Samkvæmt mánudagsslúðri Sky Sports ætlar Jürgen Klopp að veita Pep Guardiola samkeppni í kapphlaupinu um hinn 26 ára gamla varnartengilið. Phillips var frábær er Leeds United komst upp í ensku úrvalsdeildina á nýjan leik tímabilið 2020/2021.
Hann lék í kjölfarið einkar vel með enska landsliðinu á EM og vakti athygli stærri liða. Talið var að Manchester United vildi fá hann í sínar raðir en fjandskapur Leeds og Man Utd gerði það að verkum að þau vistaskipti voru aldrei líkleg.
Phillips var mikið meiddur í vetur og kom aðeins við sögu í 20 deildarleikjum hjá Leeds sem rétt slapp við fall. Það virðist ekki sem meiðslahrjáð tímabil komi í veg fyrir áhuga tveggja af bestu liða Evrópu.
Pep vill fá Phillips til Englandsmeistara Man City þar sem Brasilíumaðurinn Fernandinho er á leið til heimalandsins frá árinu 2013. Klopp vill Phillips til að auka breiddina á miðsvæði Liverpool.
Phillips á tvö ár eftir af samningi sínum við Leeds og ljóst að hann mun ekki vera seldur ódýrt. Hvað þá þegar tvö stórlið vilja bæði fá leikmanninn.