Athöfnin fer fram í höfuðstöðvum Alvotech í Vatnsmýrinni að viðstaddri stjórn, starfsfólki og gestum. Hún hefst klukkan 15:15 og verður í beinni útsendingu í spilaranum hér að neðan:
Félagið var skráð á markað í Bandaríkjunum fyrir viku síðan en um er að ræða fyrsta skiptið sem félag er skráð á markað hér á landi á sama tíma og í Bandaríkjunum.
„Það er okkur mikil ánægja að ljúka fyrstu tvíhliða skráningu íslensks fyrirtækis í Bandaríkjunum og á Íslandi og að hafa náð þessum áfanga aðeins viku eftir að viðskipti hófust með bréf félagsins í New York,“ sagði Róbert Wessman í fréttatilkynningu um skráninguna.