Bowen skoraði 18 mörk og lagði upp 11 önnur fyrir West Ham United í öllum keppnum á síðasta keppnistímabili.
Þessi frammistaða skilaði honum sæti í enska landsliðinu en hann lék sínu fyrstu þrjá landsleiki í síðasta glugga liðsins í Þjóðadeildinni.
Mikel Arteta ku hafa áhuga á að bæta í flóru framerja hjá liðinu en svo virðist sem Nicolas Pepe sé á leið frá Arsenal í sumar. Þá er framtíð Eddie Nketiah í óvissu.
Brasilíski landsliðsmaðurinn Raphinha, sem leikur fyrir Ledds United, er einnig á radarnum hjá Mikel Arteta.
Fyrr í sumar yfirgaf Alexandre Lacazette herbúðir Arsenal og gekk til liðs við Lyon í heimalandi sínu.