„Fannst ég hafa legið þarna í tvo tíma“ Sindri Sverrisson skrifar 1. júní 2022 16:02 Martin Hermannsson fann strax að eitthvað alvarlegt hefði gerst þegar hann meiddist. Stöð 2 Sport „Maður hlustaði ekki nógu vel á líkamann,“ segir Martin Hermannsson, landsliðsmaður í körfubolta, sem hafði ekki getað æft með hefðbundnum hætti síðustu vikur áður en hann sleit krossband í hné á mánudagskvöld. Martin meiddist í leik sem reyndist lokaleikur Valencia á tímabilinu á Spáni og ljóst er að hann mun ekki snúa aftur til keppni fyrr en á næsta ári. Þessi 27 ára fremsti körfuboltamaður landsins segist í raun enn vera að melta það að hafa meiðst svo alvarlega, í fyrsta sinn á ferlinum. „Þetta er búinn að vera algjör rússíbani. Þegar þetta gerðist fyrst þá fann ég strax að þetta væri eitthvað alvarlegt. Ég hef hingað til verið hrikalega heppinn með meiðsli, aldrei verið neitt meiddur nema kannski 2-3 vikur í senn, en ég fann um leið og þetta gerðist að þetta myndi taka aðeins lengri tíma. Tilfinningin var ekki góð. Um leið og maður lendir í svona þá fer hausinn á flug og maður hugsar bara: Jæja, er þetta búið? Hvað gerist næsta ár? Hvar er konan mín og barnið mitt? Þetta gerðist allt einhvern veginn mjög hægt. Mér fannst ég hafa legið þarna í tvo tíma. En svo er maður ótrúlega heppinn með baklandið, konu sína og fjölskyldu, allt liðið, vinina og fleiri sem hafa lyft manni upp, og maður er byrjaður að horfa á það jákvæða í þessu núna,“ segir Martin. Klippa: Martin fann strax að eitthvað alvarlegt hefði gerst „Hlustaði ekki nógu vel á líkamann“ En það hlýtur þó að vera erfitt að sætta sig við orðinn hlut? „Já, ekki spurning. Það mun taka tíma. Sérstaklega þegar þetta er svona í síðasta leik tímabilsins. Ég var búinn að vera tæpur í 2-3 vikur og ekkert búinn að æfa, og það er kannski ástæðan fyrir því að þetta gerðist. Maður hlustaði ekki nógu vel á líkamann. Það er rosalega auðvelt að sjá eftir sínum ákvörðunum og kannski hefði maður bara átt að stoppa, en einhvern veginn hef ég allt mitt líf ýtt mér áfram, alveg sama þó að það séu einhver smávægileg meiðsli eða slíkt. Ég held að líkaminn hafi svolítið sagt þarna stopp og ég trúi því að allt gerist út af ástæðu. Ég er byrjaður að horfa á það jákvæða í þessu. Ég fæ núna góðan tíma til að vinna í öllum líkamanum og í hlutum sem maður hefur ekki haft tíma til að vinna í. Ég lít á þetta sem risastórt tækifæri til að verða betri og sterkari, og koma gjörsamlega skotheldur til baka,“ segir Martin. Þetta er fyrsti hluti viðtals við Martin sem birtast mun hér á Vísi. Körfubolti Spænski körfuboltinn Tengdar fréttir Martin með slitið krossband: „Lífið er ekki alltaf sanngjarnt“ Martin Hermannsson, landsliðsmaður Íslands í körfubolta og leikmaður Valencia á Spáni, fór meiddur af velli í leik Valencia í gærkvöld. Meiðslin litu illa út og nú hefur félagið staðfest að krossband í vinstra hné Martins sé slitið. 31. maí 2022 09:16 Mest lesið „Þetta var manndrápstilraun“ Sport Fékk dauðan grís í verðlaun Fótbolti Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Íslenski boltinn Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Golf Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Golf Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn „Við erum búnir að brenna skipin“ Íslenski boltinn „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Íslenski boltinn Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Golf Andriy Shevchenko á leið til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Brá þegar hún heyrði smellinn Jokic sá þriðji með þrefalda tvennu að meðaltali í leik á tímabili Falko: Zarko og Matej voru frábærir Uppgjörið: Njarðvík-Álftanes 107-74 | Njarðvíkingar eru enn á lífi Uppgjör: Stjarnan - ÍR 87-89 | Háspenna þegar ÍR klóraði í bakkann „Vissi að ég átti miklu, miklu meira inni“ Álftnesingar fengu frábærar fréttir fyrir kvöldið „Get huggað mig við það að ég var líka heppinn“ „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Þrír aðstoða Pekka með landsliðið Jokic tjáir sig um óvæntan brottrekstur þjálfarans Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu LeBron fær Barbie dúkku af sér „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ „Ekki séns að fara í sumarfrí“ Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Sjá meira
Martin meiddist í leik sem reyndist lokaleikur Valencia á tímabilinu á Spáni og ljóst er að hann mun ekki snúa aftur til keppni fyrr en á næsta ári. Þessi 27 ára fremsti körfuboltamaður landsins segist í raun enn vera að melta það að hafa meiðst svo alvarlega, í fyrsta sinn á ferlinum. „Þetta er búinn að vera algjör rússíbani. Þegar þetta gerðist fyrst þá fann ég strax að þetta væri eitthvað alvarlegt. Ég hef hingað til verið hrikalega heppinn með meiðsli, aldrei verið neitt meiddur nema kannski 2-3 vikur í senn, en ég fann um leið og þetta gerðist að þetta myndi taka aðeins lengri tíma. Tilfinningin var ekki góð. Um leið og maður lendir í svona þá fer hausinn á flug og maður hugsar bara: Jæja, er þetta búið? Hvað gerist næsta ár? Hvar er konan mín og barnið mitt? Þetta gerðist allt einhvern veginn mjög hægt. Mér fannst ég hafa legið þarna í tvo tíma. En svo er maður ótrúlega heppinn með baklandið, konu sína og fjölskyldu, allt liðið, vinina og fleiri sem hafa lyft manni upp, og maður er byrjaður að horfa á það jákvæða í þessu núna,“ segir Martin. Klippa: Martin fann strax að eitthvað alvarlegt hefði gerst „Hlustaði ekki nógu vel á líkamann“ En það hlýtur þó að vera erfitt að sætta sig við orðinn hlut? „Já, ekki spurning. Það mun taka tíma. Sérstaklega þegar þetta er svona í síðasta leik tímabilsins. Ég var búinn að vera tæpur í 2-3 vikur og ekkert búinn að æfa, og það er kannski ástæðan fyrir því að þetta gerðist. Maður hlustaði ekki nógu vel á líkamann. Það er rosalega auðvelt að sjá eftir sínum ákvörðunum og kannski hefði maður bara átt að stoppa, en einhvern veginn hef ég allt mitt líf ýtt mér áfram, alveg sama þó að það séu einhver smávægileg meiðsli eða slíkt. Ég held að líkaminn hafi svolítið sagt þarna stopp og ég trúi því að allt gerist út af ástæðu. Ég er byrjaður að horfa á það jákvæða í þessu. Ég fæ núna góðan tíma til að vinna í öllum líkamanum og í hlutum sem maður hefur ekki haft tíma til að vinna í. Ég lít á þetta sem risastórt tækifæri til að verða betri og sterkari, og koma gjörsamlega skotheldur til baka,“ segir Martin. Þetta er fyrsti hluti viðtals við Martin sem birtast mun hér á Vísi.
Körfubolti Spænski körfuboltinn Tengdar fréttir Martin með slitið krossband: „Lífið er ekki alltaf sanngjarnt“ Martin Hermannsson, landsliðsmaður Íslands í körfubolta og leikmaður Valencia á Spáni, fór meiddur af velli í leik Valencia í gærkvöld. Meiðslin litu illa út og nú hefur félagið staðfest að krossband í vinstra hné Martins sé slitið. 31. maí 2022 09:16 Mest lesið „Þetta var manndrápstilraun“ Sport Fékk dauðan grís í verðlaun Fótbolti Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Íslenski boltinn Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Golf Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Golf Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn „Við erum búnir að brenna skipin“ Íslenski boltinn „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Íslenski boltinn Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Golf Andriy Shevchenko á leið til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Brá þegar hún heyrði smellinn Jokic sá þriðji með þrefalda tvennu að meðaltali í leik á tímabili Falko: Zarko og Matej voru frábærir Uppgjörið: Njarðvík-Álftanes 107-74 | Njarðvíkingar eru enn á lífi Uppgjör: Stjarnan - ÍR 87-89 | Háspenna þegar ÍR klóraði í bakkann „Vissi að ég átti miklu, miklu meira inni“ Álftnesingar fengu frábærar fréttir fyrir kvöldið „Get huggað mig við það að ég var líka heppinn“ „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Þrír aðstoða Pekka með landsliðið Jokic tjáir sig um óvæntan brottrekstur þjálfarans Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu LeBron fær Barbie dúkku af sér „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ „Ekki séns að fara í sumarfrí“ Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Sjá meira
Martin með slitið krossband: „Lífið er ekki alltaf sanngjarnt“ Martin Hermannsson, landsliðsmaður Íslands í körfubolta og leikmaður Valencia á Spáni, fór meiddur af velli í leik Valencia í gærkvöld. Meiðslin litu illa út og nú hefur félagið staðfest að krossband í vinstra hné Martins sé slitið. 31. maí 2022 09:16
Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik