Hófið fór fram með pompi og prakt í Minigarðinum. Veittur var fjöldi verðlauna í bæði Olís deildum karla og kvenna sem og Grill66 deildum karla og kvenna. Hófið í heild sinni má sjá í spilaranum neðst í fréttinni.

Íslandsmeistarar Vals báru af í Olís deild karla. Verðlaunin voru eftirfarandi:
- Besti þjálfari: Snorri Steinn Guðjónsson (Valur)
- Mikilvægasti leikmaður: Magnús Óli Magnússon (Valur)
- Besti leikmaður: Óðinn Þór Ríkharðsson (KA)
- Besti varnarmaður: Einar Þorsteinn Ólafsson (Valur)
- Besti sóknarmaður: Óðinn Þór Ríkharðsson (KA)
- Besti markmaður: Björgvin Páll Gústavsson – (Valur)
- Efnilegastur: Benedikt Gunnar Óskarsson – (Valur)

Í Olís deild kvenna báru Íslandsmeistarar Fram af þó svo að mikilvægasti og besti leikmaðurinn væri sá hinn sami frá Akureyri. Verðlaunin voru eftirfarandi:
- Besti þjálfari: Stefán Arnarson (Fram)
- Mikilvægasti leikmaður: Rut Arnfjörð Jónsdóttir (KA/Þór)
- Besti leikmaður: Rut Arnfjörð Jónsdóttir (KA/Þór)
- Besti varnarmaður: Sunna Jónsdóttir (ÍBV)
- Besti sóknarmaður: Karen Knútsdóttir – (Fram)
- Besti markmaður: Hafdís Renötudóttir – (Fram)
- Efnilegust: Elín Klara Þorkelsdóttir (Haukar)

Dómarar ársins voru þeir Anton Gylfi Pálsson og Jónas Elíasson.
Háttvísiverðlaun HDSÍ fengu svo Arnór Snær Óskarsson (Valur, Olís deild karla) og Karen Knútsdóttir (Fram, Olísdeild kvenna.
Í Grill 66 deild karla voru verðlaunin eftirfarandi:
- Þjálfari ársins: Carlos Martin Santos (Hörður)
- Besti leikmaður: Kristján Orri Jóhannsson (ÍR)
- Besti varnarmaður: Andri Heimir Friðriksson (ÍR)
- Besti sóknarmaður: Tryggvi Garðar Jónsson (Valur U)
- Besti markmaður: Sigurður Ingiberg Ólafsson (ÍR)
- Efnilegastur: Tryggvi Garðar Jónsson (Valur U)

Í Grill 66 deild kvenna var Tinna Sigurrós Traustadóttir allt í öllu. Verðlaunin voru eftirfarandi:
- Þjálfari ársins: Svavar Vignisson (Selfoss)
- Besti leikmaður: Tinna Sigurrós Traustadóttir (Selfoss)
- Besti varnarmaður: Tinna Soffía Traustadóttir (Selfoss)
- Besti sóknarmaður: Tinna Sigurrós Traustadóttir (Selfoss)
- Besti markmaður: Ísabella Schobel Björnsdóttir (ÍR)
- Efnilegust: Tinna Sigurrós Traustadóttir (Selfoss)