á síðustu tveimur árum hefur Arion banki veitt um 36 milljörðum króna í lán til fyrirtækja sem síðar hafa verið seld til stofnanafjárfesta eins og lífeyrissjóða.“ Slíkt gefi bankanum aukið svigrúm til frekari lánveitinga til fyrirtækja og auki fjölbreytileika í eignasafni lífeyrissjóða. Benedikt segir það sömuleiðis vera ánægjulegt að sjá umsvif bankans á Norðurslóðum aukast verulega á milli ára, eða um 87%. „Við ætlum að auka þessi umsvif enn frekar og leggjum sérstaka áherslu á atvinnugreinar þar sem við höfum á undanförnum árum byggt upp góða þekkingu á og reynslu af,“ er haft eftir Benedikt í tilkynningu. Aðalfundur Arion banka, sem haldinn var í mars síðastliðnum, samþykkti arðgreiðslu að fjárhæð 22,5 milljarðar króna. Að auki keypti bankinn eigin bréf fyrir um 4,3 milljarða króna á fyrsta ársfjórðungi. Samningur um sölu á Valitor til Rapyd hefur verið framlengdur til 1. júní næstkomandi. Vegna þeirra tafa sem orðið hafa á samþykki Samkeppniseftirlitsins og lúkningu viðskiptanna hefur Rapyd greitt Arion banka 10 milljónir Bandaríkjadala í viðbótargreiðslu, sem færð verður til tekna við samningslok Benedikt segir stjórnendur sjá góðan vöxt í iðgjöldum hjá tryggingafélaginu Verði, dótturfélags Arion banka. Afkoma félagsins beri þess merki að veturinn hafi verið þungur hvað veðurfar varðar og hafi leitt til aukningar í fjölda tjóna. Íslenskir bankar Kauphöllin Mest lesið Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Strætómiðinn dýrari Neytendur Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Viðskipti innlent Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Viðskipti erlent Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Viðskipti erlent Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Fleiri fréttir Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Sjá meira
Bankastjóri segir góðan vöxt vera í tekjum bankans af kjarnastarfsemi, ekki síst vaxtatekjum sem aukist hafa um 9% frá síðasta ársfjórðungi. Alls jukust lán til viðskiptavina um 4,3% frá áramótum. Von er á því að helmingur hagnaðarins, um 2,9 milljarðar króna, verði greiddur út sem arður í samræmi við arðgreiðslustefnu bankans. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Arion banka en hækkun heildareigna er sögð skýrist aðallega af lánum til fyrirtækja sem hækkuðu um 8% frá árslokum seinasta árs. Hagnaður Arion banka dregst saman milli ára. Heildar eigið fé Arion banka nam 173 milljörðum króna í lok mars. Lækkaði það vegna arðgreiðslu og endurkaupa á hlutabréfum bankans, samtals að fjárhæð 26,8 milljarðar króna, en afkoma tímabilsins kemur til hækkunar á eigin fé. Tekjur af kjarnastarfsemi jukust um 15,9% samanborið við fyrsta ársfjórðung 2021. Hreinn vaxtamunur var 3,1%, samanborið við 2,7% á sama tímabili í fyrra. Kostnaðarhlutfallið á fyrsta ársfjórðungi var 42,7% samanborið við 46,2% í fyrra. Arðgreiðsla og endurkaup á hlutabréfum bankans námu 26,8 milljörðum króna. Góður gangur í efnahagslífinu Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka, segir afkomu bankans vera góða á fyrsta ársfjórðungi og í takti við fjárhagsleg markmið. „Við finnum vel að það er góður gangur í íslensku efnahagslífi og eru fjölmörg spennandi verkefni í pípunum. Útlánavöxtur var umtalsverður á fjórðungnum og þá sérstaklega þegar kemur að lánum til fyrirtækja. Við höldum ótrauð áfram á þeirri braut að styrkja okkur sem millilið á markaði. Á síðustu tveimur árum hefur Arion banki veitt um 36 milljörðum króna í lán til fyrirtækja sem síðar hafa verið seld til stofnanafjárfesta eins og lífeyrissjóða.“ Slíkt gefi bankanum aukið svigrúm til frekari lánveitinga til fyrirtækja og auki fjölbreytileika í eignasafni lífeyrissjóða. Benedikt segir það sömuleiðis vera ánægjulegt að sjá umsvif bankans á Norðurslóðum aukast verulega á milli ára, eða um 87%. „Við ætlum að auka þessi umsvif enn frekar og leggjum sérstaka áherslu á atvinnugreinar þar sem við höfum á undanförnum árum byggt upp góða þekkingu á og reynslu af,“ er haft eftir Benedikt í tilkynningu. Aðalfundur Arion banka, sem haldinn var í mars síðastliðnum, samþykkti arðgreiðslu að fjárhæð 22,5 milljarðar króna. Að auki keypti bankinn eigin bréf fyrir um 4,3 milljarða króna á fyrsta ársfjórðungi. Samningur um sölu á Valitor til Rapyd hefur verið framlengdur til 1. júní næstkomandi. Vegna þeirra tafa sem orðið hafa á samþykki Samkeppniseftirlitsins og lúkningu viðskiptanna hefur Rapyd greitt Arion banka 10 milljónir Bandaríkjadala í viðbótargreiðslu, sem færð verður til tekna við samningslok Benedikt segir stjórnendur sjá góðan vöxt í iðgjöldum hjá tryggingafélaginu Verði, dótturfélags Arion banka. Afkoma félagsins beri þess merki að veturinn hafi verið þungur hvað veðurfar varðar og hafi leitt til aukningar í fjölda tjóna.
Íslenskir bankar Kauphöllin Mest lesið Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Strætómiðinn dýrari Neytendur Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Viðskipti innlent Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Viðskipti erlent Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Viðskipti erlent Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Fleiri fréttir Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Sjá meira